Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 21:02 Opna á Kaffistofuna við hlið Kjötbúðarinnar. Fyrir ofan og við hlið húsnæðisins eru íbúðir. Að aftan er líka fjöldi íbúða. Vísir/Vilhelm Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. „Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum. Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
„Það eru bara allir logandi hræddir og reiðir yfir því að ekkert hafi verið kynnt áður en framkvæmdir hófust. Fólk sem er nýbúið að kaupa, þau eru með ungbörn sem sofa úti. Það kom ein bara grátandi til mín í morgun,“ segir Geir Rúnar sem einnig á og rekur Kjötbúðina á Grensásvegi 48. Framkvæmdastjóri Samhjálpar sagði í viðtali við Vísi í morgun að búið væri að stöðva framkvæmdir í kjölfar þess að ákveðið var að fara í grenndarkynningu á flutningi Kaffistofunnar. Áætlað hefði verið að opna Kaffistofuna þann 1. desember en það tefjist í það minnsta um sex vikur vegna grenndarkynningar. Hún sagðist vonast til þess að íbúar skipti um skoðun og að hægt verði að reka starfsemina í sátt. Funda um helgina Húsfélagið mun funda um málið um helgina. Geir Rúnar segir íbúa töluvert búna að ræða saman og fólk hafi lýst miklum áhyggjum. Fólk sem sé nýbúið að kaupa sér íbúð í húsinu hafi komið til hans grátandi af ótta um að flutningur Kaffistofunnar rýri verðmæti eignarinnar. Þá segir hann annan íbúa hafa flutt í húsið til að flýja miðbæinn og óttist nú að þurfa að flytja á ný. „Fólk er áhyggjufullt yfir því að fá þessa aðila í hverfið,“ segir hann og á við fólk með vímuefnavanda. Hópurinn sé þekktur fyrir innbrot til að fjármagna neyslu og fólk óttist að þeim muni fjölga. Ekki rétti staðurinn Geir Rúnar segist sjálfur oft hafa gefið Samhjálp pening og kjöt fyrir jólin og hann finni verulega til með þeim sem þangað þurfa að leita. „En þessi starfsemi á ekki heima undir eða við hliðina á íbúðarhúsnæði. Þetta á ekki heima saman,“ segir hann að lokum.
Fíkn Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Félagsmál Heilbrigðismál Börn og uppeldi Reykjavík Kaffistofa Samhjálpar Tengdar fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04 Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. 15. júlí 2025 23:04
Samhjálp í kapphlaupi við tímann Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. 21. maí 2025 10:11