
Íslenskir bankar setið eftir í ávöxtun miðað við þá norrænu
Það er ekkert launungarmál að hátt raunvaxtastig á Íslandi hefur gert íslenska hlutabréfamarkaðnum (og skuldabréfamarkaðnum) erfitt fyrir.
Það er ekkert launungarmál að hátt raunvaxtastig á Íslandi hefur gert íslenska hlutabréfamarkaðnum (og skuldabréfamarkaðnum) erfitt fyrir.
Ef þetta mál þróast á versta veg gæti reynt á ákvæði EES-samningsins með áður óþekktum hætti. Í ljósi þróunar í alþjóðamálum, þar sem virðing fyrir milliríkjasamningum, alþjóðastofnunum og jafnræði ríkja hefur farið dvínandi, þarf það kannski ekki að koma svo mikið á óvart.
Mikilvægt er að fjarlægja hindranir þannig að almennir íslenskir fjárfestar hafi val um að fjárfesta í sjóðum erlendis. Það myndi stuðla að eðlilegri samkeppni og verða hvatning fyrir rekstraraðila íslenskra sjóða til að gera betur en áður þegar kemur að kostnaði við sjóði.
Kristófer talar ferðaþjónustuna niður þótt gangrýninni sé almennt beint að skipunum. Það er afleitt og kallast beinlínis atvinnurógur á mínu móðurmáli. Hann fer ekki með rétt mál sem er enn verra fyrir mann sem er formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ef við ætlum að búa til traust og arðbær fyrirtæki í íslensku samfélagi, þurfum við ekki einungis að spyrja hvað fyrirtæki gera – heldur af hverju þau gera það. Tilgangur er ekki mjúkt hugtak heldur harður grunnur að ábyrgri, traustri og árangursríkri stjórnun.
Það mætti ætla að ýmis brýnni verkefni á sviði ferðaþjónustu biði atvinnumálaráðherra en að lækka gjöld á aflandshótel sem eru lítil í samanburði við innlenda keppinauta þeirra.
„Djöfullinn leynist í smáatriðunum,“ er frasi sem á oft vel við um lögfræðinga þegar þeir lúslesa samninga og takast á um atriði sem kunna að þykja heldur ómerkileg í augum umbjóðandans. Eitt slíkt atriði sem lögfræðingar hafa gjarnan gaman af því að þræta um eru ábyrgðaryfirlýsingar í samningum um kaup og sölu á félögum.
Verðlækkun hlutabréfa Alvotech olli því að verðlagning á félögum í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar (OMXI15) lækkaði í júní. Íslensk hlutabréf eru núna verðlögð miðað við hærri ávöxtunarkröfu til eigin fjár en í Bandaríkjunum, eða um 4,4%.
Hernaðarlegt framlag Íslands ræðst af staðsetningu þess og lýtur aðallega að fælingarstefnu NATO gegn Rússlandi. Fælingin snýst um að reyna að sannfæra rússnesk stjórnvöld um það fyrirfram að árás á NATO – sem rétt er að taka fram að er almennt talin ólíkleg - yrði ekki bara svarað á meginlandinu.
Við erum í hringiðu skapandi eyðileggingar hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við getum sokkið með eða við getum ákveðið að synda. Það getur verið að við elskum ekki bílinn en við getum ekki endalaust faðmað hestvagninn. Við megum ekki týna okkur í líðandi stund og gleyma að horfa til lengri tíma. Það er ekki víst að ný loðnutorfa eða ferðaþjónustan bjargi okkur í þetta skiptið.
Ef litið er til 24 félaga á aðallista Kauphallarinar þá skiluðu ellefu þeirra tapi, en þrettán hagnaði fyrir hluthafa á fyrsta ársfjórðungi 2025. Til samanburðar skiluðu sjö félög tapi, en sautján hagnaði fyrir hluthafa á fyrsta ársfjórðungi 2024.
Það er ekki einungis hlutverk íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna að tryggja stöðugleika í efnahagsumhverfinu, heldur eiga þau einnig að tryggja að leikreglurnar þrengi ekki óþarflega að smáum og meðalstórum fyrirtækjum.
Það er ólíklegt að eitthvað fyrirtæki muni falla fyrir það að hafa skýran tilgang sem höfðar til margra hagaðila. Það er hins vegar miklu líklegra að tómlæti verði fyrirtækjum að fjörtjóni. Fyrirtæki án tilgangs er einfaldlega líklegra til þess að vera stefnulaust í stórsjó óvissunnar. Fólk hefur minni áhuga að vinna fyrir slík félög, að versla við þau eða þá að fjárfesta í þeim.
Þrátt fyrir óróleika á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum, héldust hlutföll virðis á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði og V/H hlutfall stöðug fyrir Úrvalsvísitöluna í apríl og maí.
Ein af grundvallarreglum EES-samningsins er réttur ríkisborgara EES-ríkja til frjálsrar farar og dvalar í öðru EES-ríki. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að ríkisborgarar frá landi utan EES („ríkisborgarar þriðja ríkis“) geta einnig fallið undir gildissvið EES-samningsins og átt rétt til frjálsrar farar og dvalar í öðru EES-ríki.
Það sem erfitt er að skilja fyrir flesta er hraðinn sem þróunin er á. Við höfum aldrei verið sérstaklega góð í að skilja stigvaxandi líkön eða veldisvöxt. Það sem hefur verið að gerast er að reiknigeta gervigreindarinnar hefur liðlega tífaldast á ári síðustu tíu árin. Það er ekki hundraðföldun eins og margir myndu kannski halda, heldur tíu í tíunda veldi eða tíu þúsund milljón sinnum hraðar en áður. Þetta er hröðun á tækni sem við höfum aldrei áður séð í mannkynssögunni.
Við þurfum að vera heiðarleg í breytingaræðunni. Staðreyndin er að nánast ekkert íslenskt fyrirtæki hefur sýnt fram á gríðarlegt hagræði og aukna arðsemi á grunni gervigreindar. Okkur finnst öllum samt gaman að teikna japanskar Ghibli teiknimyndir með ChatGPT.
Samanlagður hagnaður 24 félaga á Aðalmarkaði í Kauphöllinni minnkaði lítillega á liðnu fjárhagsári og var arðsemi eigin fjár aðeins rétt yfir meginvöxtum Seðlabankans á tímabilinu, samkvæmt greiningu Jóns Gunnars Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Bankasýslunnar, á afkomu fyrirtækjanna. Sé aðeins litið til skráðra atvinnufyrirtækja þá sýna niðurstöður uppgjöra félaganna hverfandi tekjuvöxt milli ára á sama tíma og það er þrýstingur á framlegð hjá þeim.
Með Trump varð sú grundvallarbreyting á stefnu Bandaríkjanna að upp kom óvissa um hvort Úkraína nyti yfir höfuð stuðnings þeirra gegn Rússum. Einnig varð til óvissa um afstöðu Bandaríkjanna til Rússlands og Pútín-stjórnarinnar. Markmiðið virtist allt að því vera að vingast við Pútín á kostnað Úkraínu. Standa með andstæðingi NATO á örlagatímum í Evrópu.
Það sem Drucker hefði kannski átt að segja, eða við að hafa ranglega eftir honum, er að: Ef þú skilur ekki hvað þú ert að mæla, þá getur þú ekki stýrt því. Gallaður mælikvarði er ekki betri en enginn mælikvarði heldur getur hann einmitt leitt til þess að fyrirtæki og samfélag fari í þveröfuga átt en þau hefðu betur farið til að tryggja framþróun og árangur.
Samkvæmt nýlegum úrskurðum yfirskattanefndar og fjármála- og efnahagsráuneytisins er ljóst að þessi framkvæmd ríkisskattstjóra er án lagaheimildar, og sýna þeir jafnframt mikilvægi þess að stigið sé varlega til jarðar þegar breyta á framkvæmd með íþyngjandi hætti fyrir skattaðila. Það verður að teljast varhugavert að stjórnsýsluframkvæmd sé breytt með slíkum íþyngjandi hætti á grunni einhliða ákvörðunar eftirlitsaðila og án lagabreytinga.
Sagan kennir okkur stöðugt að við erum léleg í að spá. Við getum í raun ekki spáð af neinu viti. Í gegnum tíðina gerast stöðugt atburðir sem við áttum ekki von á og við þurfum að bregðast við. Línulegar spár um afkomu fyrirtækja eru eiginlega alltaf úreldar um leið og þær eru gerðar.
Það er freistandi að tala um Trump sem einhvers konar pólitískan frumkvöðul sem er undir áhrifum Schumpeters og er að umbreyta hinu pólitíska landslagi. Með þessum aðgerðum er hins vegar ekki verið að ýta undir alþjóðaviðskipti eða nýsköpun eins og flestir frumkvöðlar myndu styðja heldur verið að gera efnahagslega tilraun sem gæti mulið grunninn undan kapítalismanum.
Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands halda ekki aftur af hækkun húsnæðisliðar í vísitölu. Hækkun vaxta dregur úr kaupum launafólks á fasteignum, sem fer í staðinn á leigumarkað þar sem þrýstingur myndast og leiguverð hækkar með tilheyrandi áhrifum á húsnæðislið verðbólgunnar. Skortur á lóðum til uppbyggingar húsnæðis viðheldur háum vöxtum.
Á síðustu 15 árum hafa aðgerðir og aðgerðarleysi yfirvalda torveldað venjulegu fólki að eignast húsnæði. Markmið yfirvalda hefur ekki verið að þrengja að möguleikum fólks til að eignast þak yfir höfuðið heldur hafa önnur markmið ráðið för án þess að huga að áhrifum þeirra á húsnæðismarkaðinn. Með því að herða útlánareglur til íbúðakaupa, takmarka lóðaúthlutanir og þyngja regluverk skipulagsmála er svo komið að sveitarfélög ráða ekki við að uppfylla skyldur sínar um að tryggja nægt framboð á húsnæði. Þessi staða hefur skapað íbúðaskort og hækkað verð fasteigna langt umfram annað verðlag, sem síðan ýtir upp vöxtum á íbúðlánum. Afleiðingin er að íbúðaskortur eykst, húsnæðisliður viðheldur hárri verðbólgu og launafólk ræður ekki við að kaupa sína fyrstu eign.
Hlutfall virðis Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands (OMXI15) á móti hagsveifluleiðréttum raunhagnaði og hefðbundið V/H hlutfall lækkuðu bæði í mars.
Stöðugleikamyntir eru ekki aðeins fyrir tækninörda eða rafmyntafjárfesta. Þær eru í raun merki um stærri breytingar í fjármálaumhverfi heimsins, breytingar sem gerast nú hratt og fá lagalegan stuðning í stærstu hagkerfum heims.
Að undanförnu hafa margir þurft að dusta rykið af bókum um hernaðarlist. Óvissan sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir hefur sennilega aldrei verið meiri. Stríðsyfirlýsingar hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptum verða algengari og þar sem áður var samkomulag og samvinna er nú vantraust og óvinátta.
Nú þegar áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ólögmætt verðsamráð Eimskipa og Samskipa velta eflaust margir viðskiptavina félaganna fyrir sér hvort unnt sé að sækja skaðabætur til þeirra vegna þessarar ólögmætu háttsemi.
Evrópu mun væntanlega stafa ógn af Rússum um ófyrirsjáanlega framtíð. Hver framvinda mála verður í Bandaríkjunum er erfiðara að spá um. Íslensk stjórnvöld og almenningur þurfa að vera við öllu búin og ræða um öryggishagsmuni landsins af yfirvegun en ekki fyrirframgefinni afstöðu manna til álitamála sem nú hafa gjörbreyst.
Reglulega kemur upp umræða um áhrif af lækkun hins svokallaða bankaskatts á skuldir fjármálafyrirtækja sem tók gildi árið 2020. Spurt hefur verið hvort að sú lækkun hafi skilað sér til viðskiptavina bankanna og þá að hve miklu leyti.