Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Árni Sæberg skrifar 29. desember 2025 07:00 Salan á Íslandsbanka, tollastríð Trumps, opnun Starbucks og ekki síst gjaldþrot Play eru meðal helstu viðskiptafrétta ársins 2025. Vísir/Grafík Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af langþráðum stýrivaxtalækkunum, dramatísku gjaldþroti flugfélags og væringum á alþjóðamarkaði vegna tolla. Í þessari yfirferð yfir viðskiptafréttir ársins á Vísi verður þó ekki aðeins lagt mat á það hvaða viðskiptafréttir á liðnu ári voru stærstar, mikilvægastar eða mest afhjúpandi. Hér verður það áhugi sem ræður för; hvað þótti lesendum Vísis áhugaverðast, eftirtektarverðast eða beinlínis skemmtilegast á viðskiptaárinu sem er að líða? Heil vika undirlögð fréttum af Play Undirritaður gleymir því seint þegar hann sat á morgunfundi fréttastofunnar, á því sem leit út fyrir að verða tíðindalítill mánudagur í september, og hann sá stærstu viðskiptafrétt ársins birtast í tilkynningu til Kauphallar. „Play er farið á hausinn!“ gólaði hann og skrifaði fréttina í flýti. Ekki þurfti að ræða frekar á morgunfundinum hvað yrði í fréttum dagsins og raunar var öll næsta vika búin að teiknast upp. Fréttin hér að ofan varð lang-, lang-, langmest lesna viðskiptafrétt ársins og mest lesna fréttin á Vísi í heild, ef frá eru taldar fréttavaktir og beinar útsendingar. Það skyldi engan furða enda varð gríðarlegur fjöldi ferðamanna strandaglópar víða um heim, fólk vissi ekki hver réttindi þess voru vegna gjaldþrotsins, orðrómur fór á kreik um að brögð væru í tafli í tengslum við maltneskt dótturfélag og svo mætti lengi telja. Allar fréttir af gjaldþroti Play má lesa hér. Ljóst er að flugþjóðin Íslendingar hefur mikinn áhuga á fréttum af flugi en aðeins neðar á lista yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins er frétt af helsta keppinaut Play. Að morgni 4. nóvember gekk Icelandair frá starfslokasamningum við 38 starfsmenn. Flestir unnu þeir á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði ákvörðunina mjög erfiða. Um eina af 23 hópuppsögnum ársins var að ræða. Súkkulaðigjaldþrot og forvitni um þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir Athygli blaðamanns vekur að næstmest lesna viðskiptafrétt ársins var ekki um söluna á Íslandsbanka, dómsmál sem hafa áhrif á tugþúsundir lánþega eða gríðarlega umdeilda hækkun á veiðigjöldum. Hún var um gjaldþrot súkkulaðiframleiðandans Omnom og áhyggjur kröfuhafa af því. Í október var greint frá því að vörumerki Omnom væru komin í eigu Helga Más Gíslasonar, barnabarns Helga Vilhjálmssonar í Góu. Góa hefði þegar tekið yfir framleiðslu súkkulaðisins. Omnom hf. væri gjaldþrota en Helgi Már hefði stofnað félagið Omnom ehf. Kröfuhafar sem Vísir ræddi við á sínum tíma sögðust óttast að fá ekkert upp í milljónakröfur í þrotabúið. Skiptastjóri sagði mikið verk að gera upp búið. Bronsið á lista yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins hreppir úttekt Vísis á þeim sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, þegar ríkissjóður seldi sig alveg út úr bankanum. Umsvifamiklir athafnamenn voru mest áberandi á lista þeirra sem keyptu fyrir milljónirnar tuttugu en þó voru nokkur óvænt nöfn inni á milli. Þar mátti til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. Bandarískt kaffi, dýrkeypt sæti og mygla í kælinum Lesendur Vísis voru sólgnir í neytendafréttir þetta árið líkt og öll önnur ár. Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks opnaði tvö útibú hér á landi á árinu. Lesendur vildu ólmir vita hvað bollinn kostaði en fjölmargir athuguðu það sjálfir á staðnum, eftir að hafa beðið í langri röð fyrir utan. Íslendingar virðast una sér vel í röðum þegar erlendar keðjur opna útibú hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um á árinu. Verð á kaffi var ekki það eina sem vakti athygli á árinu en marga rak í rogastans þegar greint var frá því að vert í miðborginni hefði rukkað viðskiptavini sína fyrir það eitt að fá sér sæti á 17. júní. Neytendur velta þó fleiru fyrir sér en verði og þar vega gæði og hreinlæti þungt. Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí, líkt og lesendur lásu um í ágúst. Strax í september var hins vegar greint frá því að forsvarsmenn staðarins hefðu tekið hann í gegn og flogið í gegnum aðra úttekt heilbrigðiseftirlitsmanna. Stóra Vaxtamálið Eitt helsta fréttamál ársins var Vaxtamálið svokallaða. Neytendur höfðuðu þá mál á hendur viðskiptabönkunum þremur með fulltingi Neytendasamtakanna. Í október dæmdi Hæstiréttur tiltekna skilmála Íslandsbanka í samningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum ólögmæta. Það olli því að allir lánveitendur landsins breyttu lánaframboði sínu og Seðlabankinn hóf að birta svokallað vaxtaviðmið. Mest lesna fréttin um Vaxtamálið var um spá þeirra Páls Pálssonar fasteignasala og Más Wolfgangs Mixa, dósents við Háskóla Íslands, um að málið myndi leiða til fjöldagjaldþrota byggingarverktaka. Nú í desember kvað Hæstiréttur upp dóm í öðru máli neytenda en þá var Arion banki sýknaður af öllum kröfum. Sú frétt vakti ekki jafnmikla athygli og fréttin um Íslandsbanka. Loks var Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur málum þann 22. desember. Markaðurinn náði lágpunkti eftir tollatilkynningu Trumps Ýmislegt markvert gerðist í íslensku viðskiptalífi á árinu sem líður, sem ratar þó ekki á lista yfir þær fréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga á. Til að mynda varð mikill titringur á markaði í apríl í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti nýja tolla á innflutning frá öllum heimsins ríkjum. Við Íslendingar sluppum ágætlega við tollagleði Trumps en hlutabréfamarkaður fór þó ekki varhluta af henni. Verð á markaði tók skarpa dýfu strax eftir tollatilkynninguna og úrvalsvísitalan náði lágpunkti ársins þann 9. apríl og hafði ekki verið lægri frá því í september árið áður. Markaðurinn rétti þó úr kútnum og þegar þessi frétt er skrifuð er úrvalsvísitalan örlítið lægri en hún var þann 1. janúar. Þá vöktu aðrar verndarráðstafanir talsverða athygli á árinu en í nóvember samþykktu aðildarríki Evrópusambandsins verndaraðgerðir vegna kísilmálms, sem Ísland er ekki undanskilið. Klístruð gólf og synjun plöguðu Alvotech Í nóvember barst tilkynning frá Alvotech um að bandaríska lyfjastofnunin veitti félaginu að svo stöddu ekki leyfi fyrir AVT05, hliðstæðu við gigtarlyfið Simponi. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð félagsins og varð lægra en það hafði nokkurn tímann verið, 636 krónur á hlut. Nokkrum dögum síðar birti Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir Simponi. Ábendingar stofnunarinnar voru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setti út á voru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri. Sama dag og fréttin hér að ofan var birt birti Alvotech uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Daginn eftir lækkaði gengi hlutabréfa félagsins enn og í byrjun desember náði það sögulegu lágmarki, 560 krónum á hlut. Bankar kaupa tryggingafélög Í lok febrúar gengu kaup Landsbankans á TM af Kviku banka endanlega í gegn. Með kaupverðsaðlögun nam verðið 32,3 milljörðum króna. Þá barst Kauphöll tilkynning í nóvember um að stjórnir Íslandsbanka hf. og Skaga hf. hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og skilmálaskjal hefði verið undirritað af hálfu beggja aðila. Skagi er móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, sem varð til með sameiningu VÍS og Fossa. „Samrunaaðilar sjá fjölmörg tækifæri í sameiningu félaganna. Báðir aðilar hafa lýst vilja sínum til ytri vaxtar og telja að ýmis tækifæri felist í samþættingu á fjármálamarkaði, sem geti skapað veruleg verðmæti fyrir sameinað félag, viðskiptavini þess og aðra hagsmunaaðila sagði í tilkynningunni. Eðli málsins samkvæmt gefst ekki rými til að fara yfir allar mikilvægar viðskiptafréttir ársins en neðst í fréttinni má sjá ótæmandi lista yfir þær. In memoriam Það er fátt sem lesendur Vísis hafa meiri áhuga á en fréttir af gjaldþrotum fyrirtækja eða lokun þeirra af öðrum ástæðum. Því verður hér stiklað á stóru yfir það helsta sem gerðist í þeim efnum á árinu. Gjaldþrot Omnom var sú gjaldþrotafrétt sem lesendur sýndu mestan áhuga, fyrir utan fréttina af gjaldþroti Play, auðvitað. Helgi í Góu framleiðir nú Omnomsúkkulaði en hann er einnig eigandi KFC á Íslandi. Frétt af KFC í Danmörku var einmitt þriðja mest lesna fréttin sem setja má í þennan flokk. Í júní var greint frá því að öllum veitingahúsum KFC í Danmörku hefði verið lokað eftir að upp komst um meiri háttar vanrækslu á heilsuháttarverklagi. Leyfishafi keðjunnar í Danmörku var Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson en faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986. Bruninn gerði út af við Macland Í mars var Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn sagði bruna í Kringlunni sumarið 2024 hafa gert út af við reksturinn. Upphaflegur stofnandi Maclands tilkynnti aftur á móti í september að hann hyggðist endurvekja reksturinn. „Dagur eyðilagði þetta“ Eigendur fataverslunarinnar Gyllta kattarins, sem rekin var við Austurstræti í tvo áratugi, gáfust upp á því að reka verslun í miðborginni í ár. „Dagur eyðilagði þetta, það er bara þannig,“ sagði annar þeirra í samtali við Vísi. Galtóm bú veitingamanna Loks var greint frá því í ár að ekkert hefði fengist upp í ríflega 120 milljóna króna kröfur í þrotabú tveggja einkahlutafélaga hjóna sem ráku veitingastaði á Akureyri, meðal annars útibú keðjanna Hamborgarafabrikkunnar, Lemon og Blackbox þar í bæ. Ástfangnasti maður landsins í sínum aldursflokki Við ljúkum þessari yfirferð yfir þær viðskiptafréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga á í raun og veru. Það var eins og venjulega mannlegi þátturinn sem höfðaði til fólks og sér í lagi Atvinnulífsviðtöl Rakelar Sveinsdóttur. Þar tróndi á toppnum viðtal við Hermann Guðmundsson, sem er í dag framkvæmdastjóri og annar af tveimur eigendum fyrirtækisins Kemi ehf. Hann byrjaði starfsferil sinn sem þjónn, eins og hann kom inn á í viðtalinu. „Maður lærir mjög margt í mannlegum samskiptum af því að starfa sem þjónn. Að lesa í fólk á örfáum sekúndum; hvaða viðskiptavinir vildu að maður væri léttur og með grín og hvaða viðskiptavinir vildu að maður væri þögull og ekkert að skipta sér af.“ Þá sagði í viðtalinu að Hermann væri án efa einn ástfangnasti maður sinnar kynslóðar, að minnsta kosti svo vitað væri. „En við tókum einfaldlega ákvörðun um að vera ekki í neinum feluleik um það hvernig okkur líður saman. Að rækta sambandið meðal annars með því að vera ófeimin við að sýna það, hvað sem öðrum kann að finnast,“ sagði hann um samband sitt við Svövu Gunnarsdóttur. Velti fyrir sér hvenær sögusagnirnar sem raungerðust myndu þagna Viðtal við Nadine Guðrúnu Yaghi, þáverandi forstöðumann samskipta- og markaðssviðs Play, vakti mikla athygli lesenda, enda var fyrirsögnin grípandi. „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögusagnirnar sem Nadine Guðrún vísaði til voru um ætlað yfirvofandi gjaldþrot Play. „Já, við könnumst auðvitað við þessa umræðu og auðvitað er hún hvimleið. Raunar á ég oft erfitt með að sjá hvaðan þetta sprettur í ljósi þess að innanhúss hjá okkur er staðan einfaldlega allt önnur. Þar hlæjum við að þessum sögusögnum og einbeitum okkur að því að hugsa fram í tímann,“ sagði hún í janúar. Í september raungerðust sögusagnir um gjaldþrot Play. Ekki sérlega „töff“ að elska stærðfræði Þriðja mest lesna Atvinnulífsviðtal ársins var við Hildi Einarsdóttur, sem hafði þá nýverið tekið við starfi forstjóra Advania. Hún er verkfræðingur og sagðist elska stærðfræði. „Já, ég veit að þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert. Mér finnst þetta svakalega skemmtilegt. Í raun jafn gaman og að leysa gátur,“ sagði hún. Fleiri viðskiptafréttir ársins: Heimar keyptu Grósku og Novator-félagar urðu stærstu hluthafar í Heimum Brim keypti Lýsi á þrátíu milljarða Þórunn seld og tuttugu sagt upp Skellt í lás í Eyjum og fimmtíu misstu vinnuna Bræðravíg í Bolungarvík Skattakóngur flutti úr landi Forstjóri Prís hætti óvænt Nova tók við af Sambíónum í Mjóddinni Átök auðkýfinganna Skel varð einn stærsti eigandi Sýnar Fréttir ársins 2025 Efnahagsmál Neytendur Húsnæðismál Lánamál Verðlag Fréttir af flugi Vinnumarkaður Alvotech Íslandsbanki Skagi Landsbankinn Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Salan á Íslandsbanka Gjaldþrot Gjaldþrot Play Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Vaxtamálið Fasteignamarkaður Dómsmál Bandaríkin Donald Trump Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Lyf Tryggingar Breytingar á veiðigjöldum Verslun Eldsvoði í Kringlunni Borgarstjórn Reykjavík Akureyri Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Í þessari yfirferð yfir viðskiptafréttir ársins á Vísi verður þó ekki aðeins lagt mat á það hvaða viðskiptafréttir á liðnu ári voru stærstar, mikilvægastar eða mest afhjúpandi. Hér verður það áhugi sem ræður för; hvað þótti lesendum Vísis áhugaverðast, eftirtektarverðast eða beinlínis skemmtilegast á viðskiptaárinu sem er að líða? Heil vika undirlögð fréttum af Play Undirritaður gleymir því seint þegar hann sat á morgunfundi fréttastofunnar, á því sem leit út fyrir að verða tíðindalítill mánudagur í september, og hann sá stærstu viðskiptafrétt ársins birtast í tilkynningu til Kauphallar. „Play er farið á hausinn!“ gólaði hann og skrifaði fréttina í flýti. Ekki þurfti að ræða frekar á morgunfundinum hvað yrði í fréttum dagsins og raunar var öll næsta vika búin að teiknast upp. Fréttin hér að ofan varð lang-, lang-, langmest lesna viðskiptafrétt ársins og mest lesna fréttin á Vísi í heild, ef frá eru taldar fréttavaktir og beinar útsendingar. Það skyldi engan furða enda varð gríðarlegur fjöldi ferðamanna strandaglópar víða um heim, fólk vissi ekki hver réttindi þess voru vegna gjaldþrotsins, orðrómur fór á kreik um að brögð væru í tafli í tengslum við maltneskt dótturfélag og svo mætti lengi telja. Allar fréttir af gjaldþroti Play má lesa hér. Ljóst er að flugþjóðin Íslendingar hefur mikinn áhuga á fréttum af flugi en aðeins neðar á lista yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins er frétt af helsta keppinaut Play. Að morgni 4. nóvember gekk Icelandair frá starfslokasamningum við 38 starfsmenn. Flestir unnu þeir á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði