Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2026 13:50 Skipið var notað til að flytja 33 þúsund tonn af járnmálmum frá Rússlandi til Ítalíu, þar sem hald var lagt á farminn. Yfirvöld á Ítalíu hafa stöðvað og lagt hald á flutningaskip sem notað var til að flytja 33 þúsund tonn af járnmálmum frá Rússlandi. Það er gegn refsiaðgerðum sem Evrópusambandið hefur beitt Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu. Skipinu var siglt í höfn í Brindisi á Ítalíu en því hafði verið siglt frá Svartahafi, nánar tiltekið frá Novorossiysk í Rússlandi. Skipinu mun hafa verið siglt undir fána Tuvalo, þó skipið hafi ekki verið skráð þar, og skipstjóri þess er sakaður um að hafa falsað staðsetningargögn til að reyna að komast hjá refsiaðgerðum. Í frétt ítalska miðilsins La Repubblica segir að innflytjandi málmanna, eigandi skipsins og áhafnarmeðlimir hafi stöðu sakborninga í rannsókn yfirvalda. Við skoðun í Brindisi hafi falsanir varðandi uppruna farmsins og ferðir skipsins komið í ljós. Greining hafi leitt í ljós að skipið hafi verið í höfn í Rússlandi um miðjan nóvember og tekið þar á móti farminum sem búið er að leggja hald á. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipið heitir. Nota „Skuggaflota“ til að komast hjá þvingunum Líklegt er að skipið tilheyri svokölluðum „Skuggaflota Rússlands“ sem er notaður af Rússum, Írönum og öðrum til að komast hjá refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Floti þessi er skipaður hundruðum skipa sem eru í flestum tilfellum gömul og í slæmu ástandi. Þeim er reglulega siglt án þess að þau sendi út staðsetningarupplýsingar eða sendar eru út falskar upplýsingar um staðsetningu þeirra. Sérfræðingar hafa áætlað að skuggaflotinn hafi í fyrra flutt um 3,7 milljarða tunna af olíu, sem samsvarar um sex til sjö prósentum af heildarmarkaði ársins. Sjá einnig: Svona virkar „skuggaflotinn“ Bandaríkjamenn hafa á undanförnum vikum lagt hald á að minnsta kosti sex skip sem talin eru hafa tilheyrt Skuggaflotanum en þær aðgerðir tengdust allar herkví Bandaríkjanna á Venesúela. Evrópumenn hafa hingað til ekki stöðvað þessi skip í miklum mæli eða lagt hald á þau. Undanfarið hefur skráningu margra skipanna verið breytt og þau skráð í Rússlandi, að virðist með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir að þau verði stöðvuð. Ítalía Rússland Evrópusambandið Skipaflutningar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Yfirvöld í Bretlandi eru sögð undirbúa það að senda sérsveitir um borð í olíuflutningaskip og önnur skip sem tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ Rússa. Ráðamenn munu hafa fundið lög sem hægt sé að nota til að leggja hald á skipin, sem ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað til að komast hjá viðskiptaþvingunum. 13. janúar 2026 13:31 Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. 7. janúar 2026 10:27 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Skipinu var siglt í höfn í Brindisi á Ítalíu en því hafði verið siglt frá Svartahafi, nánar tiltekið frá Novorossiysk í Rússlandi. Skipinu mun hafa verið siglt undir fána Tuvalo, þó skipið hafi ekki verið skráð þar, og skipstjóri þess er sakaður um að hafa falsað staðsetningargögn til að reyna að komast hjá refsiaðgerðum. Í frétt ítalska miðilsins La Repubblica segir að innflytjandi málmanna, eigandi skipsins og áhafnarmeðlimir hafi stöðu sakborninga í rannsókn yfirvalda. Við skoðun í Brindisi hafi falsanir varðandi uppruna farmsins og ferðir skipsins komið í ljós. Greining hafi leitt í ljós að skipið hafi verið í höfn í Rússlandi um miðjan nóvember og tekið þar á móti farminum sem búið er að leggja hald á. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipið heitir. Nota „Skuggaflota“ til að komast hjá þvingunum Líklegt er að skipið tilheyri svokölluðum „Skuggaflota Rússlands“ sem er notaður af Rússum, Írönum og öðrum til að komast hjá refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum. Floti þessi er skipaður hundruðum skipa sem eru í flestum tilfellum gömul og í slæmu ástandi. Þeim er reglulega siglt án þess að þau sendi út staðsetningarupplýsingar eða sendar eru út falskar upplýsingar um staðsetningu þeirra. Sérfræðingar hafa áætlað að skuggaflotinn hafi í fyrra flutt um 3,7 milljarða tunna af olíu, sem samsvarar um sex til sjö prósentum af heildarmarkaði ársins. Sjá einnig: Svona virkar „skuggaflotinn“ Bandaríkjamenn hafa á undanförnum vikum lagt hald á að minnsta kosti sex skip sem talin eru hafa tilheyrt Skuggaflotanum en þær aðgerðir tengdust allar herkví Bandaríkjanna á Venesúela. Evrópumenn hafa hingað til ekki stöðvað þessi skip í miklum mæli eða lagt hald á þau. Undanfarið hefur skráningu margra skipanna verið breytt og þau skráð í Rússlandi, að virðist með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir að þau verði stöðvuð.
Ítalía Rússland Evrópusambandið Skipaflutningar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Yfirvöld í Bretlandi eru sögð undirbúa það að senda sérsveitir um borð í olíuflutningaskip og önnur skip sem tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ Rússa. Ráðamenn munu hafa fundið lög sem hægt sé að nota til að leggja hald á skipin, sem ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað til að komast hjá viðskiptaþvingunum. 13. janúar 2026 13:31 Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. 7. janúar 2026 10:27 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Yfirvöld í Bretlandi eru sögð undirbúa það að senda sérsveitir um borð í olíuflutningaskip og önnur skip sem tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ Rússa. Ráðamenn munu hafa fundið lög sem hægt sé að nota til að leggja hald á skipin, sem ríki eins og Rússland, Íran og Venesúela hafa notað til að komast hjá viðskiptaþvingunum. 13. janúar 2026 13:31
Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Olíuskipi sem elt var af yfirvöldum í Bandaríkjunum og Rússar hafa sent herskip til móts við, var í nótt siglt inn í efnahagslögsögu Íslands. Skipið var alltaf á alþjóðlegu hafsvæði, þó það hafi verið rétt innan efnahagslögsögunnar. 7. janúar 2026 10:27
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila