Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól. Innlent 3.9.2025 12:00
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. Innlent 3.9.2025 11:49
Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Í hádegisfréttum fjöllum við um fund sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra situr í Kaupmannahöfn í dag. Innlent 3.9.2025 11:41
Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir enn nokkuð stóran hóp eiga eftir að gera upp hug sinn hvað varðar aðild að Evrópusambandinu og það sé til því fullt tilefni til að ræða Evrópumálin. Hann fór yfir þau í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 2.9.2025 23:12
Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Bæjarstjóri Norðurþings segist halda í vonina að starfsemi PCC á Bakka leggist ekki af fyrir fullt og allt. Hún vonast til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti og að uppsagnirnar leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu. Innlent 2.9.2025 23:00
Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarlandslags á Laugarnestanga. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fagnar tímamótunum og bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins. Innlent 2.9.2025 22:30
Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Bjarnhólastígur er gata ársins 2025 í Kópavogi og er þar með 31. gatan í Kópavogi sem hlýtur nafnbótina. Af því tilefni ávarpaði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi íbúa götunnar og afhjúpaði viðurkenningarskilti sem sett hefur verið upp í götunni. Innlent 2.9.2025 22:05
Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Á dögunum keyrðu þrír mótorhjólamenn á miklum hraða um reiðhjólastíg í Fossvogi og styttu sér þannig leið á háannatíma í síðdegisumferðinni. Lögregla segir málið litið alvarlegum augum. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir atvikið ekki einsdæmi, líkt og kom í ljós þegar fréttamaður fór á vettvang í dag. Innlent 2.9.2025 21:22
Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um fimm aðgerðir í menntamálum var vísað frá af borgarstjórnarmeirihlutanum á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi verið hægt að greiða atkvæði um tillögurnar hverja fyrir sig. Umræða um tillöguna varði í um fjórar klukkustundir. Innlent 2.9.2025 20:32
Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. Innlent 2.9.2025 19:34
Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Dóttirin telur að með því hafi minningu móður hennar verið sýnd vanvirðing. Hún segir bæði Biskupsstofu og útfararstofu hafa brugðist og kallar eftir skýrum lögum um ferlið milli andláts og greftrunar. Innlent 2.9.2025 19:23
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. Innlent 2.9.2025 18:50
„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. Innlent 2.9.2025 18:26
Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Rætt verður við dótturina í kvöldfréttum og fjallað ítarlegar um málið í Íslandi í dag. Innlent 2.9.2025 18:02
Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. Innlent 2.9.2025 17:45
Fækka eftirlitsaðilum verulega Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. Innlent 2.9.2025 16:42
Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Byggingarfulltrúa Múlaþings var heimilt að synja fyrirtækinu Vök Baths ehf., sem rekur samnefnt baðlón, að koma upp baklýstu skilti á horni þjóðvegarins og vegarins sem leiðir að baðlóninu. Innlent 2.9.2025 16:31
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Innlent 2.9.2025 15:54
Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hafa boðað til sameiginlegs kynningarfundar klukkan 14:30. Innlent 2.9.2025 14:03
„Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Nemendur í Garðaskóla fá að sofa lengur á mánudögum en fyrsta kennslustund mun ekki hefjast fyrr en korter í tíu á mánudögum í vetur. Nemendur eru ánægðir með breytinguna og skólastjórinn segir það verkefni heimilanna að sjá til þess að þessi aukatími nýtist í raun og veru í svefn. Innlent 2.9.2025 14:03
Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. Innlent 2.9.2025 13:30
Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. Innlent 2.9.2025 13:25
Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Skriðuvakt Veðurstofu Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja má til töluverðrar úrkomu og haustveðurs síðustu sólarhringa. Skriðuvaktin fylgist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði. Innlent 2.9.2025 12:47
„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Innlent 2.9.2025 12:18