Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2025 11:31 Þeim fjölgar sem hjóla í og úr vinnu allt árið. Vísir/Anton Brink Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli. Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag með þeim áhrifum að fólk á ferð sinni hvort sem er gangandi, hjólandi eða akandi hefur fundið fyrir áhrifunum. Illa búnir bílar hafa tafið fyrir bílaumferð á spólandi sumardekkjum, fjölmargir árekstrar hafa orðið og víða hefur tekið lengri tíma að ryðja hjóla- og göngustíga. Einn fylgifiskur þess er að gangandi og hjólandi hafa í sumum tilfellum leitað á götuna til að komast leiðar sinnar. Þannig var um hjólreiðamanninn í Spönginni í Grafarvogi í gær. Þar náðist myndband af konu á Toyotu þvinga hjólreiðamanninn út í kant. Lauk öllu saman með því að hjólreiðamaðurinn braut spegil á bíl konunnar með miklum látum. Rúnar Þór Vilhjálmsson, eiginmaður konunnar sem starfar sem leigubílstjóri og er skráður fyrir bílnum, ræddi uppákomuna við Vísi í gær. Þar sagði hann myndbandið ekki segja alla söguna. Konan hafi verið óþolinmóð því hjólreiðakappinn hafi verið að dóla á miðri götunni eins og Rúnar kemst að orði. Hún hafi flautað á hann og fengið fokkmerki til baka frá manninum. Þá hafi hjólreiðamaðurinn farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætti Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ sagði Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Fréttastofa þekkir ekki deili á hjólreiðakappanum og því hefur ekki reynst unnt að fá hans hlið á öllu saman. Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, ræddi uppákomuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann hafði þá stöðvað för sína hjólandi eftir stíg í austurborginni. Birgir Fannar hefði kosið að geta séð meira af aðdragandanum. „Út frá því sem myndbandið sýnir þá er ekki hægt að dæma annað en að ökumaður sé að þrengja sér fram hjá hjólreiðamanni í aðstæðum þar sem það er eiginlega ekki mögulegt,“ segir Birgir Fannar. „Mér sýnist að þarna sé stutt í gatnamót og hringtorg eða álíka. Það hefði verið skynsamlegt að bíða með framúrtökuna þangað til. Það að aka svona viljandi utan í fólk er bara stórhættulegt. Svona bíll getur runnið til í hálkunni og þarf ekki mikið til að fótbrjóta hjólreiðamanninn.“ Borið hefur á pirringi milli ökumanna og hjólreiðafólks í umferðinni. Birgir Fannar segir hann alls ekki minnka. „Nei, hann er ekkert að minnka, því miður. Það sem verra er, það apparat sem á að grípa inn í, fræða og útskýra er ekki að bregðast nógu vel við.“ Vísar hann til fræðsluefnis frá Samgöngustofu. „Sem betur fer eru ökumenn alltaf minntir á það á haustin að skólar séu að byrja og að fólk eigi að fara varlega. Ég sakna þess að heyra ekkert svipað um samspil akandi og hjólandi í umferðinni. Til dæmis bara það að við svona aðstæður er svona framúrakstur stórhættulegur.“ Á snjóþungum dögum geti verið erfitt að komast leiðar sinnar og mikilvægt að fólk sýni því skilning. Þessi herramaður á hjólastíg við Ægissíðu í snjónum. Það færist í aukana að fólk setji nagladekk undir hjólin á veturna.Vísir/Anton Brink „Maður sá víða í íbúðahverfum fólk sem var fótgangandi á götum af því það var ekki annað mögulegt. Hefði einhverjum dottið í hug að reyna að keyra þannig manneskju niður?