Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Blessaður, þú ert með heila­æxli“

„Ég er alls ekki að leitast eftir vorkunn heldur langar mig bara að vekja athygli á því að fólk þarf að finna sínar leiðir og ég fann mína,“ segir Atli Þór Sigurðsson sem var að gefa út plötuna Heilakvel. Atli greindist með heilaæxli í fyrra og syngur um reynsluna.

Lífið
Fréttamynd

Lil Nas X á­kærður fyrir brot á alríkislögum

Bandaríski rapparinn Lil Nas X hefur verið ákærður fyrir fjögur brot á alríkislögum. Hann var handtekinn fyrir helgi á meðan hann ráfaði um götur Los Angeles-borgar á nærfötunum og í kúrekastígvélum.

Lífið
Fréttamynd

Þunga­rokk­stjarna lést í mótor­hjóla­slysi

Fyrrverandi gítarleikari og söngvari í þungarokkshljómsveitinni Mastodon lést í mótorhjólaslysi í Atlanta í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mastodon er gífurlega vinsæl hljómsveit sem hefur starfað frá 2000 og hefur tvisvar spilað á Íslandi, árið 2003 og aftur 2015. 

Lífið
Fréttamynd

Seiðandi víbrur sem virka í bólinu

Tónlist hefur óumdeilanleg áhrif á líðan okkar og getur kallað fram alls konar tilfinningar. Hún getur róað hugann og veitt okkur orku á margvíslegan máta. Það á ekki síður við þegar við viljum skapa rétta stemningu fyrir rómantíska kvöldstund með ástinni.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör tekjuhæstur í Iceguys

Tónlistarmennirnir í karlakvintettnum Iceguys juku flestir mánaðartekjur sínar milli ára samkvæmt Tekjublaðinu sem kom út í dag. Líklega þéna þeir þó meira í gegnum fyrirtæki sín en það sem fram kemur í blaðinu, en samkvæmt því mun Herra Hnetusmjör hafa verið tekjuhæstur í hópnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lög Sálarinnar verða að kvik­mynd

Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.

Tónlist
Fréttamynd

Á­góði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru

Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna.

Erlent
Fréttamynd

Enginn fær að skipta sér af tón­list Lauf­eyjar

„Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. 

Tónlist
Fréttamynd

Breyta merki Euro­vision

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Valdi hættur að spila í neðri deildunum

Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um.

Lífið