Skiluðu hagnaði á kosningaári Framsóknarflokkurinn skilaði tæpum áttatíu milljón krónum í hagnað árið 2024. Ársreikningur þeirra fyrir árið hefur verið samþykktur og birtur á vef Ríkisendurskoðunar. Innlent 24.12.2025 14:27
Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta. Innlent 24.12.2025 07:30
Mikilvægi björgunarsveitanna Við erum einstaklega lánsöm hér á landi að njóta öflugra björgunarsveita um land allt. Björgunarsveitirnar eru bornar uppi af sjálfboðaliðum og með stuðningi almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Ég sé ekki hvernig samfélagið myndi standa að jafn öflugum neyðaraðgerðarflota og við búum yfir án þeirra. Skoðun 24.12.2025 07:00
Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið. Innlent 23. desember 2025 09:11
Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli. Innlent 22. desember 2025 20:42
Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast og eykst um tæp tvö prósentustig milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent. Innlent 22. desember 2025 18:30
Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. Innlent 22. desember 2025 17:08
Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um lagareldi ásamt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Innlent 22. desember 2025 13:32
Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 22. desember 2025 10:17
Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Svo virðist sem Guðmundur Ingi Kristinsson hafi ekki í hyggju að snúa aftur í mennta- og barnamálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki í bráð. Því er nú rétti tíminn til að Ásthildur Lóa Þórsdóttir taki aftur við því. Skoðun 22. desember 2025 07:46
Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf. Innlent 22. desember 2025 06:47
Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur aftur lagt fram tillögu um stofnun hverfislögreglustöðvar í Breiðholti. Hann segir ákall íbúa eftir slíkri stöð verða sífellt háværari. Innlent 21. desember 2025 18:51
Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Dómsmálaráðherra segist ekki ætla skoða mál starfsmanns Útlendingastofnunar sem deildi nöfnum skjólstæðinga á samfélagsmiðlum nánar. Hún muni ekki beita sér í málinu. Hún segir málið ekki gott ef satt reynist og að hún líti háttsemina alvarlegum augum. Innlent 21. desember 2025 15:45
„Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir að mál starfsmanns Útlendingastofnunar, sem deildi nöfnum skjólstæðinga sinna og stærði sig af því að hafa synjað fólki um landvistarleyfi, verði að hafa afleiðingar. Útlendingastofnun þurfi að sýna það út á við að þeim sé treystandi til að vinna verkefni sín af fagmennsku. Innlent 21. desember 2025 14:46
„Þetta er bara ljótt“ Deildar meiningar eru um kynnta aðgerðaráætlun Loga Más Einarssonar menningarráðherra á fjölmiðlamarkaði. Sjálfur segir Logi aðgerðirnar skýrar, fjármagnaðar og til þess gerðar að efla lýðræðið í landinu en Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður segir aðgerðirnar þunnt kaffi. Innlent 21. desember 2025 12:31
Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Heilbrigðisráðherra hyggst skýra það hvenær heilbrigðisstarfsmenn eru undanþegnir þagnarskyldu. Helstu málsaðilar verða kallaðir á fund ráðherra og næstu skref metin. Innlent 21. desember 2025 12:07
Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, er farinn í tímabundið fæðingarorlof. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leysa Eyjólf af á meðan. Innlent 21. desember 2025 10:27
„En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að neita því að skakkaföll hafi orðið á atvinnulífinu hér á landi að undanförnu. Borið hafi á úrtöluröddum sem nýti hvert tækifæri við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að skipta um stefnu og að þrýst hafi verið á stjórnarmeirihlutann til að falla frá erfiðum ákvörðunum. Innlent 21. desember 2025 08:57
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur, sem reyndar á árs afmæli í dag, er meðal áhersluatriða að fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Í heilbrigðisráðuneytinu hefur á árinu verið unnið með margvíslegum hætti að málefnum sem tengjast fíknivanda. Sérfræðingum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga sem og öllum samstarfsaðilum eru færðar þakkir fyrir frábært starf og samstarf á árinu. Skoðun 21. desember 2025 08:31
Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Skoðun 21. desember 2025 07:31
Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Innlent 21. desember 2025 07:01
Bindur vonir við Vor til vinstri Fráfarandi formaður Vinstri grænna vonar að vinstri flokkum í Reykjavík takist að stilla saman strengi undir framboðinu Vor til vinstri. Sjálf er hún að yfirgefa hið pólitíska svið eftir tuttugu ár í stjórnmálum. Undanfarið hefur hún verið að skrifa og hugsar sér jafnvel að gefa út bók enda þurfi að halda ýmsu til haga, eins og hún orðar það. Innlent 20. desember 2025 19:29
„Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. Innlent 20. desember 2025 16:04
„Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims segir veiðirétt íslensks sjávarútvegs á makríl samkvæmt nýju samkomulagi ekki langt frá vonum sínum. Viðbúið hafi verið að 16,5 prósent hlutur Íslands af heildarmakrílkvótanum væri ekki raunhæfur. Innlent 20. desember 2025 15:18