ákvörðunina mjög erfiða. Um eina af 23 hópuppsögnum ársins var að ræða. Súkkulaðigjaldþrot og forvitni um þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir Athygli blaðamanns vekur að næstmest lesna viðskiptafrétt ársins var ekki um söluna á Íslandsbanka, dómsmál sem hafa áhrif á tugþúsundir lánþega eða gríðarlega umdeilda hækkun á veiðigjöldum. Hún var um gjaldþrot súkkulaðiframleiðandans Omnom og áhyggjur kröfuhafa af því. Í október var greint frá því að vörumerki Omnom væru komin í eigu Helga Más Gíslasonar, barnabarns Helga Vilhjálmssonar í Góu. Góa hefði þegar tekið yfir framleiðslu súkkulaðisins. Omnom hf. væri gjaldþrota en Helgi Már hefði stofnað félagið Omnom ehf. Kröfuhafar sem Vísir ræddi við á sínum tíma sögðust óttast að fá ekkert upp í milljónakröfur í þrotabúið. Skiptastjóri sagði mikið verk að gera upp búið. Bronsið á lista yfir mest lesnu viðskiptafréttir ársins hreppir úttekt Vísis á þeim sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, þegar ríkissjóður seldi sig alveg út úr bankanum. Umsvifamiklir athafnamenn voru mest áberandi á lista þeirra sem keyptu fyrir milljónirnar tuttugu en þó voru nokkur óvænt nöfn inni á milli. Þar mátti til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. Bandarískt kaffi, dýrkeypt sæti og mygla í kælinum Lesendur Vísis voru sólgnir í neytendafréttir þetta árið líkt og öll önnur ár. Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks opnaði tvö útibú hér á landi á árinu. Lesendur vildu ólmir vita hvað bollinn kostaði en fjölmargir athuguðu það sjálfir á staðnum, eftir að hafa beðið í langri röð fyrir utan. Íslendingar virðast una sér vel í röðum þegar erlendar keðjur opna útibú hér á landi, líkt og Vísir fjallaði um á árinu. Verð á kaffi var ekki það eina sem vakti athygli á árinu en marga rak í rogastans þegar greint var frá því að vert í miðborginni hefði rukkað viðskiptavini sína fyrir það eitt að fá sér sæti á 17. júní. Neytendur velta þó fleiru fyrir sér en verði og þar vega gæði og hreinlæti þungt. Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí, líkt og lesendur lásu um í ágúst. Strax í september var hins vegar greint frá því að forsvarsmenn staðarins hefðu tekið hann í gegn og flogið í gegnum aðra úttekt heilbrigðiseftirlitsmanna. Stóra Vaxtamálið Eitt helsta fréttamál ársins var Vaxtamálið svokallaða. Neytendur höfðuðu þá mál á hendur viðskiptabönkunum þremur með fulltingi Neytendasamtakanna. Í október dæmdi Hæstiréttur tiltekna skilmála Íslandsbanka í samningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum ólögmæta. Það olli því að allir lánveitendur landsins breyttu lánaframboði sínu og Seðlabankinn hóf að birta svokallað vaxtaviðmið. Mest lesna fréttin um Vaxtamálið var um spá þeirra Páls Pálssonar fasteignasala og Más Wolfgangs Mixa, dósents við Háskóla Íslands, um að málið myndi leiða til fjöldagjaldþrota byggingarverktaka. Nú í desember kvað Hæstiréttur upp dóm í öðru máli neytenda en þá var Arion banki sýknaður af öllum kröfum. Sú frétt vakti ekki jafnmikla athygli og fréttin um Íslandsbanka. Loks var Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur málum þann 22. desember. Markaðurinn náði lágpunkti eftir tollatilkynningu Trumps Ýmislegt markvert gerðist í íslensku viðskiptalífi á árinu sem líður, sem ratar þó ekki á lista yfir þær fréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga á. Til að mynda varð mikill titringur á markaði í apríl í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti nýja tolla á innflutning frá öllum heimsins ríkjum. Við Íslendingar sluppum ágætlega við tollagleði Trumps en hlutabréfamarkaður fór þó ekki varhluta af henni. Verð á markaði tók skarpa dýfu strax eftir tollatilkynninguna og úrvalsvísitalan náði lágpunkti ársins þann 9. apríl og hafði ekki verið lægri frá því í september árið áður. Markaðurinn rétti þó úr kútnum og þegar þessi frétt er skrifuð er úrvalsvísitalan örlítið lægri en hún var þann 1. janúar. Þá vöktu aðrar verndarráðstafanir talsverða athygli á árinu en í nóvember samþykktu aðildarríki Evrópusambandsins verndaraðgerðir vegna kísilmálms, sem Ísland er ekki undanskilið. Klístruð gólf og synjun plöguðu Alvotech Í nóvember barst tilkynning frá Alvotech um að bandaríska lyfjastofnunin veitti félaginu að svo stöddu ekki leyfi fyrir AVT05, hliðstæðu við gigtarlyfið Simponi. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð félagsins og varð lægra en það hafði nokkurn tímann verið, 636 krónur á hlut. Nokkrum dögum síðar birti Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech í tengslum við umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrir Simponi. Ábendingar stofnunarinnar voru tíu talsins og allar í nokkrum liðum. Meðal þess sem stofnunin setti út á voru klístruð gólf og mygla í verksmiðju Alvotech að Sæmundargötu í Vatnsmýri. Sama dag og fréttin hér að ofan var birt birti Alvotech uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Daginn eftir lækkaði gengi hlutabréfa félagsins enn og í byrjun desember náði það sögulegu lágmarki, 560 krónum á hlut. Bankar kaupa tryggingafélög Í lok febrúar gengu kaup Landsbankans á TM af Kviku banka endanlega í gegn. Með kaupverðsaðlögun nam verðið 32,3 milljörðum króna. Þá barst Kauphöll tilkynning í nóvember um að stjórnir Íslandsbanka hf. og Skaga hf. hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og skilmálaskjal hefði verið undirritað af hálfu beggja aðila. Skagi er móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, sem varð til með sameiningu VÍS og Fossa. „Samrunaaðilar sjá fjölmörg tækifæri í sameiningu félaganna. Báðir aðilar hafa lýst vilja sínum til ytri vaxtar og telja að ýmis tækifæri felist í samþættingu á fjármálamarkaði, sem geti skapað veruleg verðmæti fyrir sameinað félag, viðskiptavini þess og aðra hagsmunaaðila sagði í tilkynningunni. Eðli málsins samkvæmt gefst ekki rými til að fara yfir allar mikilvægar viðskiptafréttir ársins en neðst í fréttinni má sjá ótæmandi lista yfir þær. In memoriam Það er fátt sem lesendur Vísis hafa meiri áhuga á en fréttir af gjaldþrotum fyrirtækja eða lokun þeirra af öðrum ástæðum. Því verður hér stiklað á stóru yfir það helsta sem gerðist í þeim efnum á árinu. Gjaldþrot Omnom var sú gjaldþrotafrétt sem lesendur sýndu mestan áhuga, fyrir utan fréttina af gjaldþroti Play, auðvitað. Helgi í Góu framleiðir nú Omnomsúkkulaði en hann er einnig eigandi KFC á Íslandi. Frétt af KFC í Danmörku var einmitt þriðja mest lesna fréttin sem setja má í þennan flokk. Í júní var greint frá því að öllum veitingahúsum KFC í Danmörku hefði verið lokað eftir að upp komst um meiri háttar vanrækslu á heilsuháttarverklagi. Leyfishafi keðjunnar í Danmörku var Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson en faðir hans stofnaði KFC í Danmörku árið 1986. Bruninn gerði út af við Macland Í mars var Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn sagði bruna í Kringlunni sumarið 2024 hafa gert út af við reksturinn. Upphaflegur stofnandi Maclands tilkynnti aftur á móti í september að hann hyggðist endurvekja reksturinn. „Dagur eyðilagði þetta“ Eigendur fataverslunarinnar Gyllta kattarins, sem rekin var við Austurstræti í tvo áratugi, gáfust