Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum. Viðskipti innlent 14.10.2025 19:51
Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:47
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:19
Mæla með „yfirvigt“ í bréfum Alvotech og segja áhættuna hafa minnkað mikið Innherji 14.10.2025 13:18
Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Boeing 757-þotan Hekla Aurora, eða Norðurljósaþotan, er að ljúka ferli sínum hjá Icelandair. Af því tilefni efnir félagið til sérstaks kveðjuflugs frá Reykjavíkurflugvelli í hádeginu á morgun, sunnudag. Innlent 11. október 2025 21:21
Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Jóhanna Helga Jensdóttir hefur verið ráðin í nýtt og umfangsmeira hlutverk á útvarpsstöðinni FM957 og mun nú fylgja hlustendum alla virka daga á milli klukkan tíu og tvö. Tónlist 10. október 2025 14:00
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. Innlent 9. október 2025 22:00
Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið. Skoðun 9. október 2025 12:02
Frá Reitum til Atlas verktaka Ingveldur Ásta Björnsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Atlas verktaka og hóf störf í október. Viðskipti innlent 9. október 2025 07:47
Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Umhverfis- og orkustofnun mun sekta þrotabú flugfélagsins Play um 2,3 milljarða vegna þess að félagið greiddi ekki losunarheimildir sem það skuldaði og voru á gjalddaga daginn eftir að tilkynnt var um gjaldþrot þess. Viðskipti innlent 8. október 2025 19:13
Blæs byrlega fyrir Nova og meta félagið um þriðjungi hærra en markaðurinn Greinendur hafa hækkað lítillega verðmat sitt á Nova, meðal annars vegna útlits fyrir betri afkomu í ár, og telja að fjarskiptafélagið sé verulega undirverðlagt á markaði. Innherjamolar 8. október 2025 15:56
Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að áhrif falls Play á ríkissjóð geti numið allt að fimm milljörðum króna á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 8. október 2025 13:25
„Hagstæð verðlagning“ á Alvotech núna þegar fleiri hliðstæður koma á markað Eftir að hafa lækkað um liðlega þriðjung frá áramótum þá er núverandi verðlagning hlutabréfa Alvotech „hagstæð“ fyrir fjárfesta, að mati greinenda svissneska bankans UBS, sem benda á að félagið sé að koma með nýjar hliðstæðum á markað og eigi í vændum umtalsverðar áfangagreiðslur. Innherji 7. október 2025 16:56
Búast við fjórðungi meiri gullframleiðslu á árinu og hækka verðmatið á Amaroq Núna þegar Amaroq hefur þegar náð markmiðum sínum um gullframleiðslu á öllu árinu 2025 hafa sumir erlendir greinendur uppfært framleiðsluspár talsvert og um leið hækkað verðmatsgengi sitt á auðlindafyrirtækinu yfir 200 krónur á hlut. Hlutabréfaverð Amaroq hefur rokið upp á síðustu dögum samtímis góðum gangi í rekstrinum og verðhækkunum á gulli á heimsmarkaði. Innherji 7. október 2025 15:25
Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrverandi forstjóri færeyska orkufélagsins Magn, sem Íslendingar eiga stóra hluti í, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann hafði verið ákærður fyrir „umboðssvik af sérlega alvarlegum toga“ með því að draga sér samtals 3,4 milljónir danskra króna, andvirði 65 milljóna íslenskra. Viðskipti erlent 7. október 2025 14:54
Ávinningur hluthafa af samruna geti „varlega“ áætlað numið um 15 milljörðum Samruni Íslandsbanka og Skaga ætti að geta skilað sér í árlegri heildarsamlegð upp á um tvo milljarða, samkvæmt útreikningum hlutabréfagreinenda, en þar munar langsamlega mestu um verulegt kostnaðarhagræði en á móti verður nokkur „neikvæð samlegð“ í þóknanatekjum. Þá telur annar sérfræðingur á markaði að varlega áætlað muni þetta þýða að ávinningurinn fyrir hluthafa geta numið samtals um 15 milljörðum. Innherji 7. október 2025 14:15
Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna. Viðskipti innlent 7. október 2025 14:06
Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Allt frá árinu 1979 hefur verið heimilt hér á landi að verðtryggja sparnað og skuldir. Sú breyting þótti nauðsynleg til að bregðast við þeirri óðaverðbólgu og eignarýrnun sem hafði sett mark sitt á árin á undan. En þrátt fyrir ýmsa kosti verðtryggingar getur víðtæk notkun hennar haft verulega ókosti í för með sér eins og hér verður aðeins rakið. Skoðun 7. október 2025 14:02
Gengi bréfa Oculis rýkur upp eftir að greinendur hækka verðmat sitt á félaginu Eftir jákvæða endurgjöf frá FDA við einu af þróunarlyfi sínu við bráðri sjóntugabólgu, sem skapar forsendur til að hefja skráningarrannsóknir, hafa bandarískir greinendur hækkað verðmat sitt á Oculis en árlegar tekjur af lyfinu eru sagðar geta numið þremur milljörðum dala. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengi bréfa félagsins hækkað skarpt. Innherji 7. október 2025 11:27
Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar. Viðskipti innlent 6. október 2025 17:48
„Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Hagfræðingur segir ljóst að mögulegur samruni Íslandsbanka og Skaga muni taka enn meiri tíma en ella vegna anna hjá Samkeppniseftirlitinu sem er nú með nokkur mál til skoðunar. Töluverður fjöldi starfa muni tapast við samrunann en neytendur verða fyrir takmörkuðum áhrifum. Viðskipti innlent 6. október 2025 12:21
Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Boeing-fyrirtækið er byrjað að þróa nýja gerð mjóþotu með einum miðjugangi í farþegarými til að leysa af 737 max-þotuna í framtíðinni. Markmiðið er að ná til baka markaðshlutdeild sem Boeing hefur verið að tapa til Airbus í þessari stærð flugvéla. Þetta fullyrti bandaríska blaðið Wall Street Journal í liðinni viku og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins. Viðskipti erlent 6. október 2025 11:22
Gengi Skaga rýkur upp Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður. Viðskipti innlent 6. október 2025 10:01
Fimm prósenta aukning í september Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði. Viðskipti innlent 6. október 2025 08:11
Virði félaga í Úrvalsvísitölunni á móti hagnaði er enn lágt Hlutfall virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði (CAPE) og hefðbundið hlutfall virðis og hagnaðar (VH-hlutfall) fyrir Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, OMXI15, héldust nær óbreytt milli mánaða í september. Umræðan 6. október 2025 07:40