Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Viðskipti innlent 9.8.2025 13:47
Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Innlent 9.8.2025 00:22
Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Dæmi eru um að fólk í greiðsluerfiðleikum geti ekki lækkað afborganir af lánum þar sem það kemst ekki í gegnum greiðslumat. Formaður Neytendasamtakanna segir málið galið og vill breytingar. Neytendur 29.7.2025 21:29
Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent 22.7.2025 07:45
„Þær eru bara of dýrar“ Fasteignasali segir gjá hafa myndast milli verðs á nýbyggingum og eldri fasteignum sem verður til þess að nýjar íbúðir seljist í mun minna magni. Áttatíu prósent einstaklinga komast ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. Neytendur 21. júlí 2025 13:10
Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Skoðun 17. júlí 2025 09:00
Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Einungis 20 prósent tekjuhæstu einstaklingarnir hafa efni á að kaupa einir íbúðir sem kosta 60 milljónir króna eða meira, ef gert er ráð fyrir 80 prósent veðsetningarhlutfalli. Innlent 17. júlí 2025 06:40
Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Samhjálp hefur endurskipulagt starfsemi Kaffistofunnar og er að sögn framkvæmdastjórans „hálfnuð í mark“ við að tryggja áframhaldandi starfsemi hennar. Samtökin leita enn að nýju húsnæði en hafa tryggt sér iðnaðareldhús til að elda mat ofan í skjólstæðinga. Þau hafa sett sig í samband við kirkjusöfnuði en skoða einnig fjölbreyttari leiðir til að halda starfinu gangandi — kanna meðal annars hvort hægt sé að breyta gömlum amerískum strætisvögnum í kaffistofur. Innlent 15. júlí 2025 23:04
„Við erum bara happí og heimilislaus“ Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu. Innlent 14. júlí 2025 11:08
Íbúðum í byggingu fækkar Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra. Íbú'um í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka. Viðskipti innlent 11. júlí 2025 15:40
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur um það bil áttfaldast á sama tíma og laun hafa tæplega sexfaldast. Viðskipti innlent 9. júlí 2025 16:57
Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum. Viðskipti innlent 9. júlí 2025 07:53
Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu. Innlent 8. júlí 2025 14:35
Inga mundaði skófluna við Sóltún Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra, tók í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins við Sóltún í Reykjavík. Áætlað er að bæta 67 hjúkrunarrýmum við Sóltún og eru verklok áætluð 2027. Innlent 4. júlí 2025 21:52
Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári. Viðskipti innlent 4. júlí 2025 10:17
Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Innlent 1. júlí 2025 16:51
Eftirspurnin fór „langt fram úr“ áætlunum með innkomu Kviku á íbúðalánamarkað Sókn Kviku inn á íbúðalánamarkaðinn hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn bankastjórans, en á rétt ríflega einum mánuði nema þau útlán bankans samtals um tuttugu milljörðum, vel umfram vaxtarmarkmið bankans fyrir árið í heild sinni. Til að tempra vöxtinn, sem hefur einkum verið vegna endurfjármögnunar, hefur bankinn núna hækkað lítillega vextina á nýjum breytilegum óverðtryggðum lánum en líklegt er viðmið um vægi íbúðalána af heildarlánasafni Kviku verði eitthvað hærra en áður hefur verið gefið út. Innherji 1. júlí 2025 09:27
Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Öryrkjabandalag Íslands lýsir yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs Polkowski. Bandalagið mun greiða málskostnaðartrygginguna fyrir Jakub, sem hljóðar upp rúma milljón króna. Innlent 27. júní 2025 21:08
Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 27. júní 2025 16:38
Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Viðskipti innlent 27. júní 2025 11:53
Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og stendur nú í 656,5 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 526,8 stig og hækkaði um 0,90 prósent frá maí 2025. Viðskipti innlent 27. júní 2025 10:13
Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Húsnæði á Íslandi er almennt verulega vantryggt fyrir bruna og allt of margir láta hjá líða að uppfæra brunabótamat á eignum sínum. Dæmi eru um að fólk sitji eftir með sárt ennið og fái litlar sem engar bætur eftir eldsvoða. Viðskipti innlent 26. júní 2025 23:34
Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, segir húsnæði almennt verulega vantryggt fyrir bruna á Íslandi. Það kemur fram í nýju mati stofnunarinnar á brunabótatryggingum Íslendinga. Í tilkynningu kemur fram að athugunin hafi verið sett af stað í kjölfar endurmats á brunabótamat í Grindavík vegna uppkaupa ríkisins á eignum í Grindavík. Neytendur 26. júní 2025 09:33
Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats HMS boðar til opins fundar í dag klukkan 9:00. Tilefni fundarins er útgáfa Vegvísis að brunabótamati 2025 - bætt framkvæmd brunabótamats. Neytendur 26. júní 2025 08:46
Sex hlutir sem þú vissir ekki um húsnæðisfélög Töluverð umræða hefur kviknað um húsnæðismál í kjölfar kvörtunar Viðskiptaráðs til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir ólögmætri ríkisaðstoð til húsnæðisfélaga. Í nýlegri grein sakar forseti ASÍ ráðið meðal annars um rangfærslur í málinu. Hér fylgja sex atriði sem svara þeirri gagnrýni og útskýra jafnframt hvað felst í kvörtuninni. Skoðun 24. júní 2025 07:30