Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 08:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, skjóta saman nefjum í sjónvarpssal í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Hlutfall kvenna í borgarstjórn jókst verulega eftir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þá náðu fimmtán konur kjöri sem borgarfulltrúar en átta karlar. Konur voru þannig 65,2% borgarfulltrúa. Þær höfðu verið sjö af fimmtán fulltrúum kjörtímabilið 2014-2018, 46,7% fulltrúa. Vegna veikinda Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa konurnar verið sextán í borgarstjórn en Jórunn Pála Jónasdóttir hefur leyst hann af frá því í fyrra. Eftir kosningarnar í gær verða konur 56,6% borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í nýrri borgarstjórn með sex fulltrúa en kynjahlutföll eru jöfn á meðal borgarfulltrúa hans. Þær Hildur Björnsdóttir og Ragna Alda María Vilhjálmsdóttir skipuðu tvö efstu sæti framboðslistan en auk þeirra náði Marta Guðjónsdóttir kjöri. Hjá Samfylkingunni eru tveir af fimm borgarfulltrúum konur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf. Tveir af fjórum borgarfulltrúum Framsóknar eru konur, þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Tveir af þremur fulltrúum Pírata eru konur, oddvitinn Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sem hefur verið forseti borgarstjórnar. Annar tveggja borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins er Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einu borgarfulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna eru konur, þær Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir. Af öðrum stærstu sveitarfélögum landsins eru konur í meirihluta í Kópavogi (sjö af ellefu bæjarfulltrúum), Reykjanesbæ (sjö af ellefu), Garðabæ (sex af ellefu) og Mosfellsbæ (sjö af ellefu). Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Hlutfall kvenna í borgarstjórn jókst verulega eftir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þá náðu fimmtán konur kjöri sem borgarfulltrúar en átta karlar. Konur voru þannig 65,2% borgarfulltrúa. Þær höfðu verið sjö af fimmtán fulltrúum kjörtímabilið 2014-2018, 46,7% fulltrúa. Vegna veikinda Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa konurnar verið sextán í borgarstjórn en Jórunn Pála Jónasdóttir hefur leyst hann af frá því í fyrra. Eftir kosningarnar í gær verða konur 56,6% borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í nýrri borgarstjórn með sex fulltrúa en kynjahlutföll eru jöfn á meðal borgarfulltrúa hans. Þær Hildur Björnsdóttir og Ragna Alda María Vilhjálmsdóttir skipuðu tvö efstu sæti framboðslistan en auk þeirra náði Marta Guðjónsdóttir kjöri. Hjá Samfylkingunni eru tveir af fimm borgarfulltrúum konur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf. Tveir af fjórum borgarfulltrúum Framsóknar eru konur, þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Tveir af þremur fulltrúum Pírata eru konur, oddvitinn Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sem hefur verið forseti borgarstjórnar. Annar tveggja borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins er Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einu borgarfulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna eru konur, þær Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir. Af öðrum stærstu sveitarfélögum landsins eru konur í meirihluta í Kópavogi (sjö af ellefu bæjarfulltrúum), Reykjanesbæ (sjö af ellefu), Garðabæ (sex af ellefu) og Mosfellsbæ (sjö af ellefu).
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39