“ spyr Birgir Fannar. Hann segir vetrarhjólreiðar á Íslandi í örum vexti ekki síst vegna hvatningar frá stjórnvöldum til að nota virka ferðamáta. „En líka vegna þess að aðstæður til vetrarhjólreiða hafa batnað. Ekki bara stígakerfið í mesta þéttbýlinu sem hefur verið að byggjast upp heldur er líka til betri búnaður, reiðhjól, dekk og svo framvegis. Við fáum rúmlega tvær milljónir ferðamanna á ári hingað og seljum þeim slatta af útivistarfatnaði. Að sjálfsögðu getur hjólreiðafólk notað það líka yfir veturna, sams konar fatnað. Það er ekkert sem hindrar vetrarhjólreiðar. Fólk í nyrstu bæjum í Finnlandi og Svíþjóð stundar þær af miklum krafti. Af hverju ættum við ekki að geta það?“ Færðin hefur verið erfið undanfarna daga.Vísir/Anton Brink Hann segir hjólreiðafólk ekki vera að biðja um neina sérmeðferð eða varúð. „Nei, nei, engin sérstök varúð. Bara að fara að umferðarlögum. Það er svo einfalt. Fólk á að kunna umferðarlögin í tengslum við þetta. Svo sem að maður tekur ekki fram úr hjólandi manneskju á einbreiðri akrein hvort sem eru steyptir kantar eða snjóhaukar sitthvoru megin við,“ segir Birgir Fannar. Hvort fólk sé að flýta sér eða ekki komi málinu ekki við. Snjórinn gerir fólki á ferð erfitt fyrir hvort sem er gangandi, akandi eða hjólandi.Vísir/anton Brink „Ef það væri gangandi manneskja þarna þá keyrirðu hana ekki niður þótt þú sért að flýta þér,“ bætir hann við. „Við erum öll manneskjur að reyna að komast eitthvert. Hvort sem við erum á hjóli, bíl eða öðru þá ætti maður bara að taka tillit til hvers annars. Maður sér fullt af bílstjórum hleypa hver öðrum áfram, spólandi yfir gatnamót og svo framvegis. Því er sýndur skilningur. Það að farartækið sé reiðhjól ætti ekki að breyta miklu.“ Lögreglumál Hjólreiðar Veður Umferð Samgöngur Bítið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag með þeim áhrifum að fólk á ferð sinni hvort sem er gangandi, hjólandi eða akandi hefur fundið fyrir áhrifunum. Illa búnir bílar hafa tafið fyrir bílaumferð á spólandi sumardekkjum, fjölmargir árekstrar hafa orðið og víða hefur tekið lengri tíma að ryðja hjóla- og göngustíga. Einn fylgifiskur þess er að gangandi og hjólandi hafa í sumum tilfellum leitað á götuna til að komast leiðar sinnar. Þannig var um hjólreiðamanninn í Spönginni í Grafarvogi í gær. Þar náðist myndband af konu á Toyotu þvinga hjólreiðamanninn út í kant. Lauk öllu saman með því að hjólreiðamaðurinn braut spegil á bíl konunnar með miklum látum. Rúnar Þór Vilhjálmsson, eiginmaður konunnar sem starfar sem leigubílstjóri og er skráður fyrir bílnum, ræddi uppákomuna við Vísi í gær. Þar sagði hann myndbandið ekki segja alla söguna. Konan hafi verið óþolinmóð því hjólreiðakappinn hafi verið að dóla á miðri götunni eins og Rúnar kemst að orði. Hún hafi flautað á hann og fengið fokkmerki til baka frá manninum. Þá hafi hjólreiðamaðurinn farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætti Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ sagði Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Fréttastofa þekkir ekki deili á hjólreiðakappanum og því hefur ekki reynst unnt að fá hans hlið á öllu saman. Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, ræddi uppákomuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann hafði þá stöðvað för sína hjólandi eftir stíg í austurborginni. Birgir Fannar hefði kosið að geta séð meira af aðdragandanum. „Út frá því sem myndbandið sýnir þá er ekki hægt að dæma annað en að ökumaður sé að þrengja sér fram hjá hjólreiðamanni í aðstæðum þar sem það er eiginlega ekki mögulegt,“ segir Birgir Fannar. „Mér sýnist að þarna sé stutt í gatnamót og hringtorg eða álíka. Það hefði verið skynsamlegt að bíða með framúrtökuna þangað til. Það að aka svona viljandi utan í fólk er bara stórhættulegt. Svona bíll getur runnið til í hálkunni og þarf ekki mikið til að fótbrjóta hjólreiðamanninn.“ Borið hefur á pirringi milli ökumanna og hjólreiðafólks í umferðinni. Birgir Fannar segir hann alls ekki minnka. „Nei, hann er ekkert að minnka, því miður. Það sem verra er, það apparat sem á að grípa inn í, fræða og útskýra er ekki að bregðast nógu vel við.“ Vísar hann til fræðsluefnis frá Samgöngustofu. „Sem betur fer eru ökumenn alltaf minntir á það á haustin að skólar séu að byrja og að fólk eigi að fara varlega. Ég sakna þess að heyra ekkert svipað um samspil akandi og hjólandi í umferðinni. Til dæmis bara það að við svona aðstæður er svona framúrakstur stórhættulegur.“ Á snjóþungum dögum geti verið erfitt að komast leiðar sinnar og mikilvægt að fólk sýni því skilning. Þessi herramaður á hjólastíg við Ægissíðu í snjónum. Það færist í aukana að fólk setji nagladekk undir hjólin á veturna.Vísir/Anton Brink „Maður sá víða í íbúðahverfum fólk sem var fótgangandi á götum af því það var ekki annað mögulegt. Hefði einhverjum dottið í hug að reyna að keyra þannig manneskju niður?“ spyr Birgir Fannar. Hann segir vetrarhjólreiðar á Íslandi í örum vexti ekki síst vegna hvatningar frá stjórnvöldum til að nota virka ferðamáta. „En líka vegna þess að aðstæður til vetrarhjólreiða hafa batnað. Ekki bara stígakerfið í mesta þéttbýlinu sem hefur verið að byggjast upp heldur er líka til betri búnaður, reiðhjól, dekk og svo framvegis. Við fáum rúmlega tvær milljónir ferðamanna á ári hingað og seljum þeim slatta af útivistarfatnaði. Að sjálfsögðu getur hjólreiðafólk notað það líka yfir veturna, sams konar fatnað. Það er ekkert sem hindrar vetrarhjólreiðar. Fólk í nyrstu bæjum í Finnlandi og Svíþjóð stundar þær af miklum krafti. Af hverju ættum við ekki að geta það?“ Færðin hefur verið erfið undanfarna daga.Vísir/Anton Brink Hann segir hjólreiðafólk ekki vera að biðja um neina sérmeðferð eða varúð. „Nei, nei, engin sérstök varúð. Bara að fara að umferðarlögum. Það er svo einfalt. Fólk á að kunna umferðarlögin í tengslum við þetta. Svo sem að maður tekur ekki fram úr hjólandi manneskju á einbreiðri akrein hvort sem eru steyptir kantar eða snjóhaukar sitthvoru megin við,“ segir Birgir Fannar. Hvort fólk sé að flýta sér eða ekki komi málinu ekki við. Snjórinn gerir fólki á ferð erfitt fyrir hvort sem er gangandi, akandi eða hjólandi.Vísir/anton Brink „Ef það væri gangandi manneskja þarna þá keyrirðu hana ekki niður þótt þú sért að flýta þér,“ bætir hann við. „Við erum öll manneskjur að reyna að komast eitthvert. Hvort sem við erum á hjóli, bíl eða öðru þá ætti maður bara að taka tillit til hvers annars. Maður sér fullt af bílstjórum hleypa hver öðrum áfram, spólandi yfir gatnamót og svo framvegis. Því er sýndur skilningur. Það að farartækið sé reiðhjól ætti ekki að breyta miklu.“
Lögreglumál Hjólreiðar Veður Umferð Samgöngur Bítið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira