Innlent

Tveggja bíla á­rekstur á Reykja­nes­braut

Agnar Már Másson skrifar
Slökkviliðið var ræst út.
Slökkviliðið var ræst út. Vísir/Vilhelm

Árekstur varð milli tveggja bíla á Reykjanesbraut við Sprengisand í kvöld. 

Sjónarvottur segir við fréttastofu að um tveggja bíla árekstur sé að ræða og að annar bíllinn liggi á hliðinni.

Varðstjóri slökkviliðsisn segir litlar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu. 

Viðbragðsaðilar séu á leiðinni á vettvang.

Veistu meira um málin? Áttu mynd? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur nafnlaust fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×