Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 15:01 Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn - því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.” Þetta rifjast upp nú þegar ESB tók ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna kísiljárns. ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti. Nú sem aldrei fyrr verðum við Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið. Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að. Okkur á að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildir á engan hátt veru innan ESB. Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn - því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.” Þetta rifjast upp nú þegar ESB tók ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna kísiljárns. ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti. Nú sem aldrei fyrr verðum við Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið. Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að. Okkur á að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildir á engan hátt veru innan ESB. Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar