Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 20:52 Helga Vala Helgadóttir lögmaður sat á þingi fyrir Samfylkinguna. Vísir/Bjarni Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala. Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Fyrir helgi var rússneskum hjónum vísað úr landi ásamt tveggja ára syni sínum og tveggja vikna tvíburadætrum sínum. Dæturnar fæddust hér á landi og þurfti móðirin, Mariiam Taimova, að fara í keisaraskurð. Mariiam og Gadzhi Gadzhiev, eiginmaður hennar, höfðu viðkomu í Króatíu á leið til Íslands á flótta frá Dagestan í Rússlandi í desember 2024 og var vísað þangað. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segir miður að útlendingayfirvöld hafi vísað fjölskyldunni úr landi. „Því miður hafa stjórnvöld enn einu sinni tekið þá ákvörðun að beita útlendingalögum með þessum hætti. Að veita börnum enga vernd því þau eigi skilyrðislaust að fylgja foreldrum sínum. En ekki öfugt,“ segir Helga Vala. Líklegast að foreldrarnir verði fangelsaðir Stjórnvöld sendi fjölskylduna í mikla óvissu en töluverðar líkur eru á að hún endi aftur í Rússlandi. „Ég hef kynnt mér nokkuð stöðuna þar. Þó ég sé ekki með þetta mál veit ég að þeir sem flýja Rússland, þeirra bíður oftast eingöngu fangelsi. Við komuna má því ætla að börnin verði tekin af hjónunum. Hjónin sett í fangelsi og börnunum komið fyrir einhvers staðar á einhverju munaðarleysingjahæli,“ segir Helga Vala. „Sú hætta er uppi að íslensk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum núna, sent börnin út í algjöra óvissu þar sem er mjög ólíklegt að þau muni fá að þekkja uppruna sinn eða sameinast foreldrum sínum að nýju.“ Aumt hjá Samfylkingu Helga Vala sat á þingi fyrir Samfylkinguna en mikillar gremju gætir innan þingflokksins þar vegna brottvísunarinnar. „Mér finnst það mjög aumt að það sé ekkert tillit tekið til barna við meðferð mála hjá íslenskum stjórnvöldum undir forsæti Samfylkingar. Jafnaðarflokks,“ segir Helga Vala.
Innflytjendamál Rússland Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Barnavernd Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum