Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun