Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:01 Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Fjölmenning Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Reykjavík er ekki lengur þannig borg og hefur ekki verið þannig lengi. Í dag eru nær 20% Reykvíkinga innflytjendur. Þegar við tökum með börn sem eiga eitt eða báða foreldra með erlendan bakgrunn er hópurinn enn stærri. Hér er því um alvöru verkefni að ræða, verkefni sem við verðum að sinna og gera það vel. Viðreisn vill borg fyrir fólk Ég hef í mínu starfi sem borgarfulltrúi undanfarin tæp átta ár séð að vandinn er ekki fólkið. Vandinn er hvernig kerfið hugsar um fólkið. Eitt dæmið er tungumálið. Tungumálið er lykillin, segjum við gjarna og það er sannarlega mikilvægt. En svo gleymum við hvað það getur verið flókið að koma við tungumálanámi í hversdagleikanum. Íslenskunám fer oft fram utan vinnutíma, kostar og börn þurfa bæði íslenskukennslu og móðurmálskennslu til að blómstra. Ef tungumálið er brú, þá verðum við að reisa hana, vera með fjölbreyttar lausnir og hafa umburðarlyndi fyrir því að það að læra nýtt tungumál tekur tíma. Annað dæmi er stafræna umhverfið. Stafræna umhverfið hefur umbylt mjög mörgu og á að einfalda líf fólks. En umsóknir eru flóknar, textar tyrfnir og upplýsingar stundum að finna í löngum PDF-skjalaskógum. Þá er ekki skrítið að fólk, sem hefur ekki fulla tök á tungumálinu gefist upp. Við myndum gera það flest. Ný fjölmenningarstefna Ég er ánægð að sjá að ný fjölmenningarstefna, sem við ræðum í borgarstjórn í dag, tekur á mörgu af ofangreindu. Mér finnst sérstaklega jákvætt að hún byggi á hugtakinu inngilding. Það er ekki bara að taka á móti fólki, heldur að gera ráð fyrir fjölbreytileika frá upphafi. Þar er grundvallarmunur. Allur innri rekstur borgarinnar og svið fá í þessari stefnu verkefni og skýr skilaboð um að bæta menningu og stjórnun. Dæmi um það er að fjölga starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn, að tryggja íslenskunám á vinnutíma, að styrkja foreldrasamstarf í skólum og gera úttekt á tungumálanotkun í stafrænum kerfum. Þetta eru atriði sem skipta máli. Líka fyrir fólk sem er ekki af erlendum uppruna. Fólk sem á erfitt með stafrænar lausnir. Fólk sem vill skýrari upplýsingar og einfaldara kerfi. Við gætum öll þurft á þessu að halda á einhverjum tímapunkti. Við verðum að vita hvernig gengur Stefnan er góð. En hún mun ekki framkvæma sig sjálf. Það sem vantar eru skýrir mælikvarðar, tímalínur, ábyrgð og fjármögnun. Án þess verður stefnan eins og lítið jólaljós í glugga, falleg en lýsir ekkert upp. Við í Viðreisn viljum að borgin gefi út reglulega stöðu- og framvinduskýrslu, með því sem hefur áunnist og því sem eftir er. Við viljum líka að borgin fjármagni þessa stefnu af alvöru. Það er ekki hægt að byggja inngildingu á góðum vilja eingöngu. Fjölmenning er ekki vandamál heldur auðlind til að virkja Það er hefð fyrir því að ræða fjölmenningu sem áskorun en hún er að mínu mati í raun fjárfesting. Fjölmenning bætir vinnumarkaðinn. Hún styrkir menningarlífið. Hún eflir lýðræði og samfélagslega virkni og hún bætir líf allra, því þegar kerfi verða aðgengilegri fyrir hinn „erlenda“ íbúa, verða þau líka betri fyrir hinn „innlenda“. Það er eins og að setja ramp við tröppur, það hjálpar þeim sem þurfa á honum að halda en nýtist svo öllum. Við í Viðreisn viljum borg þar sem þú getur verið þú Við viljum borg þar sem kerfið verður stoð en ekki hindrun. Borg þar sem allskonar fólk passar inn. Borg þar sem fjölbreytileikinn er ekki bara sýnilegur heldur fagnað og ávallt velkominn. Reykjavík verður sterkari þegar hún hættir að bíða eftir því að allir verði eins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun