Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. október 2025 12:33 Snjórinn setti strik sinn í reikning margra á höfuðborgarsvæðinu í gær, en fallegur er hann. Vísir/Anton Brink Fjöldi árekstra í ófærðinni sem myndaðist í gær á höfuðborgarsvæðinu sló met að sögn þjónustuaðila. Lögregla segist vonsvikin með það hversu margir ökumenn hafi haldið út á vanbúnum bílum. Veðurstofa segir ekki von á slíku fannfergi á höfuðborgarsvæðinu í bráð. Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi hafa verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu í gær orsakaði fáheyrðar tafir í umferðinni en Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglu sagði í Bítinu í morgun að stór hluti ökumanna sé enn á sumardekkjum. „Það var dálítið leiðinlegt að upplifa það að þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá lögreglunni í gærmorgun þá voru margir sem fóru af stað og lentu í vandræðum og stoppuðu þar með alla snjóhreinsun og hálkuvarnir á gatnakerfinu og það skapaðist þetta leiðindaástand.“ Ekki upplifað annað eins Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Árekstur.is segist ekki hafa upplifað annað eins og í gær, áttatíu árekstrar hafi komið inn á borð fyrirtækisins sem sé svipaður fjöldi og komi upp á um einni viku. Sömu sögu er að segja af dráttarfyrirtækinu Vöku en Einar Ásgeirsson framkvæmdastjóri segir við fréttastofu að hann hafi ekki tölu á því hversu margir bílar voru dregnir í gær, þeir hafi hlaupið á fleiri tugum. Halda hafi þurft sérstakan peppfund fyrir starfsfólk um miðbik gærdagsins. Kristján segir flesta sem lent hafi í óhappi hafa verið afar illa búna. Færri fréttir hafa borist af hjólandi vegfarendum í færðinni, sem eru þó nokkrir líkt og þessi hér.Vísir/Anton Brink „Það voru alltof margir árekstrar sem komu til okkar í gær þar sem menn voru á sumardekkjum já því miður. Og fyrir utan það að lenda í árekstrum þá náttúrulega var fólk bara að tefja umferðina eins og allir aðrir tóku eftir og líka okkur. Það var mjög erfitt að komast á milli staða í gær og fór upp í jafnvel klukkutíma bil eftir aðstoð hjá okkur.“ Mildi að enginn hafi slasast Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er ekki von á sömu úrkomu á höfuðborgarsvæðinu og varð í gær á næstunni. Snjókoman sé nú mest á Suðausturlandi en bjart á suðvestur og vestanlands en él um landið norðanvert. Í fyrramálið muni snúast í vestanátt norðanlands með tíu til átján metrum á sekúndu og snjókomu á köflum. Kristján segir mildi að enginn sem Árekstur.is sinnti í fannferginu á höfuðborgarsvæðinu í gær hafi slasast. „Það voru engin meiðsl á fólki en þetta voru allt frá smá nuddi og upp í það að bílar voru bara ónýtir og þetta var bara allt hálkutengt og snjótengt.“ Gangandi vegfarendur nýta sér gjarnan götuna, enda er hún oftar en ekki mun betur rudd en göngustígar. Vísir/Anton Brink
Veður Samgönguslys Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira