Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun