Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2025 13:46 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra og Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjói í Dalabyggð, Vísir/Lýður Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar í báðum sveitarfélögum leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjói í Dalabyggð, segist sjá sóknarfæri fyrir bæði sveitarfélög verði að sameiningu. „Við sjáum möguleika á auknum slagkrafti. Við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta þessi tvö sveitarfélög. Sauðfjárrækt mjög stór í báðum héruðunum þannig við þurfum að bæta í þar, fá aukna aðstoð og aukna framleigð út úr þeim atvinnuvegi. Svo eru það samgöngurnar sem skipta okkur miklu máli,“ segir Björn Bjarki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna vinnur að áliti um tillögu um sameiningu sem íbúar kjósa um dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Nefndin hefur boðað til íbúafunda, annars vegar í Dalabúð í Búðardal þann 14. október klukkan 17:00-19:00 og hins vegar í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 15. október kl. 17:00-19:00. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, ítrekar mikilvægi þess að rödd íbúa fái að heyrast í ferlinu. „Við erum bara í heilmikilli vinnu núna að skoða með hvaða hætti væri hægt að stilla upp hugsanlegu sameiginlegu sveitarfélagi og erum að kalla íbúa að borðinu í því samtali með íbúafundum sem verða allra næstu daga,“ segir Unnir. Sameiningar sveitarfélaga eru mikið hitamál á mörgum stöðum um landið, einkum vegna kröfu stjórnvalda um að minni sveitarfélög sameinist í stærri. Unnur lítur ekki svo á að svo sé í þessu tilfelli. „Ef við erum að horfa á þetta ferli þá erum við alls ekki að tala um þvingaða sameiningu, heldur eru þetta sveitarfélög sem eru mjög svipuð að samsetningu og standa mjög svipað fjárhagslega sem eru að koma inn í samtalið jafnfætis, og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli upp á samtalið, traustið í viðræðunum og hvernig hægt væri að stilla upp hugsanlega sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Unnur Valborg. Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjói í Dalabyggð, segist sjá sóknarfæri fyrir bæði sveitarfélög verði að sameiningu. „Við sjáum möguleika á auknum slagkrafti. Við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta þessi tvö sveitarfélög. Sauðfjárrækt mjög stór í báðum héruðunum þannig við þurfum að bæta í þar, fá aukna aðstoð og aukna framleigð út úr þeim atvinnuvegi. Svo eru það samgöngurnar sem skipta okkur miklu máli,“ segir Björn Bjarki. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna vinnur að áliti um tillögu um sameiningu sem íbúar kjósa um dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Nefndin hefur boðað til íbúafunda, annars vegar í Dalabúð í Búðardal þann 14. október klukkan 17:00-19:00 og hins vegar í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 15. október kl. 17:00-19:00. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, ítrekar mikilvægi þess að rödd íbúa fái að heyrast í ferlinu. „Við erum bara í heilmikilli vinnu núna að skoða með hvaða hætti væri hægt að stilla upp hugsanlegu sameiginlegu sveitarfélagi og erum að kalla íbúa að borðinu í því samtali með íbúafundum sem verða allra næstu daga,“ segir Unnir. Sameiningar sveitarfélaga eru mikið hitamál á mörgum stöðum um landið, einkum vegna kröfu stjórnvalda um að minni sveitarfélög sameinist í stærri. Unnur lítur ekki svo á að svo sé í þessu tilfelli. „Ef við erum að horfa á þetta ferli þá erum við alls ekki að tala um þvingaða sameiningu, heldur eru þetta sveitarfélög sem eru mjög svipuð að samsetningu og standa mjög svipað fjárhagslega sem eru að koma inn í samtalið jafnfætis, og það skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli upp á samtalið, traustið í viðræðunum og hvernig hægt væri að stilla upp hugsanlega sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Unnur Valborg.
Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira