„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. Innlent 10.8.2025 19:46
Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Tveir voru fluttir á slysadeild eftir fall á rafmagnshlaupahjóli í nótt. Báðir eru grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis eða fíknefna við aksturinn. Innlent 10.8.2025 18:31
Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Jarðskjálfti upp á 6,1 skók borgina Balıkesir í vestanverðu Tyrklandi í dag. Skjálftinn fannst víða um landið vestanvert og í Istanbúl. Erlent 10.8.2025 18:24
Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Innlent 10.8.2025 18:00
Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent 10.8.2025 14:23
Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa. Innlent 10.8.2025 14:02
Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag. Búið er að ráða niðurlögum eldsins, en miklar skemmdir urðu á húsinu. Innlent 10.8.2025 13:26
Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Settur yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki vera í neinu sérstöku átaki varðandi leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar sé reglulegu eftirliti sinnt, og eiga leigubílstjórar það til að brjóta af sér. Tveir misstu prófið við flugstöðina í gær. Innlent 10.8.2025 13:24
Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi segir viðvaningshátt einkenna fyrirhugaðan leiðtogafund forseta ríkjanna tveggja. Stjórn Donalds Trumps virðist ekkert plan hafa, og óvissa uppi um hvort Úkraína muni eiga fulltrúa við borðið. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 10.8.2025 11:54
Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Búið er að setja upp skilti við Bláa lónið þar sem ferðamenn eru varaðir við óprúttnum leigubílstjórum. Á skiltinu stendur meðal annars hvert eðlilegt verð er fyrir ferð til Reykjavíkur eða út á flugvöll. Innlent 10.8.2025 11:19
Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Hópur ungra karlmanna braust inn í leikfangaverslun í Kaliforníu á dögunum og stal nærri öllum birgðum verslunarinnar af leikfanginu Labubu. Þjófarnir tóku með sér varning að andvirði nærri 900 þúsund króna. Erlent 10.8.2025 11:08
Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Aukin harka hefur færst í mótmæli Ísraelsmanna gegn áformum ríkisstjórnar landsins um að hernaðaryfirráð yfir Gasaborg. Stjórnvöld segja mótmælin með þeim stærstu gegn ríkisstjórninni frá því að Ísraelar hófu stríðsrekstur sinn á Gasa fyrir tæpum tveimur árum. Erlent 10.8.2025 10:33
Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 10.8.2025 09:46
Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Erlent 10.8.2025 08:53
Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Grunn lægð gengur til norðausturs fyrir suðaustan land í dag, áttin verður því norðlæg eða breytileg og vindur fremur hægur. Dálítil væta norðaustan- og austanlands, og samfelld rigning allra syðst, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum. Veður 10.8.2025 07:46
Níu gistu fangageymslur í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda verkefna í nótt. Í dagbók lögreglu segir að 125 mál hafi verið bókuð í kerfi lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Níu gistu fangageymslur. Innlent 10.8.2025 07:29
Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. Erlent 9.8.2025 23:29
Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“ Innlent 9.8.2025 21:25
Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Páll Óskar slær botninn í hinsegin daga að venju og engu verður sparað í hátíðarhöldunum. Í kvöld kemur hann fram við tilefnið í 25. sinn og hann segist hvergi af baki dottinn. Hann flutti ungu hinsegin fólki falleg skilaboð í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 9.8.2025 20:59
Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Lögreglan á Suðurnesjum hyggst taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikið hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum. Innlent 9.8.2025 20:24
Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Erlent 9.8.2025 20:02
Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas. Erlent 9.8.2025 18:38
Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Utanríkisráðherra segir slæmt ef Úkraínumenn þurfa að gefa eftir landsvæði til þess að knýja á um vopnahlé við Rússa. Innlent 9.8.2025 18:01
Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. Innlent 9.8.2025 16:50
Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. Erlent 9.8.2025 14:31
„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. Erlent 9.8.2025 12:52