Árborg „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. Innlent 23.9.2025 19:32 Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Innlent 23.9.2025 12:11 Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. Innlent 23.9.2025 06:00 Miðbær Selfoss vekur ánægju Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Skoðun 22.9.2025 07:01 Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Tré ársins 2025 er magnað tré, sem vex í kletti nánast í miðri Ölfusá við Selfoss. Um er að ræða rúmlega fjörutíu ára gamalt sitkagreni, sem er orðið vel yfir níu metrar á hæð. Innlent 21.9.2025 20:50 Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Innlent 20.9.2025 20:04 Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. Innlent 18.9.2025 17:41 Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Stjórn félags eldri borgara á Selfossi tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Fyrirmynd húsanna sem byggð verða eru hús sem áður voru í miðborg Reykjavíkur. Viðskipti innlent 18.9.2025 14:45 Eldur í ruslageymslu á Selfossi Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. Innlent 17.9.2025 15:53 Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. Innlent 17.9.2025 11:52 Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum. Innlent 16.9.2025 09:56 Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sláturtíðin er hafin á fullum krafti hjá SS á Selfossi en reiknað er með að slátra um hundrað þúsund lömbum í haust. 110 erlendir starfsmenn hafa verið ráðnir sérstaklega í sláturtíðina, flestir frá Póllandi. Innlent 10.9.2025 20:42 Farsæld barna í fyrirrúmi Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var „8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Skoðun 9.9.2025 09:32 Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Eldri borgarar á Selfossi eru duglegir að hreyfa sig því að stór hópur þeirra mætir í leikfimi tvisvar í viku í sérstaka heilsueflingu undir stjórn íþróttakennara. Leikfimin kostar ekki krónu, allt í boði Sveitarfélagsins Árborgar. Lífið 7.9.2025 20:05 Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7.9.2025 18:55 Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Hringveginum hefur verið lokað til austurs undir Ingólfsfjalli til austurs vegna umferðaróhapps. Innlent 7.9.2025 16:22 Árborg girnist svæði Flóahrepps Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir samræðum við Flóahrepp um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarkanna og til að ræða mögulega ávinninga við sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mörkin milli sveitarfélaganna liggja alveg við Selfoss svo að golfvöllur Golfklúbbs Selfoss er í öðru sveitarfélagi en bærinn sem hann er kenndur við. Innlent 6.9.2025 11:05 Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Lögreglunni á Suðurlandi barst í morgun tilkynning um slagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurlands og um nemanda sem var með hníf í fórum sínum. Málið er í rannsókn. Innlent 1.9.2025 17:23 BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Strákarnir í BMX brós kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sýna ótrúlegar listir á hjólum, en þeir fara til dæmis heljarstökk afturábak á hjólunum sínum eins og ekkert sé. Þeir eru líka duglegir að fá áhorfendur til að taka þátt í ýmsum áhættuatriðum með sér. Lífið 31.8.2025 20:04 Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Ökumaður mótorhjóls var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa lent í árekstri við bíl á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Innlent 31.8.2025 19:06 Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Rekstur Árborgar var jákvæðir um 352 milljónir samkvæmt nýju sex mánaða árshlutauppgjöri. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að samkvæmt uppgjörinu hafi áfram tekist að bæta rekstrarstöðu sveitarfélagsins og það skili sér í betri fjárhagslegri stöðu og auknum stöðugleika. Viðskipti innlent 28.8.2025 15:49 Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf. Viðskipti innlent 26.8.2025 11:12 Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Ekki mátti miklu muna á að harður árekstur hefði orðið á Biskupstungnabraut við Ingólfsfjall í dag við heldur glannalegan framúrakstur í mikilli umferð. Innlent 23.8.2025 22:41 Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Síðustu aspirnar á Austurvegi, sem liggur í gegnum Selfoss, hafa verið felldar. Bæjarstjóri Árborgar segir aspirnar hafa verið felldar í þágu umferðaröryggis en í stað þeirra komi fallegur gróður. Innlent 21.8.2025 10:45 Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf „Mamma og pabbi hafa stundum sagt að það hafi verið eins og þau hafi fengið rangt barn heim til Íslands,“ segir Guðrún Runólfsdóttir sem greindist öllum að óvörum með geðhvörf þegar hún var sautján ára gömul. Við tóku erfið ár sem einkenndust af vinkvennaslitum og ofbeldisfullu ástarsambandi. Síðar birti til og er Guðrúnu í mun að uppræta fordóma gagnvart geðhvörfum sem hún þurfti sjálf að horfast í augu við. Lífið 16.8.2025 08:01 Stækka hótelveldið á Suðurlandi Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf. Viðskipti innlent 12.8.2025 10:14 Smokkamaðurinn enn ófundinn Óprúttinn aðili sem ók inn á Svarfhólsvöll aðfaranótt síðasta föstudags, vann skemmdir á vellinum og skildi eftir sig smokk, er enn ófundinn. Innlent 7.8.2025 16:17 Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Innlent 7.8.2025 13:31 Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Óprúttinn aðili ók um golfvöllinn Svarfhólsvöll með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á grasinu í nótt. Viðkomandi skildi jafnframt smokk eftir á vellinum og ók niður stöng. Innlent 1.8.2025 11:53 Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á öðrum tímanum vegna umferðarslyss á gatnamótum Eyrarbakkavegs og Þorlákshafnarvegar. Innlent 25.7.2025 15:48 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 40 ›
„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. Innlent 23.9.2025 19:32
Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur. Innlent 23.9.2025 12:11
Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. Innlent 23.9.2025 06:00
Miðbær Selfoss vekur ánægju Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Skoðun 22.9.2025 07:01
Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Tré ársins 2025 er magnað tré, sem vex í kletti nánast í miðri Ölfusá við Selfoss. Um er að ræða rúmlega fjörutíu ára gamalt sitkagreni, sem er orðið vel yfir níu metrar á hæð. Innlent 21.9.2025 20:50
Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum. Innlent 20.9.2025 20:04
Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. Innlent 18.9.2025 17:41
Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Stjórn félags eldri borgara á Selfossi tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Fyrirmynd húsanna sem byggð verða eru hús sem áður voru í miðborg Reykjavíkur. Viðskipti innlent 18.9.2025 14:45
Eldur í ruslageymslu á Selfossi Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi. Innlent 17.9.2025 15:53
Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. Innlent 17.9.2025 11:52
Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum. Innlent 16.9.2025 09:56
Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sláturtíðin er hafin á fullum krafti hjá SS á Selfossi en reiknað er með að slátra um hundrað þúsund lömbum í haust. 110 erlendir starfsmenn hafa verið ráðnir sérstaklega í sláturtíðina, flestir frá Póllandi. Innlent 10.9.2025 20:42
Farsæld barna í fyrirrúmi Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var „8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Skoðun 9.9.2025 09:32
Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Eldri borgarar á Selfossi eru duglegir að hreyfa sig því að stór hópur þeirra mætir í leikfimi tvisvar í viku í sérstaka heilsueflingu undir stjórn íþróttakennara. Leikfimin kostar ekki krónu, allt í boði Sveitarfélagsins Árborgar. Lífið 7.9.2025 20:05
Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Hringvegurinn, í austurátt við Ingólfsfjall, hefur verið opnaður á ný eftir umferðarslys. Innlent 7.9.2025 18:55
Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Hringveginum hefur verið lokað til austurs undir Ingólfsfjalli til austurs vegna umferðaróhapps. Innlent 7.9.2025 16:22
Árborg girnist svæði Flóahrepps Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir samræðum við Flóahrepp um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarkanna og til að ræða mögulega ávinninga við sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mörkin milli sveitarfélaganna liggja alveg við Selfoss svo að golfvöllur Golfklúbbs Selfoss er í öðru sveitarfélagi en bærinn sem hann er kenndur við. Innlent 6.9.2025 11:05
Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Lögreglunni á Suðurlandi barst í morgun tilkynning um slagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurlands og um nemanda sem var með hníf í fórum sínum. Málið er í rannsókn. Innlent 1.9.2025 17:23
BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Strákarnir í BMX brós kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sýna ótrúlegar listir á hjólum, en þeir fara til dæmis heljarstökk afturábak á hjólunum sínum eins og ekkert sé. Þeir eru líka duglegir að fá áhorfendur til að taka þátt í ýmsum áhættuatriðum með sér. Lífið 31.8.2025 20:04
Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Ökumaður mótorhjóls var fluttur slasaður á sjúkrahús eftir að hafa lent í árekstri við bíl á Suðurlandsvegi síðdegis í dag. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Innlent 31.8.2025 19:06
Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Rekstur Árborgar var jákvæðir um 352 milljónir samkvæmt nýju sex mánaða árshlutauppgjöri. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að samkvæmt uppgjörinu hafi áfram tekist að bæta rekstrarstöðu sveitarfélagsins og það skili sér í betri fjárhagslegri stöðu og auknum stöðugleika. Viðskipti innlent 28.8.2025 15:49
Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Landsbankinn og TM á Selfossi munu flytja sig yfir í nýtt hús við Austurveg 11 á Selfossi fyrir árslok 2027, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við Fossver ehf. Viðskipti innlent 26.8.2025 11:12
Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Ekki mátti miklu muna á að harður árekstur hefði orðið á Biskupstungnabraut við Ingólfsfjall í dag við heldur glannalegan framúrakstur í mikilli umferð. Innlent 23.8.2025 22:41
Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Síðustu aspirnar á Austurvegi, sem liggur í gegnum Selfoss, hafa verið felldar. Bæjarstjóri Árborgar segir aspirnar hafa verið felldar í þágu umferðaröryggis en í stað þeirra komi fallegur gróður. Innlent 21.8.2025 10:45
Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf „Mamma og pabbi hafa stundum sagt að það hafi verið eins og þau hafi fengið rangt barn heim til Íslands,“ segir Guðrún Runólfsdóttir sem greindist öllum að óvörum með geðhvörf þegar hún var sautján ára gömul. Við tóku erfið ár sem einkenndust af vinkvennaslitum og ofbeldisfullu ástarsambandi. Síðar birti til og er Guðrúnu í mun að uppræta fordóma gagnvart geðhvörfum sem hún þurfti sjálf að horfast í augu við. Lífið 16.8.2025 08:01
Stækka hótelveldið á Suðurlandi Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf. Viðskipti innlent 12.8.2025 10:14
Smokkamaðurinn enn ófundinn Óprúttinn aðili sem ók inn á Svarfhólsvöll aðfaranótt síðasta föstudags, vann skemmdir á vellinum og skildi eftir sig smokk, er enn ófundinn. Innlent 7.8.2025 16:17
Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt. Innlent 7.8.2025 13:31
Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Óprúttinn aðili ók um golfvöllinn Svarfhólsvöll með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á grasinu í nótt. Viðkomandi skildi jafnframt smokk eftir á vellinum og ók niður stöng. Innlent 1.8.2025 11:53
Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á öðrum tímanum vegna umferðarslyss á gatnamótum Eyrarbakkavegs og Þorlákshafnarvegar. Innlent 25.7.2025 15:48