upp á því að reka verslun í miðborginni í ár. „Dagur eyðilagði þetta, það er bara þannig,“ sagði annar þeirra í samtali við Vísi. Galtóm bú veitingamanna Loks var greint frá því í ár að ekkert hefði fengist upp í ríflega 120 milljóna króna kröfur í þrotabú tveggja einkahlutafélaga hjóna sem ráku veitingastaði á Akureyri, meðal annars útibú keðjanna Hamborgarafabrikkunnar, Lemon og Blackbox þar í bæ. Ástfangnasti maður landsins í sínum aldursflokki Við ljúkum þessari yfirferð yfir þær viðskiptafréttir sem lesendur höfðu mestan áhuga á í raun og veru. Það var eins og venjulega mannlegi þátturinn sem höfðaði til fólks og sér í lagi Atvinnulífsviðtöl Rakelar Sveinsdóttur. Þar tróndi á toppnum viðtal við Hermann Guðmundsson, sem er í dag framkvæmdastjóri og annar af tveimur eigendum fyrirtækisins Kemi ehf. Hann byrjaði starfsferil sinn sem þjónn, eins og hann kom inn á í viðtalinu. „Maður lærir mjög margt í mannlegum samskiptum af því að starfa sem þjónn. Að lesa í fólk á örfáum sekúndum; hvaða viðskiptavinir vildu að maður væri léttur og með grín og hvaða viðskiptavinir vildu að maður væri þögull og ekkert að skipta sér af.“ Þá sagði í viðtalinu að Hermann væri án efa einn ástfangnasti maður sinnar kynslóðar, að minnsta kosti svo vitað væri. „En við tókum einfaldlega ákvörðun um að vera ekki í neinum feluleik um það hvernig okkur líður saman. Að rækta sambandið meðal annars með því að vera ófeimin við að sýna það, hvað sem öðrum kann að finnast,“ sagði hann um samband sitt við Svövu Gunnarsdóttur. Velti fyrir sér hvenær sögusagnirnar sem raungerðust myndu þagna Viðtal við Nadine Guðrúnu Yaghi, þáverandi forstöðumann samskipta- og markaðssviðs Play, vakti mikla athygli lesenda, enda var fyrirsögnin grípandi. „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögusagnirnar sem Nadine Guðrún vísaði til voru um ætlað yfirvofandi gjaldþrot Play. „Já, við könnumst auðvitað við þessa umræðu og auðvitað er hún hvimleið. Raunar á ég oft erfitt með að sjá hvaðan þetta sprettur í ljósi þess að innanhúss hjá okkur er staðan einfaldlega allt önnur. Þar hlæjum við að þessum sögusögnum og einbeitum okkur að því að hugsa fram í tímann,“ sagði hún í janúar. Í september raungerðust sögusagnir um gjaldþrot Play. Ekki sérlega „töff“ að elska stærðfræði Þriðja mest lesna Atvinnulífsviðtal ársins var við Hildi Einarsdóttur, sem hafði þá nýverið tekið við starfi forstjóra Advania. Hún er verkfræðingur og sagðist elska stærðfræði. „Já, ég veit að þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert. Mér finnst þetta svakalega skemmtilegt. Í raun jafn gaman og að leysa gátur,“ sagði hún. Fleiri viðskiptafréttir ársins: Heimar keyptu Grósku og Novator-félagar urðu stærstu hluthafar í Heimum Brim keypti Lýsi á þrátíu milljarða Þórunn seld og tuttugu sagt upp Skellt í lás í Eyjum og fimmtíu misstu vinnuna Bræðravíg í Bolungarvík Skattakóngur flutti úr landi Forstjóri Prís hætti óvænt Nova tók við af Sambíónum í Mjóddinni Átök auðkýfinganna Skel varð einn stærsti eigandi Sýnar
Fréttir ársins 2025 Efnahagsmál Neytendur Húsnæðismál Lánamál Verðlag Fréttir af flugi Vinnumarkaður Alvotech Íslandsbanki Skagi Landsbankinn Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Salan á Íslandsbanka Gjaldþrot Gjaldþrot Play Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Vaxtamálið Fasteignamarkaður Dómsmál Bandaríkin Donald Trump Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Lyf Tryggingar Breytingar á veiðigjöldum Verslun Eldsvoði í Kringlunni Borgarstjórn Reykjavík Akureyri Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent