Flýttu þér hægt Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 08:30 Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun