Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar 19. nóvember 2025 08:16 Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Vika íslenskrar tungu er nýliðin en í tilefni hennar hefur Almannarómur ýtt úr vör átakinu „Þín íslenska er málið“. Um er að ræða víðtæka söfnun margvíslegra heimilda sem sýna hvers konar íslenska er í raun og veru notuð í íslensku atvinnulífi. Átakið er samstarfsverkefni Almannaróms og Árnastofnunar og miðar að því að stækka risamálheildina svokölluðu, miðlæga grunnstoð máltækni á íslensku, og tryggja íslenskunni þannig blómlega framtíð í heimi tækninnar. Heimildasöfnun Við í stjórn Almannaróms leitum nú til hins öfluga atvinnulífs þjóðarinnar í von um að fyrirtæki og stofnanir leggi hönd á plóg og hjálpi okkur að efla og bæta risamálheildina. Heimildasöfnunin snýr að óviðkvæmum gögnum fyrirtækja sem endurspegla daglegt starf og ferla þeirra; starfsmannahandbókum, innri verklagsreglum og leiðbeiningum, almennum samningsformum ef við á, árs-og uppgjörsskýrslum eða rekstraryfirlitum, og öðrum textum sem fyrirtæki eru tilbúin til að deila með okkur. Þannig fáum við inn í Risamálheildina marktæka mynd af lifandi íslensku atvinnulífsins, sem stuðlar svo aftur að enn nákvæmari tæknilausnum. Fjölbreytt orðasöfn úr ólíkum atvinnugreinum færa okkur skrefinu nær því að tæknin verði reiprennandi í þinni íslensku. Þín íslenska er málið Á sama tíma hvetjum við fólk til þess að nota íslenskuna, þar sem þín íslenska er málið. Íslenskan er ekki aðeins tungumál, heldur einnig hugsunarháttur. Málið sameinar okkur og gerir okkur einstök. Íslenskan er mikilvæg því að hún er okkar, fólksins sem notar hana. Hvert og eitt okkar verður að nota sína íslensku svo að málið haldi áfram að endurspegla bæði menningu okkar og veruleika. Tækifærin fleiri en áskoranirnar Mikill árangur hefur þegar náðst. Við eigum orðið öflugan máltæknigrunn sem íslensk og erlend fyrirtæki geta byggt á við innleiðingu íslenskunnar í sínar lausnir. Þá höfum við átt farsælt samstarf við erlend stórfyrirtæki og má sem dæmi nefna þann ótrúlega árangur sem náðist þegar íslenska varð annað tungumálið sem mállíkanið ChatGPT frá OpenAI var þjálfað á. Sambærilegar sögur mætti segja af bæði Google og Microsoft þar sem allflestar lausnir tala íslensku. Nú eygjum við á enn eitt sóknarfærið fyrir íslenskuna og höldum ótrauð áfram. Með samstilltu sóknarátaki, sem miðar að því að nota íslenskuna á öllum sviðum, skjótum við styrkum stoðum undir tungumálið okkar. Tækifærin sem felast í tækninni eru margfalt fleiri en áskoranirnar. Með því að búa íslenskunni örugga framtíð í tækni tryggjum við aðgang þjóðarinnar að þeim tækifærum. Höfundar sitja í stjórn Almannaróms en hana skipa; Halldór Benjamín Þorbergsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Magga Dóra Ragnarsdóttir, Páll Ásgeir Guðmundsson, Sverrir Norland, Snævar Ívarsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson og Kristinn Rúnar Þórisson (hina tvo síðastnefndu vantar á myndina).
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar