Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas. Erlent 9.8.2025 18:38
Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. Erlent 9.8.2025 14:31
Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Aserar og Armenar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að koma á varanlegum friði eftir blóðug átök sem staðið hafa yfir með hléum frá upplausn Sovétríkjanna. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington í dag og með milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 9.8.2025 00:05
Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent 8.8.2025 21:27
Neitar að hitta Pútín án Selenskís Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður þeirrar skoðunar að hann muni ekki funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, án þess að Pútín hitti einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Pútín sjálfur sagði í dag að það kæmi ekki til greina en nokkur óvissa ríkir um mögulegan fund Pútíns og Trumps. Erlent 7. ágúst 2025 16:29
Fúlsaði við þriggja forseta fundi Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. Erlent 7. ágúst 2025 10:11
Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mikinn áhuga á Ólympíuleikunum og hann vill taka þátt í að gera næstu sumerólympíuleika að frábærum og vel heppnuðum leikum. Sport 7. ágúst 2025 07:31
Trump-tollarnir hafa tekið gildi Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 7. ágúst 2025 06:40
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 6. ágúst 2025 21:05
Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Prófessor í smitsjúkdómalækningum segir ákvörðun heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um að rifta samningum um þróun mRNA-bóluefna vera slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Hún muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar. Vagga vísindalegrar þekkingar sé að leggja upp laupana. Innlent 6. ágúst 2025 19:33
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Erlent 6. ágúst 2025 16:12
Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Tilraun Repúblikana til að gjörbreyta kjördæmum Texas, að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til að styrkja stöðu flokksins í ríkinu gæti haft miklar afleiðingar. Víða í ríkjum Bandaríkjanna, hvort sem þeim er stjórnað af Repúblikönum eða Demókrötum, er til skoðunar að grípa til sambærilegra aðgerða. Erlent 6. ágúst 2025 15:32
Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Viðskipti innlent 6. ágúst 2025 13:15
Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans. Erlent 6. ágúst 2025 11:12
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. Erlent 6. ágúst 2025 06:44
Boðar fund um tolla Trumps og ESB Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Innlent 5. ágúst 2025 16:06
Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Innlent 5. ágúst 2025 12:05
Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Þingmenn Repúblikanaflokksins í Texas samþykktu í gær að gefnar yrðu út handtökuskipanir á hendur kollegum þeirra úr Demókrataflokknum, sem þeir saka um að hafa flúið ríkið til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Erlent 5. ágúst 2025 06:39
Bolsonaro í stofufangelsi Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Erlent 4. ágúst 2025 22:25
„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. Innlent 4. ágúst 2025 19:22
Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Donald Trump Bandaríkjaforseti segist elska auglýsingaherferð American Eagle með Sydney Sweeney, sem hefur verið sögð taktlaus og innihalda kynþáttahyggju, eftir að kom í ljós að leikkonan væri skráður Repúblikani. Erlent 4. ágúst 2025 10:08
Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tæplega sex hundruð fyrrum foringjar í öryggisþjónustu Ísraels biðja Bandaríkjaforseta um að setja þrýsting á Ísraela til að enda stríðsátökin á milli Ísrael og Hamas. Erlent 4. ágúst 2025 09:07
Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Þingmenn Demókrata í Texas í Bandaríkjunum eru margir búnir að yfirgefa ríkið til að koma í veg fyrir að hægt sé að kalla saman þing til að samþykkja drög að nýrri kjördæmaskipan. Erlent 3. ágúst 2025 23:30
Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. Viðskipti erlent 3. ágúst 2025 16:00
Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Erlent 3. ágúst 2025 12:17