Tólf ára barn á meðal sextán látinna Fjöldi látinna er nú sextán í kjölfar skotárásar á gyðingahátíð á Bondi-strönd á útjaðri Sydney-borgar í Ástralíu fyrr í dag. Annar grunaðra árásarmanna er látinn og hinn var handtekinn. Erlent 14.12.2025 20:07
Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Karlmaðurinn sem tæklaði annan skotmanninn á Bondi-ströndinni í Ástralíu heitir Ahmed Al Ahmed og er 43 ára tveggja barna faðir samkvæmt frétt 7NEWS Australia. Maðurinn var sjálfur skotinn og segir í frétt miðilsins að þau hafi rætt við ættingja hans, Mustafa. Erlent 14.12.2025 18:36
Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. Erlent 14.12.2025 13:51
Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra. Erlent 13.12.2025 15:22
Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa sleppt 123 föngum úr haldi, þar á meðal baráttukonunni Mariu Kolesnikova. Ákvörðun um frelsun fanganna var tekin eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti að viðskiptaþvingunum á landið yrði aflétt. Erlent 13.12.2025 15:22
Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Átök brutust út milli taílenskra og kambódískra hersveita á landamærum landanna tveggja snemma í morgun, nokkrum klukkustundum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði vopnahléssamkomulag ríkjanna í höfn. Erlent 13.12.2025 13:24
Witkoff fundar með Selenskí Steve Witkoff, sérstakur erindreki og samningamaður Bandaríkjastjórnar í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, fundar í Berlín um helgina með Volodomír Selenskí Úkraínuforseta og nokkrum Evrópuleiðtogum. Ríkisstjórn Donalds Trump vill að samkomulag náist um frið fyrir jól, en helsti ásteytingarsteinninn virðist vera möguleg eftirgjöf hernumdra svæða í austurhluta Úkraínu til Rússlands. Erlent 13.12.2025 09:16
ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að beita neyðarheimild sem felst í að ríkiseignir Rússlands innan ESB verði frystar ótímabundið. Á sama tíma hafa rússnesk stjórnvöld hótað að beita verðbréfafyrirtækið Euroclear, vörsluaðila stórs hluta umræddra eigna, hefndaraðgerðum. Erlent 12.12.2025 22:54
Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon. Erlent 12.12.2025 15:28
Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni. Erlent 12.12.2025 13:53
Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Bandaríkjaforseti ætti ekki að skipta sér af lýðræði í Evrópu, að mati forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evrópuríki hafa sætt harðri gagnrýni frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar að undanförnu. Erlent 12.12.2025 11:10
Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð undirbúa að stöðva og taka yfir fleiri olíuflutningaskip sem notuð eru til að flytja olíu frá Venesúela, finnist þau á hafi úti. Fyrr í vikunni tóku Bandaríkjamenn stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela og var það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert en Bandaríkin hafa beitt Venesúela refsiaðgerðum frá 2019. Erlent 12.12.2025 10:27
Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. Erlent 12.12.2025 09:27
Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Tyler Robinson, 22 ára, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða íhaldssama aðgerðasinnan Charlie Kirk í september síðastliðnum, mætti fyrir dómara í gær. Erlent 12.12.2025 08:27
Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær sem miðar að því að takmarka getu einstakra ríkja Bandaríkjanna til að setja reglur um gervigreindariðnaðinn. Erlent 12.12.2025 07:22
Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. Erlent 12.12.2025 06:50
Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í samtali við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum, í síðasta mánuði að hann væri tilbúinn til að yfirgefa ríki sitt. Hann og fjölskylda hans þyrftu þó að fá almenna friðhelgi frá lögsókn. Erlent 11.12.2025 16:31
Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. Erlent 11.12.2025 15:23
„Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Bandaríska tímaritið Time hefur valið „arkitekta gervigreindar“ sem manneskju ársins. Erlent 11.12.2025 13:32
Fallhlífin flæktist í stélið Ástralskur fallhlífarstökkvari komst í hann krappann í haust þegar hann losaði óvart varafallhlíf sína, þegar hann stökk út úr flugvél. Fallhlífin flæktist í stéli flugvélarinnar og þar hékk maðurinn um tíma, áður en honum tókst að losa sig og féll hann þá aftur til jarðar. Erlent 11.12.2025 11:46
900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Lögregluyfirvöld í Japan hafa svipt um 900 einstaklinga ökuleyfinu, eftir að viðkomandi voru stöðvaðir við að hjóla undir áhrifum áfengis. Erlent 11.12.2025 11:40
Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Dönsk stjórnvöld hafa með stuðningi breiðs meirihluta danska þingsins gert samkomulag um fjárhæð bótagreiðslu til grænlenskra kvenna sem fengu setta upp getnaðarvarnalykkju gegn vilja sínum og vitund á árunum 1960 til 1991. Gert er ráð fyrir að um 4500 konur sem málið nær til geti sótt um bætur frá danska ríkinu sem nema um sex milljónum íslenskra króna. Erlent 11.12.2025 07:39
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. Erlent 11.12.2025 07:03
Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló María Corina Machado, handhafi friðarverðlauna Nóbels, birtist á svölum Nóbels-svítunnar á Grand Hotel í Osló í nótt, aðeins klukkustundum eftir að dóttir hennar tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd. Erlent 11.12.2025 07:01