Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2026 14:57 Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu berjast við sinueld sunnan við Selfoss. Vísir/Magnús Hlynur Brunavarnir Árnessýslu vinna nú að slökkvistarfi rétt sunnan við Selfoss þar sem töluverður sinueldur brennur. Tilkynning barst um eldinn þegar klukkan var um korter yfir tvö í dag. Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við Vísi. „Þetta er talsverður eldur. Það er þurrt úti núna og létt gola þannig að þó að jörð sé frosin þá brennur nú sinan glatt. Það er trjárækt þarna ekki langt frá þannig ég hef nú trú á að það takist að leysa þetta hratt og örugglega. En það er þó ekki á vísan að róa í því, ef að það er einhver gustur með og sinan er þurr og frostið gerir okkur svolítið erfitt fyrir stundum varðandi vinnu með vatn,“ segir Pétur. Slökkvistarf stendur yfir á vettvangi sinubrunans á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur „En alla veganna erum við með sveit vaskra manna að vinna í þessu núna og vonum að það skili góðum árangri,“ segir Pétur. Hvorki, fólki, mannvirkjum né skepnum ætti að stafa hætta af eldinum líkt og staðan er nú að sögn Péturs. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli upptökum eldsins að svo stöddu, en samkvæmt upplýsingum fréttamans á vettvangi leikur grunur á um að kviknað hafi í út frá skoteldi. Í dag er þrettándinn, sem er jafnframt síðasti dagurinn í bili þar sem leyfilegt er að sprengja flugelda. Pétur biðlar til almennings og þeirra sem hyggjast sprengja flugelda eða fara með eld í tilefni þrettándans að fara varlega, ekki síður í ljósi aukinnar hættu á sinubruna. Þónokkurn reyk leggur einnig upp frá glóandi jörðinni.Vísir/Magnús Hlynur Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta er talsverður eldur. Það er þurrt úti núna og létt gola þannig að þó að jörð sé frosin þá brennur nú sinan glatt. Það er trjárækt þarna ekki langt frá þannig ég hef nú trú á að það takist að leysa þetta hratt og örugglega. En það er þó ekki á vísan að róa í því, ef að það er einhver gustur með og sinan er þurr og frostið gerir okkur svolítið erfitt fyrir stundum varðandi vinnu með vatn,“ segir Pétur. Slökkvistarf stendur yfir á vettvangi sinubrunans á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur „En alla veganna erum við með sveit vaskra manna að vinna í þessu núna og vonum að það skili góðum árangri,“ segir Pétur. Hvorki, fólki, mannvirkjum né skepnum ætti að stafa hætta af eldinum líkt og staðan er nú að sögn Péturs. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli upptökum eldsins að svo stöddu, en samkvæmt upplýsingum fréttamans á vettvangi leikur grunur á um að kviknað hafi í út frá skoteldi. Í dag er þrettándinn, sem er jafnframt síðasti dagurinn í bili þar sem leyfilegt er að sprengja flugelda. Pétur biðlar til almennings og þeirra sem hyggjast sprengja flugelda eða fara með eld í tilefni þrettándans að fara varlega, ekki síður í ljósi aukinnar hættu á sinubruna. Þónokkurn reyk leggur einnig upp frá glóandi jörðinni.Vísir/Magnús Hlynur Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Slökkvilið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira