Innflytjendamál

Fréttamynd

Dvalar­leyfi langtum dýrara í hinum Norður­löndunum

Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst

„Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“

Innlent
Fréttamynd

Tíma­bær rann­sókn dóms­mála­ráðu­neytisins

Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Strangari reglur og ný gjald­skrá til að „tempra kraft­mikla fólks­fjölgun“

Dómsmálaráðherra segist vilja „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ á Íslandi með nýjum reglum um dvalarleyfi. Nýjum reglum verði meðal annars ætlað að gera auknar kröfur til þeirra sem hingað koma á grundvelli atvinnu- og námsmannaleyfis, en ráðherra segir einnig mikilvægt að gera kröfu um að tekið sé á móti þeim sem hingað koma og ábyrgum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Boðar „norsku leiðina“ í út­lendinga­málum

Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli.

Innlent
Fréttamynd

Þurfum ekki að loka landa­mærum en þurfum að opna augun

„Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“

Innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“

Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps segir Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Hann gengst við því að víða sé pottur brotinn og að samfélag Mýrdælinga standi frammi fyrir erfiðum áskornum, en segir þær einmitt það. Áskoranir, ekki ógnir.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bíl­stjóra

Auður Jónsdóttir rithöfundur segist forviða eftir atvik sem hún lenti í við Ingólfstorg í síðustu viku. Þar hafi lítill hópur fólks reynt að koma í veg fyrir það að hún settist upp í leigubíl sem afrískur maður ók. Hún hafi látið varnaðarorð fólksins sem vind um eyru þjóta og átt ánægjulega ferð með manninum. 

Innlent
Fréttamynd

„Eini ras­isminn sem ég hef upp­lifað á Ís­landi er frá lög­reglunni“

Innflytjendur sem haft hafa afskipti af löggæslukerfinu upplifa vantraust og mismunun af hálfu lögreglu og telja sig fyrir stimplun sem afbrotamenn án þess að hafa sýnt af sér frávikshegðun. Þessi stimplun virðist ekki byggjast á raunverulegri hegðun heldur tengjast ákveðnum félagslegum einkennum, það er að segja á kynþætti, uppruna, búsetu, félagslegri stöðu eða fyrri tengslum við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískt hug­rekki og pólitískt hug­leysi: ó­lík stefna tveggja systurflokka

Við stjórnvölinn í Danmörku sitja nú sósíaldemókratar, undir forystu Mette Fredriksen sem leiðir þar samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, Venstre og Moderaterne - ekkert ósvipað og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur Fólksins hér heima. Danski Jafnaðarmannaflokkurinn getur með réttu talist systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar, svo nauðalík er pólitísk sýn og stefnuskrá þessara tveggja flokka. En eitt skilur á milli: á meðan annar þessara flokka hefur sýnt pólitískt hugrekki til að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir þá sýnir systurflokkurinn pólitískt hugleysi með því að ýmist stinga höfðinu í sandinn eða þá reyna að kæfa umræðu um erfið mál.

Skoðun
Fréttamynd

Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“

Það er dálítið sérstakt en í senn lýsandi fyrir þá stefnu sem ný ríkisstjórn hefur markað, að tveir hópar sem ekki gætu verið ólíkari í hugsjón og málflutningi skuli sameinast í mótmælum gegn sömu ríkisstjórn. Annar kallar eftir því að landið verði meira og minna lokað; hinn vill að það verði opnað algjörlega.

Skoðun
Fréttamynd

1 stk. ísl. ríkis­borgara­réttur - kr. 1,600

Hvenær er maður íslendingur og hvenær ekki? Það eru víst ekki allir sammála um það en ég taldi mig þó vera íslending fyrstu 18 ár ævinnar enda fæddur í Reykjavík og ættaður að mestu úr Grímsnesinu og Flóanum. Langalangafi minn úr Hraungerðishreppi var sömuleiðis langafi Guðna Ágústssonar framsóknarfrömuðar með meiru og ég var alinn á rjómanum úr Búkollu greyinu og kjötfarsinu úr kaupfélaginu. Mat fyrir sjálfstæða íslendinga.

Skoðun
Fréttamynd

Setjum kraft í ís­lensku­kennslu full­orðinna

Þegar horft er til íslenskunáms fullorðinna einstaklinga með fjölmenningarlegan bakgrunn er ljóst að úrbóta er þörf. Við getum horft til nágrannalanda okkar og skoðað hvernig staðið er að slíku námi og hvort ekki væri rétt að gera slíkt nám að skyldu fyrir fullorðna innflytjendur.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert kerfi lifir af pólitískan geð­þótta

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir raunverulegum og vaxandi áskorunum í útlendingamálum. Þessar áskoranir snúast ekki eingöngu um fjölda umsækjenda, aðlögun að íslensku samfélagi eða kerfislæga hluti.

Skoðun
Fréttamynd

Ef þið þurfið að segja upp­hátt að þið séuð ekki rasistar...

.. það gæti verið vísbending um að þið þurfið að taka skref til baka og rýna í viðhorfið ykkar um að búa í fjölbreyttu samfélagi. Breytingar geta verið erfiðar fyrir fólk og það að samfélagið eins og þið þekkið það sé að taka á sig nýja mynd getur verið erfitt að sætta sig við. En mikilvægt er að skilja að breytingar skapi rými til að vinna með viðhorf okkar á fólki, á okkar sjálfum og hlutverk okkar í samfélaginu.

Skoðun