Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum. Viðskipti innlent 14.10.2025 19:51
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:19
„Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Í dag hættir Microsoft formlega að veita stuðning við Windows 10 stýrikerfið. Í tilkynningu frá tæknifyrirtækinu OK segir að samkvæmt mælingum í september á þessu ári séu allt að 40 prósent tölva með Windows stýrikerfið enn að keyra á Windows 10. Mælingar á Íslandi bendi til þess að um 37 prósent tölva séu með Windows 10 en var um 47 prósent í júní Neytendur 14.10.2025 14:02
Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða. Neytendur 11. október 2025 14:00
Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Helgi Gíslason hjá Byggingafélaginu Landsbyggð segir að upplýsingagjöf til ekkju í Hafnarfirði í fasteignaviðskiptum hefði mátt vera betri. Eftir standi að seljandi hafi ekki verið búinn að samþykkja tilboð. Neytendur 10. október 2025 15:01
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Kærunefnd hafnaði kröfu viðskiptavinar flugfélags um endurgreiðslu eftir að hann bókaði sjálfur ranga ferð fyrir mistök. Viðskiptavinurinn taldi það ósanngjarnt að fá ekki að lagfæra bókunina. Neytendur 10. október 2025 14:21
Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi samþykkt uppsett verð, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar. Neytendur 10. október 2025 13:39
Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Ferðaþjónustufyrirtæki þarf að endurgreiða erlendum ferðamanni rúmlega 53 þúsund krónur vegna ferðar um Suðurland sem var ekki í samræmi við auglýsta dagskrá. Ferðamaðurinn þurfti að skoða Þingvelli og Reynisfjöru í myrkri og missti af Jökulsárlóni og Fellsfjöru. Neytendur 10. október 2025 13:36
Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Bílastæðamál eru meðal fyrirferðarmestu málaflokkanna sem rata inn á borð Neytendastofu. Forstjóri stofnunarinnar teldi það til bóta ef skýrar reglur væru til um gjaldskyld stæði. Neytendur 9. október 2025 17:54
Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Kona sem taldi sig hafa verið rukkaða að ósekju fyrir að hafa lagt í Hverfisgötu lagði eftir allt saman í stæði við götuna. Hún kennir athyglisbresti um misskilning sinn. Hún segist þó standa við gagnrýni sína á bílastæðafyrirtæki, stæðið hafi auk þess verið einstaklega illa merkt. Innlent 9. október 2025 08:50
Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Á árinu 2025 er áætlað að ríkissjóður einn og sér verji um 240 milljörðum króna í kaup á vöru og þjónustu. Sveitarfélög landsins verja jafnframt háum fjárhæðum ár hvert. Skoðun 8. október 2025 12:02
Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar klukkan 09:30. Beina útsendingu af kynningunni má sjá hér að neðan. Viðskipti innlent 8. október 2025 09:00
Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna. Viðskipti innlent 7. október 2025 14:06
Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Allt frá árinu 1979 hefur verið heimilt hér á landi að verðtryggja sparnað og skuldir. Sú breyting þótti nauðsynleg til að bregðast við þeirri óðaverðbólgu og eignarýrnun sem hafði sett mark sitt á árin á undan. En þrátt fyrir ýmsa kosti verðtryggingar getur víðtæk notkun hennar haft verulega ókosti í för með sér eins og hér verður aðeins rakið. Skoðun 7. október 2025 14:02
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda. Skoðun 7. október 2025 07:02
Innkalla eitrað te Matvælastofnun varar við framleiðslulotu af tei frá vörumerkinu Herbapol vegna náttúrulegra eiturefna í því. Varan hefur verið innkölluð. Neytendur 6. október 2025 15:22
Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Þrjár evrópskar stofnanir sem hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum hafa gefið út viðvörun til neytenda um að sýndareignir geti verið áhættusamar og að vernd, ef einhver er, geti verið takmörkuð eftir því í hvaða sýndareignum þeir fjárfesta. Neytendur 6. október 2025 10:46
Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. Innlent 5. október 2025 14:00
Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Neytendur 4. október 2025 21:31
ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Breytingar á fiskbúðingnum frá ORA hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri segir aðdáendur þessara sögufræga réttar ekki þurfa að örvænta, menn hjá ORA hafi gert tímabundnar tilraunir við eldun búðingsins sem nú hefur verið hætt. Neytendur 2. október 2025 07:03
Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Átján tegundir af sólarvörn hafa nú verið teknar úr sölu í Ástralíu í kjölfar hneykslismáls, sem hefur vakið mikla reiði í landinu. Málið kom upp á yfirborðið þegar prófanir neytendasamtakanna Choice leiddu í ljós að nokkrar tegundir veittu ekki uppgefna vörn. Erlent 1. október 2025 10:54
Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Ný efnahagsspá Arion banka gerir ráð fyrir að þjóðarskútan „haldi til hafs á ný eftir samdrátt síðasta árs.“ Þar segir að innlend eftirspurn, með einkaneyslu í broddi fylkingar, hafi verið atkvæðameiri en áður var reiknað með og muni halda sínu hlutverki sem driffjöður hagvaxtar. Viðskipti innlent 30. september 2025 11:05
Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. Viðskipti innlent 30. september 2025 08:40
Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Forstjóri Icelandair segist ekki getað svarað um orðræðuna í kringum Play í aðdraganda gjaldþrots flugfélagsins. Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu eftir að flugmaður félagsins spáði fyrir gjaldþroti félagsins í viðtali á Bylgjunni. Viðskipti innlent 29. september 2025 19:57