Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Spenna í Hvera­gerði og Ár­mann stríddi Kefla­vík

Valskonur höndluðu spennuna í lokin á leiknum við Hamar/Þór í Hveragerði í kvöld, í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og unnu 88-83 sigur. Nýliðar Ármanns stríddu Keflavík til að byrja með en Keflavíkurkonur enduðu á að vinna afar öruggan sigur, 101-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Hilmar skoraði 11 stig í sigri

Hilmar Smári Henningsson spilaði rúmar 16 mínútur fyrir BC Jonava í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Litháen í dag. Liðið sigraði Nevėžis-Loan Club 86-82 og skoraði Hilmar Smári 11 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Skildu ekki á­kvarðanir Rúnars í lok leiks

Sérfræðingar Körfuboltakvölds skildu ekki ákvarðanir Njarðvíkinga undir lok leiksins gegn ÍR á laugardagskvöld. Njarðvík tapaði leiknum 100-102 og fóru illa að ráði sínu í lok framlengingarinnar þegar þeir hefðu getað tekið forskotið.

Körfubolti
Fréttamynd

Von­sviknir Vals­menn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki

Valsmenn segja að háttvísin og körfuboltinn hafi tapað í gærkvöldi þegar Pablo Bertone spilaði með Stjörnunni gegn sínu gamla félagi. Þar er vísað í þá staðreynd að Bertone hafi verið dæmdur í fimm leikja bann en tekið það út með tveimur mismunandi liðum og þar með einungis misst af tveimur leikjum með Stjörnunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri

Tryggvi Hlinason skilaði góðu framlagi í dag þegar lið hans Bilbao Basket lagði lið Jóns Axels Guðmundssonar 95-85 í ACB deildinni í  á Spáni. Sigurinn var öruggari en lokatölur gefa til en Bilbao leiddi með 15 stigum þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum.

Sport
Fréttamynd

Kristófer: Það er nú bara októ­ber

Kristófer Acox átti stórgóðan leik í tapi gegn Stjörnunni í annarri umferð Bónus deildar karla í körfubolta fyrr í kvöld. Kappinn skoraði skoraði 15 stig og tók 13 fráköst en það dugði ekki til því Stjarnan vann 94-91.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin skoraði 11 stig í naumu tapi

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fóru í heimsókn til Würzburg í þriðju umferð þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn höfðu leitt lengst af en Würzburg fór að lokum með sigur af hólmi 96-92.

Sport