Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vill lækka veikindahlutfall opin­berra starfs­manna

Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja til bólu­setningar vegna inflúensu­far­aldurs

Heilbrigðisráðuneytið hvetur einstaklinga í áhættuhópum til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum, svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun.

Innlent
Fréttamynd

Fal­legu jóla­gjafirnar fást í Maí

Lífstílsverslunin Maí á Garðatorgi selur vandaðar snyrtivörur og skartgripi ásamt sérvöldum gjafavörum. Í sumar flutti verslunin í stærra og glæsilegra rými á Garðatorgi 4 og í kjölfarið stækkaði vöruúrvalið til muna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fékk veipeitrun

Fraser Olender, þekktur fyrir þátttöku í raunveruleikaþáttunum Below Deck, fékk nýlega hjartaáfall sem hann rekur til veipeitrunar. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera á lífi og hvetur alla sem enn nota rafrettur að hugsa sig tvisvar um. 

Lífið
Fréttamynd

Vilja koma á óhollustu­skatti

Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti.

Innlent
Fréttamynd

Halla fær að koma inn í eld­húsið tvisvar á ári

Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

„Ís­lendingar eru allt of þungir“

Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu.

Innlent
Fréttamynd

Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skamm­deginu

Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi

Liðnir mánuðir hafa verið viðburðarríkir hjá Helga Ómarssyni, áhrifavaldi og ljósmyndara, sem hefur á skömmum tíma lokið þremur sérhæfðum námsleiðum tengdum heilsu og vellíðan. Um síðustu helgi útskrifaðist hann sem jógakennari frá Sólheimum, þar sem hann lærði Yoga Nidra. 

Lífið
Fréttamynd

Ungu fólki í endur­hæfingu vegna of­fitu fjölgar

Læknir segir gríðarlega mikilvægt að bregðast sem fyrst við glími börn við offitu. Ungt fólk þarf í auknu mæli á endurhæfingu að halda vegna offitu sem börn. Algengara er að börn á landsbyggðinni glími við sjúkdóminn. 

Innlent
Fréttamynd

Játaði sig sigraða: „Mér fannst það al­gjört tabú áður“

„Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er.

Lífið
Fréttamynd

Ára­tugir af ó­vissu enduðu með einni setningu í ræktinni

„Ég valdi það að trúa á sjálfa mig og að leyfa ekki greiningunni að koma í veg fyrir það að láta draumana mína rætast. Það tók mig smá tíma að melta þetta allt saman og ég held að ég sé ennþá að því,“ segir Nanna Kaaber íþróttafræðingur og einkaþjálfari en það var fyrir þremur árum, og fyrir einskæra tilviljun, að hún heyrði fyrst minnst á sjúkdóminn lipedema, sem á íslensku kallast fitubjúgur. Það varð til þess að hún fékk loksins skýringu á einkennum sem fylgt höfðu henni frá unglingsárum og valdið óbærilegu hugarangri.

Lífið
Fréttamynd

Á­föll og samskiptamynstur erfast milli kyn­slóða

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna þú bregst við á ákveðinn hátt í samskiptum? Af hverju verða sumir reiðir og fara í vörn, á meðan aðrir hörfa við ágreining? Með því að skilja eigin sögu og samskiptamynstur getum við séð hvaðan viðbrögðin koma og hvort þau séu hjálpleg í dag.

Lífið
Fréttamynd

Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupa­skóna

„Það sem mér finnst frábært við hlaupin er að það geta allir sett sér sín persónulegu markmið og unnið sína persónulega sigra. Mér finnst það eitt það fallegasta við almenningshlaup þegar maður sér fólk vera að koma í mark sem algjöra, fullkomna sigurvegara eftir að hafa klárað tíu kílómetra hlaup á áttatíu mínútum eða eitthvað og maður sér stoltið og sigurinn lýsa úr augunum. Það er svo ógeðslega fallegt og frábært við þetta sport.“

Lífið
Fréttamynd

Fegurðin og fjöl­breytnin í krulluðu hári

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna sumt hár er slétt en annað krullað og af hverju hár hegðar sér á mismunandi hátt? Krullað hár er eitt af dásamlegustu áskorunum hárfagheimsins, líffræðilega flókið, fagurfræðilega fjölbreytt og menningalega líkt. 

Lífið samstarf