Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Árni Sæberg skrifar 2. október 2025 16:23 Daníel Örn ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Vilhelm Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í héraði var Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis fyrir tilraun til manndráps en það vakti athygli, enda er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi. Héraðsdómari taldi atlöguna ekki heiftúðlega Í dómi héraðsdóms sagði að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur væri allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins benti ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þætti mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Litlu mátti muna Í dómi Landsréttar var vísað til þess að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að læknirinn hefði veitt Daníel Erni hnefahögg áður en hann lagði að lækninum með hnífi, hefðu viðbrögð hans verið stórhættuleg og í engu samræmi við það sem á undan var gengið. Áverkar læknisins bæru með sér einbeitta og ofsafengna atlögu og litlu hefði mátt muna að hann hefði banað lækninum. Því væru ekki efni til að beita ákvæði hegningarlaga til refsilækkunar. Daníel Örn var því dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þá var hann dæmdur til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 615 þúsund krónur í skaðabætur og skaðabótaskylda hans vegna líkamstjóns læknisins var viðurkennd. Loks var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað, alls 8,7 milljónir króna. Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í héraði var Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis fyrir tilraun til manndráps en það vakti athygli, enda er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi. Héraðsdómari taldi atlöguna ekki heiftúðlega Í dómi héraðsdóms sagði að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur væri allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins benti ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þætti mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Litlu mátti muna Í dómi Landsréttar var vísað til þess að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að læknirinn hefði veitt Daníel Erni hnefahögg áður en hann lagði að lækninum með hnífi, hefðu viðbrögð hans verið stórhættuleg og í engu samræmi við það sem á undan var gengið. Áverkar læknisins bæru með sér einbeitta og ofsafengna atlögu og litlu hefði mátt muna að hann hefði banað lækninum. Því væru ekki efni til að beita ákvæði hegningarlaga til refsilækkunar. Daníel Örn var því dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þá var hann dæmdur til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 615 þúsund krónur í skaðabætur og skaðabótaskylda hans vegna líkamstjóns læknisins var viðurkennd. Loks var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað, alls 8,7 milljónir króna.
Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira