Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 08:51 Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Frambjóðendurnir voru á sitthvorri stöðinni á sama tíma en hér má lesa umfjöllun Vísis um kosningafundina. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Var lagt til að þær færu fram í gegnum netið en Trump neitaði því. New York Times greinir frá því að rúmlega 15 milljónir horfðu á Biden á meðan 13,5 milljónir áhorfenda fylgdust með Trump samkvæmt gögnum frá fyrirtækinu Nielsen. Má ætla að það komi illa við forsetann, sem hefur löngum hreykt sér af áhorfendatölum og vinsældum sínum í sjónvarpi. Áhorfsmunurinn þykir enn áhugaverðari í ljósi þess að viðtal Trump var sýnt á þremur sjónvarpsstöðvum, en það var á vegum NBC. Það var einnig sýnt samtímis á MSNBC og CNBV á meðan viðtal Biden var aðeins sýnt á ABC. Samkvæmt áhorfstölunum fjölgaði áhorfendum á viðtal Biden statt og stöðugt og fór áhorfendafjöldinn upp í 16,7 milljónir að meðaltali síðasta hálftímann eftir að viðtalinu við Trump lauk. Þó hafi það ekki haft áhrif á meðaláhorf og hefði áhorfendafjöldi Biden verið meiri þrátt fyrir þennan auka hálftíma. Forsvarsmenn NBC voru harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Með því væru þau ekki að gera kjósendum greiða og greindi CNN frá því að starfsmenn NBC News væru verulega ósáttir við ákvörðun stöðvarinnar. Í færslu á Twitter-síðu sinni sagðist forsetinn hafa fengið góð viðbrögð við viðtalinu og þakkaði stuðningsmönnum sínum. Very good reviews on last night’s @NBCNews Town Hall in Miami. Thank you!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2020 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47 Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Frambjóðendurnir voru á sitthvorri stöðinni á sama tíma en hér má lesa umfjöllun Vísis um kosningafundina. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Var lagt til að þær færu fram í gegnum netið en Trump neitaði því. New York Times greinir frá því að rúmlega 15 milljónir horfðu á Biden á meðan 13,5 milljónir áhorfenda fylgdust með Trump samkvæmt gögnum frá fyrirtækinu Nielsen. Má ætla að það komi illa við forsetann, sem hefur löngum hreykt sér af áhorfendatölum og vinsældum sínum í sjónvarpi. Áhorfsmunurinn þykir enn áhugaverðari í ljósi þess að viðtal Trump var sýnt á þremur sjónvarpsstöðvum, en það var á vegum NBC. Það var einnig sýnt samtímis á MSNBC og CNBV á meðan viðtal Biden var aðeins sýnt á ABC. Samkvæmt áhorfstölunum fjölgaði áhorfendum á viðtal Biden statt og stöðugt og fór áhorfendafjöldinn upp í 16,7 milljónir að meðaltali síðasta hálftímann eftir að viðtalinu við Trump lauk. Þó hafi það ekki haft áhrif á meðaláhorf og hefði áhorfendafjöldi Biden verið meiri þrátt fyrir þennan auka hálftíma. Forsvarsmenn NBC voru harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Með því væru þau ekki að gera kjósendum greiða og greindi CNN frá því að starfsmenn NBC News væru verulega ósáttir við ákvörðun stöðvarinnar. Í færslu á Twitter-síðu sinni sagðist forsetinn hafa fengið góð viðbrögð við viðtalinu og þakkaði stuðningsmönnum sínum. Very good reviews on last night’s @NBCNews Town Hall in Miami. Thank you!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2020
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47 Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47
Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01
Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila