Innlent

„Klikkuð“ norður­ljós fyrir utan Sel­foss

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Norðurljósin voru hrikalega flott í kvöld.
Norðurljósin voru hrikalega flott í kvöld. Sif Baldursdóttir

„Þetta var bara klikkað. Við vorum á leiðinni í bæinn en sáum þessi norðurljós rétt fyrir utan Selfoss, þannig við stoppuðum og fylgdumst með þessu,“ segir Sif Baldursdóttir, sem fangaði sjónarspilið á myndskeiði.

Sif segir langt síðan hún hefur séð annað eins, en maður hennar sé frá Kúrdistan, og hafi sennilega aldrei séð slíka norðurljósasýningu áður.

„Maðurinn minn er frá Kúrdistan, hann er búinn að vera hér í fimm ár, þetta er það klikkaðasta sem hann hefur séð allavegana!“ segir Sif.

Fjölskyldan hafi verið á dagsferð um sveitina, farið að skoða Geysi og rúntað um Suðurlandið. Á leið í bæinn á tíunda tímanum hafi sjónarspilið blasið við, og gert góðan dag enn betri.

„Litli strákurinn hans var með okkur, hann er að verða þriggja ára. Hann varð smá hræddur og vildi fara inn í bíl. En hann sá þetta samt, og fannst þetta frekar kúl.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×