Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Parið Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir hyggjast opna veitingastað á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar. Hjónin hafa verið með hugmyndina í maganum lengi en þurft að bíða eftir réttu staðsetningunni. Hvorki er um sportbar né skemmtistað að ræða heldur notalegan hverfisstað. Viðskipti innlent 24.9.2025 16:00
SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. Viðskipti innlent 23.9.2025 20:46
SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skuli leggjast á Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) ef félagið afhendir Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Viðskipti innlent 23.9.2025 18:03
„Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Wolt harmar atvik þar sem sendill á sínum vegum virðist hafa fengið sér bita af mat viðskiptavinar. Slík hegðun gæti leitt til þess að sendill missi vinnuna. Umræddur sendill hafi reyndar ekki verið látinn fara enda hafi fyrirtækinu aldrei borist formleg kvörtun vegna málsins. Neytendur 16. september 2025 22:32
Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt biðst afsökunar á þessum misbrestum. Neytendur 12. september 2025 19:02
Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12. september 2025 15:19
Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Viðskipti innlent 11. september 2025 16:26
Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. Lífið 11. september 2025 15:14
Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Aðeins ein milljón króna fékkst upp í kröfur kröfuhafa í bú veitingastaðarins Blackbox, sem varð gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Kröfur hljóðuðu upp á tæpar fimmtíu milljónir króna. Viðskipti innlent 9. september 2025 15:15
Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona, og félagar hennar hjá framleiðslufyrirtækinu Skot Productions fögnuðu tíu ára afmæli fyrirtækisins með glæsilegri veislu á veitingastaðnum Fjallkonan á dögunum. Lífið 4. september 2025 10:12
Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, er látin, 63 ára að aldri. Innlent 4. september 2025 07:14
Hætta með spilakassa á Ölveri Eigendur Ölvers í Glæsibæ hafa ákveðið að hætta með spilakassa á staðnum. Þeir segja ákvörðunina tekna með hjartanu en eftir mikla umhugsun tekið þetta stóra skref. Viðskipti innlent 3. september 2025 22:11
Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Veitingastaðurinn LaBarceloneta í Templarasundi hefur verið viðurkenndur af spænskum stjórnvöldum. Hér upplifa gestir því sannarlega ekta spænska matarmenningu en LaBarceloneta sérhæfir sig í hinni hefðbundnu Paellu og tapasréttum meðal annars. Lífið samstarf 2. september 2025 09:03
Loka Brút og Kaffi Ó-le Loka á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti og kaffihúsinu Ó-le í Hafnarstræti. Staðirnir hafa verið reknir saman. Það staðfestir Ragnar Eiríksson kokkur sem átti Brút með þeim Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum. Viðskipti innlent 1. september 2025 13:07
Sushi Corner lokar Veitingastaðnum Sushi Corner á Akureyri hefur verið lokað. Viðskipti innlent 1. september 2025 12:12
Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál KFC kynnir nýjan kjúklingaborgara sem byggir á uppskrift Pattýar, Jónu Steinunnar Patriciu Conway, eiginkonu Helga í Góu sem lést árið 2011. Borgarinn verður aðeins til sölu á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. Lífið 1. september 2025 11:24
Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt „Það verður allt á helmingsafslætti hjá okkur í dag og alla helgina,“ segir Karel Ólafsson en hann opnar Preppbarinn á Hafnargötu 90 í Keflavík í dag ásamt Birgi Halldórssyni. Lífið samstarf 29. ágúst 2025 11:01
Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Á hverju ári er birtur listi yfir 50 bestu veitingastaði heims. Listinn fyrir árið 2025 var kynntur fyrr í sumar í Tórínó á Ítalíu, þar sem veitingastaðurinn Maido í Perú bar sigur úr býtum. Á listanum í ár eru sex skandinavískir staðir meðal efstu 100, þar af fjórir í Kaupmannahöfn. Lífið 28. ágúst 2025 13:21
Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Fasteignafélagið Heimar og Smáralind hafa skrifað undir samning við þrettán veitingaaðila um opnun veitingastaða á nýju veitingasvæði í austurenda Smáralindar sem opnar í haust. Viðskipti innlent 26. ágúst 2025 14:19
Gunnar Ágúst til Dineout Gunnar Ágúst Thoroddsen hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout. Viðskipti innlent 25. ágúst 2025 13:11
Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Veitingastaður óskaði aðstoðar lögreglu vegna erlends ferðamanns sem neitaði að greiða reikninginn. Þegar lögregla kom á vettvang neitaði viðkomandi að framvísa gildum skilríkjum, hótaði að „kýla og drepa“ lögregluþjón og streittist verulega á móti. Innlent 23. ágúst 2025 07:37
Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi. Viðskipti innlent 20. ágúst 2025 09:49
Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Lífið 18. ágúst 2025 15:12
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Neytendur 14. ágúst 2025 15:07