Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Agnar Már Másson skrifar 17. janúar 2026 23:24 Von der Leyen og Trump tókust í hendur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi, sem er í eigu Trump, þar sem samningurinn var undirritaður í sumar. AP Verslunarsamningur Banndaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland. Evrópuleiðtogar stilla nú saman strengi til þess að bregðast við hótunum Trumps, sem tilkynnti í dag að hann hygðist leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Finnlandi og Þýskalandi frá og með 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi. Öll eiga þessi átta lönd það sameiginlegt að hafa sent hermenn til Grænlands á hernaðaræfingu. Að óbreyttu myndu tollarnir hækka í 25 prósent hinn 1. júní, bætti Trump við í færslu sinni í morgun. Í ljósi þessara hótana Trumps er útlit fyrir að Evrópusambandið muni í bili ekki staðfesta viðskiptasamning ESB og Bandaríkjanna sem átti að binda enda á tollastríð Bandaríkjaforsetans og Evrópusambandsins. Leiðtogar á Evrópuþinginu hafa hver á fætur öðrum lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn. Samningurinn undirritaður var af Trump og Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Turnberry í Skotlandi í júní. Forsetinn hampaði samningnum sem þeim „stærsta í sögunni“ en hann þar hafði Evrópusambandið lofað að verja 750 milljörðum Bandaríkjadala í bandaríska orku og 600 milljörðum aukalega í fjárfestingar á bandarískum markaði. Manfred Weber, formaður kristilegra Demókrata í EPP sem er stærsta flokkahópsins á Evrópuþinginu, lýsti því yfir í dag að vegna hótana Trump vildi flokkurinn ekki samþykkja verslunarsamning sem ESB og Bandaríkjastjórn komust að síðasta sumar. Samkomulagið er vissulega þegar umdeilt á þinginu þar sem það þótti halla á Evrópumenn enda kveður það á um 15 prósenta toll á langflestar evrópskar útflutningsvörur, en ákveðnar bandarískar útflutningsvörur til Evrópu sluppu hins vegar við toll, sem var nýlunda. „EPP er í raun fylgjandi viðskiptasamningnum, en í ljósi hótana Donalds Trumps í garð Grænlands getum við ekki lengur samþykkt hann. Gera verður hlé á núllprósenta tolli á bandarískar vörur,“ skrifaði Weber úr EPP í færslu á X í dag, en íhaldsfylking hans er stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu. Kathleen Van Brempt, varaforseti fylkingar sósíaldemókrata, sem er næststærti flokkahópurinn, hefur einnig gefið út að viðskiptasamningurinn verði ekki staðfestur undir þessum kringumstæðum, samkvæmt umfjöllun Guardian. Valérie Hayer, formaður flokksins Endurnýjum Evrópu, fylkingar frjálslyndra mið-hægri manna, tekur undir og segir hótnair Trumps vera óásættanlegar. „Fyrir vikið getur Endurnýjum Evrópu ekki kosið með Turnberry-verslunarsamningi ESB og Bandaríkjanna.“ Á sama tíma er fjöldi flokkahópa í minnihluta á þinginu sem ekki styður samningin yfir höfuð og því má ráða að hann fái ekki samþykki en til stóð að greiða atkvæði um samninginn 26. janúar. Á morgun, sunnudag, hefur verið boðað til aukafundar í ráði Evrópusambandsins klukkan 17 vegna hótana Bandaríkjaforseta. Grænland Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Evrópuleiðtogar stilla nú saman strengi til þess að bregðast við hótunum Trumps, sem tilkynnti í dag að hann hygðist leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Finnlandi og Þýskalandi frá og með 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi. Öll eiga þessi átta lönd það sameiginlegt að hafa sent hermenn til Grænlands á hernaðaræfingu. Að óbreyttu myndu tollarnir hækka í 25 prósent hinn 1. júní, bætti Trump við í færslu sinni í morgun. Í ljósi þessara hótana Trumps er útlit fyrir að Evrópusambandið muni í bili ekki staðfesta viðskiptasamning ESB og Bandaríkjanna sem átti að binda enda á tollastríð Bandaríkjaforsetans og Evrópusambandsins. Leiðtogar á Evrópuþinginu hafa hver á fætur öðrum lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja samninginn. Samningurinn undirritaður var af Trump og Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Turnberry í Skotlandi í júní. Forsetinn hampaði samningnum sem þeim „stærsta í sögunni“ en hann þar hafði Evrópusambandið lofað að verja 750 milljörðum Bandaríkjadala í bandaríska orku og 600 milljörðum aukalega í fjárfestingar á bandarískum markaði. Manfred Weber, formaður kristilegra Demókrata í EPP sem er stærsta flokkahópsins á Evrópuþinginu, lýsti því yfir í dag að vegna hótana Trump vildi flokkurinn ekki samþykkja verslunarsamning sem ESB og Bandaríkjastjórn komust að síðasta sumar. Samkomulagið er vissulega þegar umdeilt á þinginu þar sem það þótti halla á Evrópumenn enda kveður það á um 15 prósenta toll á langflestar evrópskar útflutningsvörur, en ákveðnar bandarískar útflutningsvörur til Evrópu sluppu hins vegar við toll, sem var nýlunda. „EPP er í raun fylgjandi viðskiptasamningnum, en í ljósi hótana Donalds Trumps í garð Grænlands getum við ekki lengur samþykkt hann. Gera verður hlé á núllprósenta tolli á bandarískar vörur,“ skrifaði Weber úr EPP í færslu á X í dag, en íhaldsfylking hans er stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu. Kathleen Van Brempt, varaforseti fylkingar sósíaldemókrata, sem er næststærti flokkahópurinn, hefur einnig gefið út að viðskiptasamningurinn verði ekki staðfestur undir þessum kringumstæðum, samkvæmt umfjöllun Guardian. Valérie Hayer, formaður flokksins Endurnýjum Evrópu, fylkingar frjálslyndra mið-hægri manna, tekur undir og segir hótnair Trumps vera óásættanlegar. „Fyrir vikið getur Endurnýjum Evrópu ekki kosið með Turnberry-verslunarsamningi ESB og Bandaríkjanna.“ Á sama tíma er fjöldi flokkahópa í minnihluta á þinginu sem ekki styður samningin yfir höfuð og því má ráða að hann fái ekki samþykki en til stóð að greiða atkvæði um samninginn 26. janúar. Á morgun, sunnudag, hefur verið boðað til aukafundar í ráði Evrópusambandsins klukkan 17 vegna hótana Bandaríkjaforseta.
Grænland Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila