Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin. Innlent 14.10.2025 18:02
Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Átta fyrirtæki á Reykjanesi sem tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti prýða lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2025. Það eru Hótel Keilir, Happy Campers, BLUE Car Rental, Hótel Keflavík, Kiwi veitingar (Soho), PL Veitingar (Olsen Olsen), Konvin hótel og Camper Iceland. Framúrskarandi fyrirtæki 14.10.2025 13:09
Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Enn eitt myndskeiðið af ferðafólki koma sér í klandur í Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli undanfarna daga á samfélagsmiðlum. Enginn virðist sem betur fer hafa slasast alvarlega. Innlent 13.10.2025 12:07
Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur 10.10.2025 14:21
Gamalt ráðuneyti verður hótel Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa. Viðskipti innlent 7. október 2025 13:46
Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn ákvað strax að svara kalli stjórnvalda um björgunarfargjöld fyrir farþega í vanda eftir fall Play. Frá því að staðan kom upp hefur ferðaskrifstofan aðstoðað fjölda farþega en bæta nú við enn fleiri sætum. Lífið samstarf 3. október 2025 14:09
Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Ríflega áttatíu starfsmenn Play Europe á Möltu bíða eftir að starfsemin þar hefjist að nýju. Kröfuhafar eru í kappi við tímann við að endurnýja samninga við flugvélaleigusala um rekstur allt að sex véla fyrir félagið. Fyrrum starfsmaður félagsins á Möltu segist hafa gengið of langt þegar hann lýsti yfir að búið væri að tryggja fjármögnun félagsins þar. Innlent 1. október 2025 19:01
Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sigurður Kolbeinsson, forstjóri Kólumbus ævintýraferða og Ferðaskrifstofu eldri borgara, hvetur stjórnvöld til að fara sömu leið og í Covid og lána ferðaskrifstofum pening svo þau geti greitt fyrir tap vegna gjaldþrots Play. Minni fyrirtæki sérstaklega geti farið illa út úr gjaldþroti Play. Viðskipti innlent 1. október 2025 09:35
Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra segir að skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann krefjist þess að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabú félagsins. Innlent 30. september 2025 20:42
Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Ferðaþjónusta bænda hf. einnig þekkt undir vörumerkjunum Bændaferðir og Hey Iceland, hefur nýverið fest kaup á öllu hlutafé Súlu Travel sem sérhæfir sig í skemmtiferðasiglingum á vegum Norwegian Cruise Line (NCL). Norwegian Cruise Line siglir um allan heim. Viðskipti innlent 30. september 2025 15:20
Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fall Play áfall en að einhverju leyti hafi það verið fyrirséð. Stjórnendur fyrirtækisins hafi verið mjög opnir með rekstrarerfiðleika félagsins. Tilkynnt var um gjaldþrot félagsins í gær. Um 400 manns misstu vinnuna og eru þúsundir strandaglópar á Íslandi og víða um heim vegna þess. Viðskipti innlent 30. september 2025 12:54
Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur. Innlent 30. september 2025 11:58
Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. Viðskipti innlent 30. september 2025 09:12
Leik lokið hjá Play Play varð þriðja íslenska lágfargjaldaflugfélagið sem hverfur af sviðinu á rúmum áratug. Líkt og þegar forveri þess Wow air fór í þrot fyrir sex árum eru fórnarlömbin hundruð starfsmanna sem missa vinnuna og þúsundir farþega sem eru standaglópar eða sitja eftir með sárt ennið. Viðskipti innlent 30. september 2025 08:27
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Viðskipti innlent 29. september 2025 09:37
„Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. Innlent 28. september 2025 19:49
Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Leiðsögukonan Jessica Zimmerman varð fyrir fantalegri árás af hendi ferðamanns sem snöggreiddist þegar hún tók mynd af ökutæki hans sem hann hafði lagt ólöglega. Maðurinn þröngvaði sér inn í rútu Jessicu og reyndi að hrifsa af henni spjaldtölvu með valdi. Hún lýsir vonbrigðum yfir sinnuleysi lögreglu. Innlent 27. september 2025 11:21
Atvinnustefna er alvöru mál Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það þrátt fyrir að laun hafi hækkað meira í þeim geira en í öðrum greinum frá því að Lífskjarasamningarnir voru gerðir? Skoðun 22. september 2025 12:15
„Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. Innlent 21. september 2025 22:53
Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Erlendur ferðamaður slasaðist alvarlega í vélsleðaslysi á Langjökli um miðjan dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um korter í þrjú vegna slyssins og flutti manninn á bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi. Innlent 19. september 2025 17:23
Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Ferðaþjónustufyrirtækið Icelandia hefur keypt Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi og verður húsnæðið nýtt fyrir norðurljósaferðir. Framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið síðustu daga. Viðskipti innlent 19. september 2025 08:03
Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Ferðaskrifstofan Heimsferðir býður upp á fjölmargar spennandi og skemmtilegar ferðir í vetur fyrir þá landsmenn sem vilja sól á kroppinn, lenda í ævintýrum eða kynnast framandi menningu. Lífið samstarf 18. september 2025 14:27
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. Neytendur 12. september 2025 14:05
Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Hótel á Íslandi þarf að endurgreiða viðskiptavini 22 evrur, eða rúmar þrjú þúsund krónur, þar sem sjónvarpið á hótelherberginu virkaði ekki. Neytendur 12. september 2025 06:32
Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. Innlent 11. september 2025 21:41