Innlent

Minnir á hvernig Hitler komst til valda

Agnar Már Másson skrifar
Hanna Katrín birti samhengislaust færslu um hvernig Adolf Hitler varð kanslari Þýskalands.
Hanna Katrín birti samhengislaust færslu um hvernig Adolf Hitler varð kanslari Þýskalands. Vísir/Lýður Valberg

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún minnir á hvernig Adolf Hitler komst til valda á sínum tíma.

„Hitler varð kanslari Þýskalands árið 1933. Sex árum síðar réðst hann inn í Pólland og önnur heimsstyrjöld braust út,“ skrifar Hanna Katrín í færslu sem birtist á einkasíðu hennar á Facebook í gærkvöldi, laugardag. 

Færslan er eingöngu sýnileg vinum Hönnu Katrínar á miðlinum en þar vísar hún í samantekt af vísindavefnum um það hvernig Hitler komst til valda, eða eins og ráðherrann orðar það: 

„[H] vernig lýðræðisríki breyttist í einræðisríki á stuttum tíma með gríðarlegum hörmungum fyrir heimsbyggðina.“

Færsla á einkavegg Hönnu Katrínar Friðriksson ráðherra á Facebook sem birtist að kvöldi 17. janúar.Skjáskot/Aðsent

Ekki ljóst hvert samhengi færslunnar er en á undan þessari færslu á einkavegg hafði Hanna degi fyrr deilt frétt Mannlífs sem fjallaði um það hvernig ríkir bandamenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefðu fjárhagslega hagsmuni af því að Bandaríkin innlimuðu Grænland. „No shit, Sherlock,“ skrifaði hún við þá færslu á einkavegg sínum.

Færsla Hönnu Katrínar frá því á föstudag.Aðsend

Ekki náðist í Hönnu Katrínu við gerð fréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×