Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Fyrir flesta er það sjálfsagt að hefja daginn – fara á fætur, í sturtu og sinna daglegum verkefnum. En fyrir þá sem búa við alvarlegt ME (Myalgic Encephalomyelitis) getur ein slík athöfn haft alvarlegar afleiðingar. Eitt símtal, ein sturtuferð, einföld máltíð eða ein heimsókn getur valdið langvarandi versnun á einkennum – dögum, vikum eða jafnvel mánuðum saman. Skoðun 9.8.2025 16:30
Baráttan um þjóðarsálina Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Skoðun 9.8.2025 13:00
Lagaleg réttindi skipta máli Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Skoðun 9.8.2025 09:03
Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Skoðun 8.8.2025 12:02
Sjálfstæðisstefnan og frelsið Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Skoðun 8.8.2025 07:32
Sjö staðreyndir í útlendingamálum Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Skoðun 8.8.2025 07:01
Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Það er ekki tilviljun að þeir sem afneita loftslagsbreytingum eru oft þeir sömu og rjúka upp þegar rætt er um réttindi samkynhneigðra. Sama fólk sem er tortryggið gagnvart innflytjendum, hafnar alþjóðlegum sáttmálum og lýsir fyrirlitningu á „woke“ samfélagi, er ótrúlega samstíga í andstöðu sinni við breytingar sem miða að réttlæti, jöfnuði og mannréttindum. Skoðun 7.8.2025 16:01
Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Skoðun 7.8.2025 12:00
Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að „Ísland ætti ekki að íhuga aðild að ESB“. Það er sérkennileg nálgun, ekki síst í ljósi þess að flestar samanburðarþjóðir Íslands í Evrópu hafa talið hag sínum borgið innan þess samstarfs. Skoðun 7.8.2025 11:01
Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Í starfi mínu hjá Ljósinu, þar sem unnið er með krabbameinsgreindum, sé ég daglega hversu öflug áhrif fjölbreytt iðja getur haft á þá sem sækja endurhæfingu. Þar eru allir að vinna að ákveðnum bata en engir tveir eru eins og það á einnig við um markmið þeirra, áskoranir og hvatningu til framfara. Skoðun 7.8.2025 10:32
Sumarfríinu aflýst Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Skoðun 7.8.2025 10:01
Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Við Íslendingar elskum frið. Næstum jafn mikið og við elskum að segja öðrum frá hvað við erum friðelskandi. Við erum svo friðsæl að okkur finnst aðrar þjóðir megi læra af okkur. (Sleppa samt Sturlungatímabilinu því við erum almennt hætt að höggva hvert annað.) Skoðun 7.8.2025 09:02
Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Nú eru Hinsegin dagar nýhafnir og sjaldan hefur þörfin á þeim verið meiri. Helst þyrftu allir dagar að vera hinsegin dagar, því það er sorglegt að verða vitni að því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Skoðun 7.8.2025 08:30
„Er allt í lagi?“ Fyrir skömmu ók ég að uppáhalds fjörunni minni sem staðsett er á Álftanesi. Lagði bílnum og sá öðrum bíl var lagt rétt hjá. Ég fékk ónotatilfinningu. Tilfinningu sem ég þekki of vel og er orðin hundleið á. Ég yfirgaf þó bílinn minn því ég hafði ákveðið að ganga þessa fjöru fram og til baka þann dag. Ég vil stunda útivist og daglega og fjölbreytta hreyfingu. Helst einsömul. Skoðun 7.8.2025 08:00
Göngum í Haag hópinn Þann 16. júlí síðastliðinn tóku 13 ríki það sögulega skref að skuldbinda sig til þess að ráðast þegar í stað í aðgerðir til þess að rjúfa tengsl ríkja sinna við eyðileggingarherferð Ísraels gagnvart Palestínu. Þetta samkomulag ríkjanna var gert á vegum Haag hópsins svokallaða. Skoðun 7.8.2025 07:31
Kirkjuklukkur hringja Í dag kl. 13 mun að beiðni biskupa heyrast samhljómur kirkjuklukkna á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi ásamt systurkirkjum okkar í Jerúsalem. Það er ákall um frið á Gaza og um alla veröld. Hvarvetna er fólk hvatt til að tendra ljós og biðja fyrir friði. Skoðun 7.8.2025 07:03
Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Skoðun 6.8.2025 23:53
Stríð skapar ekki frið Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Skoðun 6.8.2025 23:53
Íslenska stóðhryssan og Evrópa Upplýsingaóreiðu hefur verið beitt gegn íslensku stóðhryssunni og hefur eðlilegum hluta, sem er að benda á tilvik illrar meðferðar, verið hrært saman við ósannindi og áróður. Tilgangurinn er ekki að bæta velferð við stóðhald heldur að afleggja þessi gömlu stóð okkar Íslendinga. Skoðun 6.8.2025 12:32
Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Skoðun 6.8.2025 09:30
Norska leiðin er fasismi Dómsmálaráðherra Íslands, Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir boðar miklar breytingar á útlendingalögum á Íslandi (heimild 1, heimild 2), sem eru nú þegar meðal þeirra ströngustu í allri Evrópu vegna fólks sem er ekki nema 10.000 manns, eða rétt um 2,50% af allri íslensku þjóðinni sem er nærri því að vera um 400.000 manns um þessar mundir. Skoðun 6.8.2025 09:00
Um mýkt, menntun og von Ég hef alltaf þráð að geta talað af virðingu og einlægni, án þess að hækka röddina eða fela mig. En, þegar ég reyni að tala í hópi titrar röddin, og stundum koma tár. Skoðun 6.8.2025 08:30
Höfum alla burði til þess Málflutningur margra þeirra sem talað hafa fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið hefur lengi einkum verið á þá leið að við Íslendingar séum of fámennir til þess að standa á eigin fótum í samfélagi þjóðanna og verðum fyrir vikið að verða hluti af stærri heild. Skoðun 6.8.2025 08:00
Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Skoðun 6.8.2025 07:31