Erlent

Rúm­lega tuttugu látnir eftir á­rekstur tveggja hraðlesta

Agnar Már Másson skrifar
Ferðalangar bíða á lestarstöðinni í Madríd en lestarferðum hefur verið aflýst víða vegna slyssins.
Ferðalangar bíða á lestarstöðinni í Madríd en lestarferðum hefur verið aflýst víða vegna slyssins. AP

Að minnsta kosti 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir árekstur tveggja háhraðalesta á Suður-Spáni í kvöld, sunnudag, að sögn yfirvalda.

Slysið varð nálægt bænum Adamuz, skammt frá borginni Cordoba, þegar háhraðalest á leið frá Malaga til Madríd fór út af sporinu og lenti á nærliggjandi teinum, að sögn Adif, sem er rekstraraðili járnbrautakerfisisn. Önnur lest sem var á leið í gagnstæða átt, frá Madríd til Huelva, fór þá einnig út af sporinu.

BBC greinir frá því en viðbragðsaðilar í Andalúsíu hafa gefið út að hið minnsta 73 hafi slasast alvarlega og björgunarsveitir vinni enn að því að bjarga fólki sem sé fast í vögnunum sem fóru út af sporinu.

Að sögn Adif varð slysið um tíu mínútum eftir að lestin fór frá Malaga klukkan kl. 18.40 að staðartíma (17.40 að íslenskum tíma). 

Fyrirtækið sagðist vinna að því að koma upp rýmum fyrir aðstandendur fórnarlamba á lestarstöðvum í Atocha, Sevilla, Córdoba, Málaga og Huelva. Öllum járnbrautarferðum milli Madríd og Andalúsíu var aflýst í kjölfar slyssins .

Iryo, fyrirtæki sem sá um lestarleiðina frá Malaga, staðfestir að lestin hafi farið út af sporinu og sagði að um 300 farþegar hefðu verið um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×