Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og hótanir í Reykjanesbæ í júní síðastliðnum. Fórnarlambið var karlmaður á sjötugsaldri en krafist er miskabóta upp á fimmtu milljón króna fyrir hönd hans. Innlent 26.11.2025 06:45 Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd. Innlent 26.11.2025 06:45 Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Innlent 25.11.2025 23:56 Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja. Innlent 25.11.2025 23:18 Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn. Innlent 25.11.2025 23:15 Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Innlent 25.11.2025 21:39 Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Ljósaganga UN Women var gengin í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári. Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, hélt áhrifaríka ræðu fyrir gönguna. Innlent 25.11.2025 21:37 Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Vesturverk stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar á Ströndum næsta vor eftir að Hæstiréttur hafnaði kröfu virkjunarandstæðinga um að jörðin Drangavík ætti hluta af vatnasviði virkjunarinnar. Fleiri kærumál eru hins vegar í gangi. Innlent 25.11.2025 21:10 Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Ólögráða drengur á suðvesturhorninu hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart stúlku með því að hafa í tvígang samræði við fjórtán ára stúlku. Innlent 25.11.2025 21:00 Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. Innlent 25.11.2025 20:27 Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni. Innlent 25.11.2025 20:02 Foráttuveður í kortunum Á fimmtudag mega íbúar á Suðaustur- og Austurlandi búast við miklu hvassiðri og snjókomu. Þá er stormi spáð við suðurströnd landsins, en útlitið er skárra fyrir Norðausturland og „ekkert ægilega slæmt“ fyrir vestanvert landið. Innlent 25.11.2025 19:54 Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sérfræðimenntaður læknir hefur ekki fengið starfsleyfi í sinni starfsgrein eftir fimm mánaða bið. Hún segir engin svör að fá frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Framkvæmdastjóri lækninga segir vandamál í uppsiglingu enda skortur á sérgreinalæknum. Innlent 25.11.2025 19:03 Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni. Innlent 25.11.2025 18:02 Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Félagið Eyjagöng ehf. hefur verið stofnað til að leiða jarðrannsóknir milli lands og Heimaeyjar vegna mögulegrar jarðgangagerðar. Forsvarsmaður verkefnisins segist hafa fengið góðar undirtektir frá bæði fyrirtækjum og sveitarfélögum vegna verkefnisins. Innlent 25.11.2025 17:57 Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25.11.2025 16:05 Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra. Innlent 25.11.2025 15:03 Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Matvælastofnun hefur hafið rannókn eftir að tilkynning barst frá Kaldvík á þriðjudaginn fyrir viku um þrjú göt á nótarpoka einnar kvíar á eldissvæðinu Hafranesi í Reyðarfirði. Innlent 25.11.2025 14:57 Ekið á barn á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum leitar upplýsinga eftir að ekið var á barn á Ísafirði eftir hádegi í dag. Barnið sem ekið var á er sagt vera á aldrinum sex til níu ára en barnið gekk af vettvangi eftir að hafa orðið fyrir ökutæki. Lögregla leitar að vitnum sem kynnu að hafa séð þegar ekið var á barnið og reynir að komast að því hvaða barn var þar á ferðinni. Innlent 25.11.2025 14:46 Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins. Innlent 25.11.2025 14:38 Treystir á að Norðurál borgi Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Innlent 25.11.2025 14:16 Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins. Innlent 25.11.2025 13:48 Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en hún tók við í apríl síðastliðnum. Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri, sá þriðji frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Innlent 25.11.2025 13:06 Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Innlent 25.11.2025 12:51 Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf. Innlent 25.11.2025 12:32 Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Í hádegisfréttum verður rætt við borgarstjórann í Reykjavík og forstjóra Orkuveitunnar um stöðuna á Grundartanga. Innlent 25.11.2025 11:40 Ítalski baróninn lagði landeigendur Hæstiréttur staðfesti í gær landamerki jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi gagnvart jörðunum Engjanesi, Ófeigsfirði og Laugalandi í máli eigenda Drangavíkur á hendur ítalska baróninum Felix von Longo-Liebenstein, eiganda Engjaness, og fleirum, sem fóru með sigur af hólmi á öllum dómstigum. Tveir af fimm dómurum í málinu skiluðu sératkvæði og töldu að fallast hefði átt á kröfur eigenda Drangavíkur í öllu verulegu. Innlent 25.11.2025 11:31 Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. Innlent 25.11.2025 10:40 Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Í dag hefst árleg sextán daga herferð Un Women gegn kynbundnu ofbeldi. Framkvæmdastýra UN Women segir konur hvergi öruggar. Menn noti jafnvel heimilistæki eins og ryksugur til að beita ofbeldi. Hún kallar eftir betri löggjöf um stafrænt ofbeldi og samfélagslegum sáttmála um netnotkun barna. Ólafar Töru og baráttu hennar verður minnst í ljósagöngunni sem fer fram síðdegis í dag. Innlent 25.11.2025 09:05 Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli. Innlent 25.11.2025 09:03 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og hótanir í Reykjanesbæ í júní síðastliðnum. Fórnarlambið var karlmaður á sjötugsaldri en krafist er miskabóta upp á fimmtu milljón króna fyrir hönd hans. Innlent 26.11.2025 06:45
Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd. Innlent 26.11.2025 06:45
Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Innlent 25.11.2025 23:56
Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja. Innlent 25.11.2025 23:18
Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn. Innlent 25.11.2025 23:15
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Innlent 25.11.2025 21:39
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Ljósaganga UN Women var gengin í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári. Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, hélt áhrifaríka ræðu fyrir gönguna. Innlent 25.11.2025 21:37
Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Vesturverk stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar á Ströndum næsta vor eftir að Hæstiréttur hafnaði kröfu virkjunarandstæðinga um að jörðin Drangavík ætti hluta af vatnasviði virkjunarinnar. Fleiri kærumál eru hins vegar í gangi. Innlent 25.11.2025 21:10
Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Ólögráða drengur á suðvesturhorninu hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart stúlku með því að hafa í tvígang samræði við fjórtán ára stúlku. Innlent 25.11.2025 21:00
Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. Innlent 25.11.2025 20:27
Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni. Innlent 25.11.2025 20:02
Foráttuveður í kortunum Á fimmtudag mega íbúar á Suðaustur- og Austurlandi búast við miklu hvassiðri og snjókomu. Þá er stormi spáð við suðurströnd landsins, en útlitið er skárra fyrir Norðausturland og „ekkert ægilega slæmt“ fyrir vestanvert landið. Innlent 25.11.2025 19:54
Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sérfræðimenntaður læknir hefur ekki fengið starfsleyfi í sinni starfsgrein eftir fimm mánaða bið. Hún segir engin svör að fá frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Framkvæmdastjóri lækninga segir vandamál í uppsiglingu enda skortur á sérgreinalæknum. Innlent 25.11.2025 19:03
Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stórfelld fíkniefnamál í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði eru orðin jafn mörg og samanlagður málafjöldi síðustu fimm árin þar á undan. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir öll málin talin tengjast skipulagri brotastarfsemi. Þróunin sé áhyggjuefni. Innlent 25.11.2025 18:02
Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Félagið Eyjagöng ehf. hefur verið stofnað til að leiða jarðrannsóknir milli lands og Heimaeyjar vegna mögulegrar jarðgangagerðar. Forsvarsmaður verkefnisins segist hafa fengið góðar undirtektir frá bæði fyrirtækjum og sveitarfélögum vegna verkefnisins. Innlent 25.11.2025 17:57
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25.11.2025 16:05
Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra. Innlent 25.11.2025 15:03
Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Matvælastofnun hefur hafið rannókn eftir að tilkynning barst frá Kaldvík á þriðjudaginn fyrir viku um þrjú göt á nótarpoka einnar kvíar á eldissvæðinu Hafranesi í Reyðarfirði. Innlent 25.11.2025 14:57
Ekið á barn á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum leitar upplýsinga eftir að ekið var á barn á Ísafirði eftir hádegi í dag. Barnið sem ekið var á er sagt vera á aldrinum sex til níu ára en barnið gekk af vettvangi eftir að hafa orðið fyrir ökutæki. Lögregla leitar að vitnum sem kynnu að hafa séð þegar ekið var á barnið og reynir að komast að því hvaða barn var þar á ferðinni. Innlent 25.11.2025 14:46
Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins. Innlent 25.11.2025 14:38
Treystir á að Norðurál borgi Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Innlent 25.11.2025 14:16
Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins. Innlent 25.11.2025 13:48
Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en hún tók við í apríl síðastliðnum. Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri, sá þriðji frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. Innlent 25.11.2025 13:06
Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Innlent 25.11.2025 12:51
Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf. Innlent 25.11.2025 12:32
Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Í hádegisfréttum verður rætt við borgarstjórann í Reykjavík og forstjóra Orkuveitunnar um stöðuna á Grundartanga. Innlent 25.11.2025 11:40
Ítalski baróninn lagði landeigendur Hæstiréttur staðfesti í gær landamerki jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi gagnvart jörðunum Engjanesi, Ófeigsfirði og Laugalandi í máli eigenda Drangavíkur á hendur ítalska baróninum Felix von Longo-Liebenstein, eiganda Engjaness, og fleirum, sem fóru með sigur af hólmi á öllum dómstigum. Tveir af fimm dómurum í málinu skiluðu sératkvæði og töldu að fallast hefði átt á kröfur eigenda Drangavíkur í öllu verulegu. Innlent 25.11.2025 11:31
Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Undirskriftir 2.729 einstaklinga til stuðnings Fjarðarheiðargöngum milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar hafa verið sendar rafrænt til samgönguyfirvalda. Keppni í söfnun undirskrifta milli stuðningshópa tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi heldur áfram á netinu en tólf dagar eru frá því innviðaráðherra voru afhentar 2.133 undirskriftir til stuðnings Fjarðagöngum, tvennum göngum milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð. Innlent 25.11.2025 10:40
Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Í dag hefst árleg sextán daga herferð Un Women gegn kynbundnu ofbeldi. Framkvæmdastýra UN Women segir konur hvergi öruggar. Menn noti jafnvel heimilistæki eins og ryksugur til að beita ofbeldi. Hún kallar eftir betri löggjöf um stafrænt ofbeldi og samfélagslegum sáttmála um netnotkun barna. Ólafar Töru og baráttu hennar verður minnst í ljósagöngunni sem fer fram síðdegis í dag. Innlent 25.11.2025 09:05
Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli. Innlent 25.11.2025 09:03