Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ómögu­legt að meta á­hrifin á bankana

Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tókst ekki að sanna að Brim bæri á­byrgð á dauða sonar þeirra

Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum.

Innlent
Fréttamynd

Er verið að blekkja al­menning og sjó­menn?

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið.

Skoðun
Fréttamynd

Búast við fjórðungi meiri gull­fram­leiðslu á árinu og hækka verðmatið á Amaroq

Núna þegar Amaroq hefur þegar náð markmiðum sínum um gullframleiðslu á öllu árinu 2025 hafa sumir erlendir greinendur uppfært framleiðsluspár talsvert og um leið hækkað verðmatsgengi sitt á auðlindafyrirtækinu yfir 200 krónur á hlut. Hlutabréfaverð Amaroq hefur rokið upp á síðustu dögum samtímis góðum gangi í rekstrinum og verðhækkunum á gulli á heimsmarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Á­vinningur hlut­hafa af sam­runa geti „var­lega“ á­ætlað numið um 15 milljörðum

Samruni Íslandsbanka og Skaga ætti að geta skilað sér í árlegri heildarsamlegð upp á um tvo milljarða, samkvæmt útreikningum hlutabréfagreinenda, en þar munar langsamlega mestu um verulegt kostnaðarhagræði en á móti verður nokkur „neikvæð samlegð“ í þóknanatekjum. Þá telur annar sérfræðingur á markaði að varlega áætlað muni þetta þýða að ávinningurinn fyrir hluthafa geta numið samtals um 15 milljörðum. 

Innherji
Fréttamynd

Vill laga „hring­ekju verð­tryggingar og hárra vaxta“

Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hring­ekja verð­tryggingar og hárra vaxta

Allt frá árinu 1979 hefur verið heimilt hér á landi að verðtryggja sparnað og skuldir. Sú breyting þótti nauðsynleg til að bregðast við þeirri óðaverðbólgu og eignarýrnun sem hafði sett mark sitt á árin á undan. En þrátt fyrir ýmsa kosti verðtryggingar getur víðtæk notkun hennar haft verulega ókosti í för með sér eins og hér verður aðeins rakið.

Skoðun
Fréttamynd

Gengi bréfa Ocu­lis rýkur upp eftir að grein­endur hækka verðmat sitt á fé­laginu

Eftir jákvæða endurgjöf frá FDA við einu af þróunarlyfi sínu við bráðri sjóntugabólgu, sem skapar forsendur til að hefja skráningarrannsóknir, hafa bandarískir greinendur hækkað verðmat sitt á Oculis en árlegar tekjur af lyfinu eru sagðar geta numið þremur milljörðum dala. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengi bréfa félagsins hækkað skarpt.

Innherji
Fréttamynd

Ó­ljóst hvort veð­hafar fái nokkuð

Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boeing sagt byrjað að þróa arf­taka 737 max-þotunnar

Boeing-fyrirtækið er byrjað að þróa nýja gerð mjóþotu með einum miðjugangi í farþegarými til að leysa af 737 max-þotuna í framtíðinni. Markmiðið er að ná til baka markaðshlutdeild sem Boeing hefur verið að tapa til Airbus í þessari stærð flugvéla. Þetta fullyrti bandaríska blaðið Wall Street Journal í liðinni viku og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Skaga rýkur upp

Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm prósenta aukning í septem­ber

Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði.

Viðskipti innlent