Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Húðflúrari fór frá hálf­kláruðum fugli á hálsi

Húðflúrara hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 280 þúsund krónur eftir að hann fór frá hálfkláruðu verki og sagðist hættur störfum. Viðskiptavinurinn var búinn að greiða fyrir verkið en hafði einungis fengið dökkan bakgrunn flúraðan á allan handlegginn og útlínur fugls á hálsi en bæði voru verkin ófullgerð.

Neytendur
Fréttamynd

„Áhyggju­efni ef fyrir­tækin mæta þessu með semingi“

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið.

Neytendur
Fréttamynd

Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári

Bílaleiga Akureyrar, Höldur, hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum að frá og með áramótum muni fyrirtækið innheimta aukalegar 1550 krónur af viðskiptavinum sem eru með bíla í langtímaleigu hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Lengja opnun, gleðja starfs­fólk og spara peninga

Mikil breyting hefur verið gerð á opnunartíma Sorpu sem bæði opnar nú dyr sínar fyrr og lokar þeim síðar. Ekki er talið að breytingin feli í sér aukinn kostnað heldur raunar sparnað. Breytt vaktakerfi þýðir að starfsfólk vinnur færri helgar en áður.

Neytendur
Fréttamynd

Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja

„Það á að vera einfalt að gefa og þiggja og það er okkar nálgun, einföld að öllu leiti og notendavæn,“ segir Una María Unnarsdóttir, sölu og markaðsstjóri splunkunýrra rafrænna gjafabréfa sem komu á markaðinn í lok nóvember.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Elds­neytis­verð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári

Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur.

Neytendur
Fréttamynd

Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana

Jólabækurnar eru oftast ódýrastar í Bónus en þar er líka minnsta úrvalið. Ef lágvöruverslanirnar Bónus og Nettó eru undanskildar, var lægsta verðið oftast að finna í Bóksölu Stúdenta. Allt að 1500 krónu munur getur verið á kaupverði bóka milli verslana.

Neytendur
Fréttamynd

Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar

Neytendastofa hefur gert SH Import ehf., sem á verslunina Piknik, að greiða fjögur hundruð þúsund króna sekt fyrir að fjarlægja ekki nikótínauglýsingar innan tilskylds tíma. Fyrirtækið hefur áður verið sektað um tvö hundruð þúsund krónur fyrir nikótínauglýsingar.

Neytendur
Fréttamynd

Breyttur opnunar­tími hjá Sorpu

Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19.

Neytendur
Fréttamynd

Hægt að spara háar fjár­hæðir í jóla­inn­kaupum

Hagstæðast er að gera jólainnkaupin í Prís samkvæmt verðlagskönnun ASÍ. Hagfræðingur samtakanna ráðleggur fólki að gera verðsamanburð áður en ráðist er í stórinnkaup því oft geti munað um háar fjárhæðir. Súkkulaði hækkar mest milli ára.

Neytendur
Fréttamynd

Byrjunarverð hjá NiceAir tæp­lega sex­tíu þúsund krónur

Endurreist NiceAir hefur flugtak í febrúar til þess að kanna áhugann á flugferðum milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Félagið verður rekið með öðrum hætti en fyrirrennari sinn. Höfuðstöðvar þess verða í Þýskalandi. Byrjunarverð á miða fram og til baka verður 400 evrur, eða tæplega 60 þúsund krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­lag lægst í Prís á átta al­gengum jólavörum

Samkvæmt mælingum verðlagseftirlitsins í desember mælist verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum sem voru skoðaðar. Mandarínum, laufabrauði, smjör og rjóma, til dæmis. Einnig var kannað verð á konfekti, gosi og fleiri vörum. 

Neytendur
Fréttamynd

Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir

Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jólakjötið tölu­vert dýrara í ár

Jólakjötið hefur hækkað töluvert milli ára samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Ódýrasta hamborgarhrygginn og hangikjötið má finna í verslunum Prís en lítill verðmunur er á kalkún milli verslana. Klassískar jólavörur eru dýrari en áður en veganmatur er ódýrari.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er bara al­gjör­lega galið“

Vinnubrögð fyrirtækja sem bjóða neytendum að borga jólainnkaupin í febrúar eru síðasta sort og gjörsamlega galin að mati formanns Neytendasamtakanna. Mörg dæmi séu um að fólk fari illa út úr slíkum viðskiptum þar sem er verslað núna og borgað seinna. 

Neytendur
Fréttamynd

Fá dag­sektir fyrir villandi verð­skrá

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Byggingastjórann ehf. fyrir að bjóða upp á verðskrá á heimasíðu sinni, Fasteignaskoðun, án þess að gefa upp virðisaukaskatt. Talið er að verðskráin villi fyrir neytendum. 

Neytendur
Fréttamynd

Von­brigði í Vaxtamáli

Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga.

Skoðun
Fréttamynd

Helmingur ríkis­stofnana hafi stytt opnunar­tíma

Síðan samið var um styttingu vinnuvikunnar fyrir sex árum hefur um helmingur ríkisstofnana stytt opnunartíma sinn. Algengast er að opnunartíminn hafi verið styttur um tvær klukkustundir, úr átta í sex, í þeim tilfellum sem það hefur verið gert. Þá hefur opnunartími haldist óbreyttur hjá rúmum þriðjungi stofnana ríkisins en þrettán prósent þeirra hafa lengt opnunartíma sinn.

Innlent
Fréttamynd

„Þá sýndu stjórn­völd kjark“

Meirihluti almennings er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum til að sporna við ofþyngd barna. Krabbameinsfélagið segir offitu nú einn stærsta orsakavald krabbameina hérlendis sem hægt er að vinna gegn.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsar for­sendur Hæsta­réttar um skil­málann já­kvæðar

Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans.

Viðskipti innlent