Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Árni Sæberg skrifar 2. október 2025 16:23 Daníel Örn ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Vilhelm Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í héraði var Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis fyrir tilraun til manndráps en það vakti athygli, enda er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi. Héraðsdómari taldi atlöguna ekki heiftúðlega Í dómi héraðsdóms sagði að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur væri allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins benti ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þætti mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Litlu mátti muna Í dómi Landsréttar var vísað til þess að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að læknirinn hefði veitt Daníel Erni hnefahögg áður en hann lagði að lækninum með hnífi, hefðu viðbrögð hans verið stórhættuleg og í engu samræmi við það sem á undan var gengið. Áverkar læknisins bæru með sér einbeitta og ofsafengna atlögu og litlu hefði mátt muna að hann hefði banað lækninum. Því væru ekki efni til að beita ákvæði hegningarlaga til refsilækkunar. Daníel Örn var því dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þá var hann dæmdur til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 615 þúsund krónur í skaðabætur og skaðabótaskylda hans vegna líkamstjóns læknisins var viðurkennd. Loks var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað, alls 8,7 milljónir króna. Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í héraði var Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis fyrir tilraun til manndráps en það vakti athygli, enda er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi. Héraðsdómari taldi atlöguna ekki heiftúðlega Í dómi héraðsdóms sagði að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur væri allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins benti ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þætti mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Litlu mátti muna Í dómi Landsréttar var vísað til þess að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að læknirinn hefði veitt Daníel Erni hnefahögg áður en hann lagði að lækninum með hnífi, hefðu viðbrögð hans verið stórhættuleg og í engu samræmi við það sem á undan var gengið. Áverkar læknisins bæru með sér einbeitta og ofsafengna atlögu og litlu hefði mátt muna að hann hefði banað lækninum. Því væru ekki efni til að beita ákvæði hegningarlaga til refsilækkunar. Daníel Örn var því dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þá var hann dæmdur til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 615 þúsund krónur í skaðabætur og skaðabótaskylda hans vegna líkamstjóns læknisins var viðurkennd. Loks var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað, alls 8,7 milljónir króna.
Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira