Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2025 13:41 Efnin voru flutt með Norrænu til Seyðisfjarðar. Vísir/Jóhann K. Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja. Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Sakborningarnir þrír eru 62 ára gamall maður búsettur á Íslandi, 56 ára gamall ríkisborgari Dómeníska lýðveldisins og 66 ára spænskur ríkisborgari. Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að lögregla hafi fundið efnin við leit í bíl þann 13. apríl sem mennirnir voru að aka frá Reykjavík að gistihúsi á Akranesi. Fram kemur að mennirnir hafi ætlað að fjarlægja efnin úr pottunum og undirbúa söludreifinguna á þessu gistiheimili. Mennirnir eru sagðir hafa skipt með sér verkum. Spánverjinn er sagður hafa flutt efnin frá Spáni til Íslands með farþegaferjunni Norrrænu, en efnin munu hafa verið falin í pottunum sem voru ofan í ferðatösku. Hann hafi komið hingað til lands, til Seyðisfjarðar, þann 9. apríl og haldið ferð sinni áfram suður með langferðabílum. Hann hafi komið til Reykjavíkur 11. apríl, og dvalið á hóteli í Lágmúla þangað til hann var sóttur tveimur dögum síðar. Þann dag er hann sagður hafa fengið fimm þúsund evrur lagðar inn á bankareikning sinn. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að taka efnin úr pottunum á Akranesi.Vísir/Arnar Dóminíkinn hafi þar áður sett sig í samband við óþekktan mann á Spáni í því skyni að útvega fíkniefnin. Síðan hafi hann afhent Spánverjanum þau, þegar þeir voru á Spáni, þann 4. apríl, og gefið honum leiðbeiningar um ferðatilhögun, og lagt út fyrir ferðakostnaði. Þá hafi hann samið við óþekktan mann um greiðslur til þeirra fyrir að flytja efnin til Íslands. Dóminíkinn mun hafa komið hingað til lands með flugi frá Madríd aðfaranótt 13 apríl. Sá sem er búsettur á Íslandi mun hafa tekið á móti honum á Keflavíkurflugvelli og ekið honum að gistihúsinu á Akranesi. Síðar sama dag hafi Dóminíkinn og sá sem er búsettur á Íslandi sótt Spánverjann á hótelið í Reykjavík, og tekið með í leiðinni vog og smelluláspoka frá öðrum stað í Reykjavík. Samkvæmt ákæru hafði sá sem er búsettur hér á landi átt í samskiptum við óþekktan mann til að útvega þessi verkfæri. Jafnframt hafi hann tekið fimm þúsund evrur úr hraðbanka dagana á undan og afhent Dóminíkanum tvö þúsund evrur sem hluta af greiðslu hans fyrir innflutninginn. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Héraðssaksóknari höfðar málið og krefst þess að ýmsir munir verði gerðir upptækir, líkt og fíkniefnin, vog, smelluláspokar, evrurnar sem mennirnir voru með, og símar þeirra þriggja.
Lögreglumál Dómsmál Fíkniefnabrot Norræna Akranes Reykjavík Múlaþing Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira