Innlent

Bæjar­full­trúar slást um oddvitasætið í Hafnar­firði

Agnar Már Másson skrifar
Orri Björnsson og Kristín María slást um oddvitasætið í Hafnafirði. Bæði eru þau bæjarfulltrúar og Orri tók við sem oddviti þegar forveri hans tók sér sæti á þingi.
Orri Björnsson og Kristín María slást um oddvitasætið í Hafnafirði. Bæði eru þau bæjarfulltrúar og Orri tók við sem oddviti þegar forveri hans tók sér sæti á þingi. Samsett Mynd

Fimmtán framboð bárust í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en tveir bæjarfulltrúar etja þar kappi um oddvitasætið.

Prófkjörið verður haldið 7. febrúar en þar sem Rósa Guðbjartsdóttir, sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í síðustu sveitarstjórnarkosningum 2022, hefur tekið sæti á þingi mun nýr oddviti standa í stafni D-listans í kosningunum vor. 

Tveir bæjarfulltrúar keppast þar um 1. sætið: þau Orri Björnsson, formaður bæjarráðs sem tók við sem oddviti flokksins, og Kristín María Thoroddsen bæjarfulltrúi. 

Um 2. sætið keppast Guðbjörg Oddný Jónasdóttir bæjarfulltrúi og Viktor Pétur Finnsson varaþingmaður.

Viktor hefur einnig gefið kost á sér í 3. sætið en auk hans sækjast Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar, Helga Loftsdóttir varabæjarfulltrúi og Hilmar Ingimundarson, framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Bjarkar, og Eva Björk Harðardóttir, fyrrverandi oddviti flokksins í Skaftárhreppi.

Örn Geirsson umsjónarmaður fasteigna gefur kost á sér í 4. sætið en auk hans gefa þeir Birkir Snær Brynleifsson laganemi og Einar Páll Þ. Mathiesen hagfræðingur kost á sér í 4.-5. sæti. Þórhallur Guðmundsson viðskiptafræðingur gefur einnig kost á sér í 5. sæti.

Þá hafa Júlíus Freyr Bjarnason vélfræðingur, Kristjana Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur og formaður fulltrúaráðs flokksisn í Hafnarfirði, og Unnur Elín Samúelsdóttir sálfræðingur gefið kost á sér í ótilgreind sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×