Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2025 06:56 Brúin sem opnaðist í Víðidal í gær er með bráðabirgðahandriði. Fjær sjást Reiðhöllin og félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. kmu Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals. Malbikunarflokkur frá Loftorku lauk í gær malbikun vegna efri brúarinnar, þeirrar sem nær er Breiðholtsbraut. Brúargólfið og aðliggjandi stígar voru malbikaðir og opnaðist brúin síðdegis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Malbikunarflokkur Loftorku lauk malbikun brúargólfs og aðliggjandi stíga í gær.kmu Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast fyrir Vegagerðina. Verkið er unnið í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Enn er þó aðeins bráðabirgðahandrið á brúnni. Starfsmenn á vettvangi sögðu stefnt að því að setja varanlegt handrið í næstu viku. Þá er frágangur kanta og uppsetning lýsingar eftir. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar um Vatnsendahæð.kmu Vegagerðin segir tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir ekki standast nútímakröfur og jafnvel varasöm. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að sitt hvoru megin við gömlu brúna þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól. Á neðri brúnni voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins að setja upp varanlegt handrið í gær.kmu Fimmhundruð metrum neðar í dalnum voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins í gær að setja upp varanlegt handrið á hina brúna, sem risin er í Grænugróf neðan Fella- og Hólakirkju. Sú brú opnaðist umferð í byrjun nóvember í fyrra, fyrir ellefu mánuðum. Í næstu viku er svo áformað að setja lýsingu á brúna. Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtækið Gleipnir annast smíði brúarinnar. Svona mun neðri brúin líta út í myrkri. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska Vegagerð Göngugötur Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Malbikunarflokkur frá Loftorku lauk í gær malbikun vegna efri brúarinnar, þeirrar sem nær er Breiðholtsbraut. Brúargólfið og aðliggjandi stígar voru malbikaðir og opnaðist brúin síðdegis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Malbikunarflokkur Loftorku lauk malbikun brúargólfs og aðliggjandi stíga í gær.kmu Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast fyrir Vegagerðina. Verkið er unnið í samstarfi við Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg. Enn er þó aðeins bráðabirgðahandrið á brúnni. Starfsmenn á vettvangi sögðu stefnt að því að setja varanlegt handrið í næstu viku. Þá er frágangur kanta og uppsetning lýsingar eftir. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar um Vatnsendahæð.kmu Vegagerðin segir tekið mið af viðkvæmri staðsetningu yfir Elliðaárnar og sérstaklega hugað að því að brúin falli vel inn í landslagið. Hún verði mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hún leysir af eldri göngubrú skammt frá sem þykir ekki standast nútímakröfur og jafnvel varasöm. Í lýsingu Vegagerðarinnar segir að sitt hvoru megin við gömlu brúna þurfi að ganga upp þröngar og nokkuð brattar tröppur sem reynst hafi mörgum farartálmi. Yfir vetrartímann hafi fólk átt í erfiðleikum með að fara um brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól. Á neðri brúnni voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins að setja upp varanlegt handrið í gær.kmu Fimmhundruð metrum neðar í dalnum voru starfsmenn Járnsmiðju Óðins í gær að setja upp varanlegt handrið á hina brúna, sem risin er í Grænugróf neðan Fella- og Hólakirkju. Sú brú opnaðist umferð í byrjun nóvember í fyrra, fyrir ellefu mánuðum. Í næstu viku er svo áformað að setja lýsingu á brúna. Reykjavíkurborg stendur að brúargerðinni í Grænugróf. Hún er hluti verkefna samgöngusáttmálans milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu. Verktakafyrirtækið Gleipnir annast smíði brúarinnar. Svona mun neðri brúin líta út í myrkri. Mikið er lagt í lýsingarhönnun og mun brúin setja svip á umhverfið. Lýsingin mun beinast niður á brúargólfið.Reykjavíkurborg/Liska
Vegagerð Göngugötur Hjólreiðar Samgöngur Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15 Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48 Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár opin umferð Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi. 3. nóvember 2024 09:15
Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliðaár í Víðidal Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal. 2. mars 2024 12:48
Vinna hafin við göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist á þessum kafla í Víðidal. Brúarsmíðin er einn verkþátta Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, sem Suðurverk og Loftorka annast. 25. febrúar 2024 07:07