Samgöngur

Fréttamynd

Um­ferðin færist inn á íbúðagötur

Kópavogsbúar óttast að vegaframkvæmdir verði til þess að miklar umferðartafir verði á svæðinu. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúa og umferð þyngist á íbúðagötum í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fresta fram­kvæmdum vegna veðurs

Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum Reykjavíkurborgar við gatnaviðhald í næstu viku vegna veðurs. Um er að ræða fræsingu og malbikun en ekki er hægt að malbika í rigningu og er von á roki og rigningu í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hugsum stórt í skipu­lags- og sam­göngu­málum

Íslendingar hafa í gegnum tíðina sýnt að þegar stórar ákvarðanir eru teknar af festu og með framtíðarsýn, skila þær ávinningi fyrir heilar kynslóðir. Uppbygging hitaveitunnar á sínum tíma er skýrasta dæmið: þá þótti hugmyndin ævintýraleg, en reyndist lykill að uppgangi, bættum lífsgæðum og hagkvæmu samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­nýtir vegir – eina ferðina enn

Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við.

Skoðun
Fréttamynd

Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir við­brögðunum

Reykjavíkurborg vissi að yrði beygjuvasi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls fjarlægður yrðu tafir á umferð úr Árbænum. Samgöngustýra Reykjavíkurborgar segir þær gríðarlegu tafir sem ökumenn hafa upplifað síðustu vikur eiga vera mun skárri nú. Hún vonast til þess að tíminn leiði í ljós að framkvæmdirnar séu ekki svo slæmar. 

Innlent
Fréttamynd

Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17

Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára sátt­máli

Í dag eru sex ár síðan forsætis-, fjármála- og innviðaráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir Samgöngusáttmálann. Hann var gerður að norrænni fyrirmynd og var sameiginleg framtíðarsýn þessara aðila sem saman bera ábyrgð á samgöngumálum á svæðinu ásamt langtíma framkvæmdaáætlun.

Skoðun
Fréttamynd

Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta

Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta. Um fimmtíu mmetra rof er á veginum og er óljóst er hvenær hægt verður að ljúka viðgerð á skemmdinni.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdum að ljúka á gatna­mótum sem gera Ár­bæinga grá­hærða

Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur.

Innlent
Fréttamynd

Eldra fólk þurfi ekki að endur­nýja skír­teinið svo oft

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu með það fyrir augum að innviðaráðherra endurskoði umferðarlög með tilliti til endurnýjunar ökuskírteina hjá eldra fólki. Málið varði hagsmuni eldra fólks og geti dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið. Allir virðast sammála um tímabærar breytingar á reglunum að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun

Á morgun, mánudaginn 22. september, verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september.

Innlent
Fréttamynd

Móðir í Breið­holti hjólar 5.000 kíló­metra

Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól.

Skoðun
Fréttamynd

Svona gæti Sunda­braut litið út: Brú eða göng meðal val­kosta

Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsflugvél reynd í á­ætlunar­flugi í Noregi

Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum.

Erlent