Jói Fel lokar á landsbyggðinni og fjölgar útibúum í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. september 2019 11:09 Jói Fel tók við rekstri á bakaríum á Selfossi og á Hellu fyrir 18 mánuðum síðan. Samsett mynd „Lokað vegna óviðráðanlegra aðstæðna,“ er skrifað á miða í glugganum á Guðni Bakari á Selfossi. Tvö af bakaríum í eigu Jóhannesar Felixsonar bakarameistara eru lokuð í augnablikinu, Guðni Bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Starfsmaður á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki er vitað hvort um tímabundna lokun er að ræða en í samtali við DV í gær sagði Jói Fel að það sé verið að vinna í þessu máli og að „þetta skýrist síðar.“ DV heldur því fram að gjaldþrot vofi yfir bakaríunum tveimur. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu var Guðni bakari ehf. úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst síðastliðinn. Skiptafundur verður fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Skjáskot/LögbirtingablaðiðÞann 26. ágúst tilkynnti Jói Fel um opnun á nýju kaffihúsi og bakaríi í Borgartúni í Reykjavík. Í mars á þessu ári opnaði hann einnig útibú í Spönginni í Reykjavík. Guðnabakarí opnaði árið 1972 en Kökuval var stofnað árið 1992. Jói Fel tók við rekstri bakaríanna í desember árið 2017 og breytti nafninu úr Guðnabakarí í Guðni bakari, en hélt rekstrinum aðskildum frá rekstrinum á útibúum Jóa Fel á Höfuðborgarsvæðinu. „Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, sagði Jói Fel um kaupin í samtali við Vísi árið 2017. Þá kom fram að engar uppsagnir myndu verða samhliða kaupunum og starfsmenn á báðum stöðum myndu halda vinnu sinni. Eftir kaupin á Bakaríunum tveimur varð Jói Fel eigandi sjö bakaría með samtals meira en hundrað starfsmenn.Íbúar á Selfossi hafa síðustu daga komið að læstum dyrum í bakaríinu Guðni Bakari. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá árinu 1972.Vísir/Magnús HlynurBakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað þann 5. nóvember árið 1997. Bakaríið er í dag með sex útibú á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru í Holtagörðum, Spönginni, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ, JL húsinu við Hringbraut og á nýjum stað í Borgartúni. Öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.Ekki náðist í Jóa Fel við vinnslu fréttar.Fréttin var uppfærð kl. 12:24 með upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu Árborg Rangárþing ytra Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira
„Lokað vegna óviðráðanlegra aðstæðna,“ er skrifað á miða í glugganum á Guðni Bakari á Selfossi. Tvö af bakaríum í eigu Jóhannesar Felixsonar bakarameistara eru lokuð í augnablikinu, Guðni Bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Starfsmaður á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki er vitað hvort um tímabundna lokun er að ræða en í samtali við DV í gær sagði Jói Fel að það sé verið að vinna í þessu máli og að „þetta skýrist síðar.“ DV heldur því fram að gjaldþrot vofi yfir bakaríunum tveimur. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu var Guðni bakari ehf. úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst síðastliðinn. Skiptafundur verður fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Skjáskot/LögbirtingablaðiðÞann 26. ágúst tilkynnti Jói Fel um opnun á nýju kaffihúsi og bakaríi í Borgartúni í Reykjavík. Í mars á þessu ári opnaði hann einnig útibú í Spönginni í Reykjavík. Guðnabakarí opnaði árið 1972 en Kökuval var stofnað árið 1992. Jói Fel tók við rekstri bakaríanna í desember árið 2017 og breytti nafninu úr Guðnabakarí í Guðni bakari, en hélt rekstrinum aðskildum frá rekstrinum á útibúum Jóa Fel á Höfuðborgarsvæðinu. „Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, sagði Jói Fel um kaupin í samtali við Vísi árið 2017. Þá kom fram að engar uppsagnir myndu verða samhliða kaupunum og starfsmenn á báðum stöðum myndu halda vinnu sinni. Eftir kaupin á Bakaríunum tveimur varð Jói Fel eigandi sjö bakaría með samtals meira en hundrað starfsmenn.Íbúar á Selfossi hafa síðustu daga komið að læstum dyrum í bakaríinu Guðni Bakari. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá árinu 1972.Vísir/Magnús HlynurBakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað þann 5. nóvember árið 1997. Bakaríið er í dag með sex útibú á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru í Holtagörðum, Spönginni, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ, JL húsinu við Hringbraut og á nýjum stað í Borgartúni. Öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.Ekki náðist í Jóa Fel við vinnslu fréttar.Fréttin var uppfærð kl. 12:24 með upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu
Árborg Rangárþing ytra Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Sjá meira