Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Erlent 24.9.2025 06:54
Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Erlent 24.9.2025 06:26
Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. Erlent 23.9.2025 19:08
Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. Erlent 22. september 2025 14:41
Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segist opinn fyrir nýjum viðræðum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Með þeim skilyrðum að Bandaríkjamenn hætti að krefjast þess að Kim láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Það segist hann aldrei ætla að gera. Erlent 22. september 2025 12:18
„Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Margir af áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna komu saman á minningarathöfn Charlies Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna, í Arizona í gær. Donald Trump, forseti, lokaði athöfninni með um 45 mínútna ávarpi en þar áður höfðu margir úr ríkisstjórn hans haldið ávörp en athöfnin stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir og mættu tugir þúsunda manna. Erlent 22. september 2025 10:47
Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22. september 2025 08:00
Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Farm leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er troðfullur af fólki. Erlent 21. september 2025 17:59
Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. Erlent 21. september 2025 11:37
Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að það muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Afgana gefi þeir ekki eftir yfirráð yfir Bagram herstöðinni svokölluðu, sem áður var undir stjórn Bandaríkjamanna. Erlent 20. september 2025 23:48
Trump og Selenskí funda á ný Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Erlent 20. september 2025 13:16
Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa neitað að samþykkja umfangsmikla hergagnasendingu til Tavían í sumar, á sama tíma og hann reynir að semja við Xi Jinping um viðskiptasamband ríkjanna og mögulegan fund þeirra á milli. Erlent 19. september 2025 14:20
Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Kanadamenn eru að fjarlægja sig verulega frá nágrönnum sínum í Bandaríkjunum. Þeir kaupa mun minna af vörum þaðan, ferðast lítið sem ekkert til Bandaríkjanna og neyta mun minna af bandarískum menningarafurðum. Erlent 19. september 2025 13:10
Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni. Erlent 19. september 2025 10:09
Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, ræddu nýjustu vendingar vestanhafs eftir að vinsæll spjallþáttur var tekinn af dagskrá vegna ummæla þulsins um morðið á Charlie Kirk. Innlent 18. september 2025 20:47
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. Erlent 18. september 2025 15:56
Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði því í nótt að forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, hefðu tekið þá ákvörðun að hætta að sýna þátt Jimmy Kimmel í óákveðinn tíma, eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Erlent 18. september 2025 10:13
Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Vinsæll spjallþáttur Jimmy Kimmel verður ekki sendur út um „óákveðinn tíma“ eftir ummæli hans um morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi. Lífið 17. september 2025 23:21
„Þú ert svo falleg“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varð bergnuminn af fegurð Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, þegar hann hitti fyrir bresku konungsfjölskylduna í morgun. Varalesari rýndi í varir forsetans. Lífið 17. september 2025 17:10
Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. Erlent 17. september 2025 15:13
Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar. Erlent 17. september 2025 13:27
Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. Erlent 17. september 2025 11:05
Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melanía snæða í dag með Karli Bretakonung og öðrum úr konungsfjölskyldunni. Rauði dregillinn hefur verið dreginn út fyrir forsetann og er búist við miklum pomp og prakt vegna heimsóknarinnar. Erlent 17. september 2025 09:43
Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melania Trump, lentu á Stansted-flugvelli í Lundúnum í gærkvöldi en í dag hefst tveggja daga opinber heimsókn forsetans til Bretlands. Erlent 17. september 2025 06:45