Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2026 12:09 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í átta mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með ofbeldi og hótunum, og brot gegn brottvísun af heimili. „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko,“ er meðal þess sem hann var dæmdur fyrir að segja. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 7. janúar. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með því að hafa á alvarlegan hátt ítrekað ógnað heilsu og velferð hans með ofbeldi og hótunum. Hann hafi meðal annars slegið föður sinn með opnum lófa, í tvö skipti slegið föður sinn í tvö skipti með lampaskermi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á augnloki og augnsvæði og sár á augabrúnasvæð og sest ofan á föður sinn og vafið laki um höfuð hans. Hótaði að berja föður sinn í stöppu Þá hafi hann ítrekað hótað föður sínum ofbeldi en á hljóðupptöku hafi meðal annars eftirfarandi náðst: „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko.“ „Upp í Spöng að kaupa bjór og taka út í Arion banka. Maðurinn sem ætlaði niður á Suðurlandsbraut að taka út pening. Ef þú ferð ekki niður eftir fokking 10 mínútur, þá ber ég þig í stöppu. Ég tek tímann.“ Loks hafi hann verið ákærður fyrir brot gegn brottvísun af heimili, með því að hafa farið inn fyrir 50 metra radíussvæði frá miðju hússins og inn í íbúð í Reykjavík, þegar hann sætti nálgunarbanni og brottvísun af heimilinu. Með áfengissýki og fjölfíkn Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi brot hans verið talin sönnuð án frekari sönnunarfærslu. Undir meðferð málsins hafi geðlæknir verið dómkvaddur til þess að meta geðhag mannsins. Í samantekt læknisins komi fram að maðurinn sé haldinn áfengissýki og fjölfíkn, hann hafi verið greindur með athyglisbrest með ofvirkni og sé haldinn persónuleikaröskun. Hann hafi glímt við alvarlegan fíknisjúkdóm og hvatvísi frá því snemma á ævinni. Hann hafi sýnt af sér andfélagslega hegðun með endurteknu ofbeldi. Fíkn hans hafi verið samfelld og mikil frá unglingsárum og hann hafi ítrekað farið í meðferð. Hann hafi sýnt af sér erfiða og ógnandi hegðun sem hafi bitnað mikið á foreldrum hans og virðist ekki hafa sýnt mikla eftirsjá vegna þessarar hegðunar. Honum finnist sem faðir hans hafi á sinn hátt átt þetta skilið og þurfi hann að halda aftur af sér í reiði sinni gagnvart föður sínum. Greind í lægri kanti en sakfær Honum hafi gengið illa í skóla námslega en vel í íþróttum. Miðað við námslegan framgang megi ætla að greind sé í lægri kanti og samræmist það orðfæri í viðtölum við geðlækninn. Þá hafi hann einnig orðið fyrir höfuðhöggum, auk þess sem hann hafi neytt mikils magns vímuefna af ýmsu tagi. Þetta sé til þess fallið að skerða dómgreind hans og innsæi. Hann geti rætt um ákæruefnin og rakið málavöxtu að nokkru og svarað fyrir þau. Hann geri sér grein fyrir að verði sekt sönnuð geti það leitt til refsingar. Engar vísbendingar hafi verið um að hann hafi verið ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundur og hann sé því sakfær. Niðurstaða dómsins var sem áður segir að dæma manninn í átta mánaða fangelsi. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, eina milljón króna. Dómsmál Heimilisofbeldi Fíkn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 7. janúar. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi gagnvart föður sínum, með því að hafa á alvarlegan hátt ítrekað ógnað heilsu og velferð hans með ofbeldi og hótunum. Hann hafi meðal annars slegið föður sinn með opnum lófa, í tvö skipti slegið föður sinn í tvö skipti með lampaskermi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á augnloki og augnsvæði og sár á augabrúnasvæð og sest ofan á föður sinn og vafið laki um höfuð hans. Hótaði að berja föður sinn í stöppu Þá hafi hann ítrekað hótað föður sínum ofbeldi en á hljóðupptöku hafi meðal annars eftirfarandi náðst: „Ég stúta honum. Ef hann drullar sér ekki niður eftir og reddar restinni, þá ber ég hann. Ég stúta honum. Ég stúta þér sko.“ „Upp í Spöng að kaupa bjór og taka út í Arion banka. Maðurinn sem ætlaði niður á Suðurlandsbraut að taka út pening. Ef þú ferð ekki niður eftir fokking 10 mínútur, þá ber ég þig í stöppu. Ég tek tímann.“ Loks hafi hann verið ákærður fyrir brot gegn brottvísun af heimili, með því að hafa farið inn fyrir 50 metra radíussvæði frá miðju hússins og inn í íbúð í Reykjavík, þegar hann sætti nálgunarbanni og brottvísun af heimilinu. Með áfengissýki og fjölfíkn Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi brot hans verið talin sönnuð án frekari sönnunarfærslu. Undir meðferð málsins hafi geðlæknir verið dómkvaddur til þess að meta geðhag mannsins. Í samantekt læknisins komi fram að maðurinn sé haldinn áfengissýki og fjölfíkn, hann hafi verið greindur með athyglisbrest með ofvirkni og sé haldinn persónuleikaröskun. Hann hafi glímt við alvarlegan fíknisjúkdóm og hvatvísi frá því snemma á ævinni. Hann hafi sýnt af sér andfélagslega hegðun með endurteknu ofbeldi. Fíkn hans hafi verið samfelld og mikil frá unglingsárum og hann hafi ítrekað farið í meðferð. Hann hafi sýnt af sér erfiða og ógnandi hegðun sem hafi bitnað mikið á foreldrum hans og virðist ekki hafa sýnt mikla eftirsjá vegna þessarar hegðunar. Honum finnist sem faðir hans hafi á sinn hátt átt þetta skilið og þurfi hann að halda aftur af sér í reiði sinni gagnvart föður sínum. Greind í lægri kanti en sakfær Honum hafi gengið illa í skóla námslega en vel í íþróttum. Miðað við námslegan framgang megi ætla að greind sé í lægri kanti og samræmist það orðfæri í viðtölum við geðlækninn. Þá hafi hann einnig orðið fyrir höfuðhöggum, auk þess sem hann hafi neytt mikils magns vímuefna af ýmsu tagi. Þetta sé til þess fallið að skerða dómgreind hans og innsæi. Hann geti rætt um ákæruefnin og rakið málavöxtu að nokkru og svarað fyrir þau. Hann geri sér grein fyrir að verði sekt sönnuð geti það leitt til refsingar. Engar vísbendingar hafi verið um að hann hafi verið ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundur og hann sé því sakfær. Niðurstaða dómsins var sem áður segir að dæma manninn í átta mánaða fangelsi. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, eina milljón króna.
Dómsmál Heimilisofbeldi Fíkn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira