Lífið samstarf

BRASA er nýr og glæsi­legur veitinga­staður í hjarta Kópa­vogs

BRASA
Veitingastaðurinn BRASA opnaði í Turninum við Smáratorg síðustu helgi. Viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum eigenda. 
Veitingastaðurinn BRASA opnaði í Turninum við Smáratorg síðustu helgi. Viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum eigenda.  Mynd/Marinó Flóvent.

Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“

Kristín Samúelsdóttir er sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. Mynd/Elísabet Blöndal.

Jólahlaðborðin og jólabröns helgarnar hafa selst hratt upp en Kristín bendir á að enn séu nokkur laus borð fyrir þau sem vilja tryggja sér sæti á dineout.is. Hún segir teymið vera sérstaklega spennt fyrir 26. nóvember, deginum þegar Brasa opnar formlega með nýjum sérréttaseðli og tekur í fyrsta sinn á móti almennum borðabókunum. „Þetta verður stóra opnun okkar þegar gestir geta upplifað BRASA í allri sinni dýrð, ekki bara hátíðarseðil heldur allt sem við höfum byggt upp síðustu mánuði.“

Fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur á bak við staðinn

Að baki staðnum standa þrír reynslumiklir og landsþekktir kokkar: Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason. Hinrik og Viktor eru jafnframt rekstraraðilar Lúx Veitinga, Sælkerabúðarinnar og Sælkeramats og Sigurður er yfirkokkur og eigandi Sælkeramats. „Þeir hafa lengi gengið með þann draum að opna stað þar sem gestir koma til þeirra ekki bara í mat heldur í heildræna upplifun,“ segir Kristín. „Þegar rýmið í Turninum losnaði small allt saman. Staðsetningin er fullkomin en við erum í hjarta Kópavogs, og þar með miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, og hér er alltaf nóg af bílastæðum.“

Mynd/Marinó Flóvent.

Hún lýsir einnig einstöku teymi sem mótar upplifun BRASA á hverjum degi. Í eldhúsinu leiðir Birkir Freyr Guðbrandsson vinnuna af mikilli nákvæmni og fagmennsku ásamt Ingimundi Bjarna Roy. Aðalheiður Reynisdóttir bakarameistari sér um brauð, bakkelsi og eftirrétti sem Kristín segir lyfta upplifuninni á næsta stig og Kristján Nói Sæmundsson yfirþjónn bætir við þjónustuna hlýju og áræðni með sinni áratuga reynslu í farteskinu. Á BRASA-Bar er svo kokteilmeistarinn Raúl sem hannar drykki sem hafa þegar orðið að einkennismerki staðarins. „Þau eru ótrúlega hæfileikarík og saman mynda þau hjartað í BRASA.“

Mynd/Marinó Flóvent.

Utan jólavertíðarinnar tekur við fjölbreyttur og litríkur matseðill sem sækir innblástur til suður amerískrar og asískrar matargerðar. Hönnun staðarins er elegant og hlýleg í senn sem HAF Studio, Arkís Arkitektar og TP Bennet hafa hannað af einstakri nákvæmni.

„Við viljum að BRASA sé staðurinn sem fólk kemur á þegar það vill njóta,“ segir Kristín. „Hvort sem það er að fá sér góðan kvöldmat, sitja í rólegheitum með kokteil á BRASA-Bar, koma sér í hátíðaskap eða grípa með sér rétti og kaffi úr BRASA Delí.“

Mynd/Marinó Flóvent.

Lifandi miðstöð fyrir viðburði

Veitingastaðurinn BRASA er einnig hugsaður sem lifandi miðstöð fyrir viðburði. Staðurinn rúmar allt að 250 manns í sæti og 500 standandi og boðið er upp á sérhæft einka herbergi fyrir allt að tólf gesti. „Við höfum rými fyrir allt: frá árshátíðum og afmælum yfir í fundi, ráðstefnur og sérviðburði. Það verður líka mikið um skemmtilega dagskrá hjá okkur yfir árið.“

Mynd/Marinó Flóvent.

Jólavertíðin er nú í fullu fjöri, með jólahlaðborðum á föstudögum og laugardögum og jólabröns á sunnudögum til 28. desember. Jólasveinarnir mæta á sunnudögum frá 30. nóvember og eiga án efa eftir að gleðja yngstu gestina mikið.

Mynd/Marinó Flóvent.

Með glæsilegu umhverfi, metnaðarfullu teymi og fjölbreyttri upplifun er BRASA að festa sig í sessi sem nýr og spennandi áfangastaður í hjarta Kópavogs. „Við erum bara rétt að byrja,“ segir Kristín að lokum. „Og við hlökkum ótrúlega til að taka á móti gestum og bjóða þá velkomna inn á BRASA.“

Mynd/Marinó Flóvent.

Hægt er að bóka borð fyrir sérréttaséðil frá og með 26. nóvember á Dineout.

BRASA er á Facebook og Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.