Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar 8. maí 2025 13:30 Í langan tíma hefur nú fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV oftar en ekki fjallað um mannfall meðal óbreyttra borgara í stríðinu á Gaza. Alvörugefinn þulurinn hefur samviskusamlega komið með nýjustu tölur um hversu marga Ísraelsher drap þann daginn (öfugt við önnur stríð: þar „fellur“ fólk, „bíður bana“ eða „missir lífið“ en einungis á Gaza er það „drepið“). Fréttin þar á eftir hefur svo oftar en ekki snúist um að Ísraelsher hafi svo enn einn daginn stöðvað flutning matar og annarrar neyðaraðstoðar til hinna stríðshrjáðu íbúa Gaza. Síðan er áhorfandinn skilinn eftir dapur og sleginn, með sorg í hjarta og fullur andstyggðar á öllu því sem frá Ísrael kemur. Eftir nokkra mánuði af þessum fréttaflutningi þá fór ég þó æ oftar að velta einum hlut fyrir mér. Af hverju? Þar á ég ekki við átökin sem slík í sögulegu samhengi heldur af hverju þetta mikla mannfall meðal almennra borgara? Af hverju öll þessi neyð hjá saklausu fólki? Ekki er Ísrael í stríði við börn og fjölskyldufólk, er það? Er Ísrael kannski eitthvað keppikefli að svelta og myrða aldraða? Fá þjóðarbrot í sögunni hafa þurft að þola jafn grimmilegar ofsóknir og fjöldarmorð og Gyðingar - hvernig stendur á því að herinn þeirra einbeitir sér þá svo grímulaust að óvopnuðum og bjargarlausum borgurum? Eftir því sem vikurnar og mánuðirnir liðu, og RÚV hélt áfram að magna upp andstyggð á Ísrael og öllum sem þar búa, þá fór ég að sakna þess að sjá ekki vandaðri fréttaflutning af ástandinu á Gaza. Almenn skynsemi segir að það hlýtur að búa eitthvað meira að baki hryllingnum en bara blóðþorsti og grimmd Ísraelsmanna. RÚV hefur þó aldrei sýnt neina viðleitni í því að kafa dýpra, greina ástæðurnar, skoða málin frá fleiri hliðum eða reyna að varpa ljósi á hví ástandið er komið í þennan hnút. RÚV hefur látið sér duga að endurtaka daglega möntruna um hve marga Ísraelsher drap þann daginn og í hve marga daga Ísraelsher hafi nú stöðvað flutning hjálpargagna. Að lokum kom að mér fannst þetta ekki nóg: það hlaut að vera eitthvað meira sem RÚV var ekki að segja áhorfendum. Sem betur fer eru úti í heimi fjölmiðlar og stofnanir sem hægt er að leita til ef vilji er til staðar til að kynna sér málin. Hér að neðan koma nokkrir stuttir punktar sem auðvelt er að lesa sér til um og fá staðfesta. Ef til vill á eitthvað hér eftir að koma einhverjum á óvart enda er er lítið sem ekkert minnst á þessi atriði í ríkisfréttunum, þó svo að sumt þarna varpi óneitanlega aðeins öðru ljósi á átökin heldur en sú skýring sem birtist í kvöldfréttum RÚV. Um Hamas og upphaf stríðsins Ísraelsríki yfirgaf Gaza árið 2005 og flutti alla landnema sína og hermenn yfir landamærin og til baka til Ísrael. Stjórnvöld gengu meira að segja svo langt að grafa upp kirkjugarða Gyðinga á Gaza og flytja líkamsleifarnar til Ísrael til að jarða þar aftur, svo alger var viðskilnaðurinn. Við þetta öðlaðist Gaza vissa sjálfstjórn og í kosningum árið 2006 fékk stjórnmálaaflið Hamas svo meirihluta þingsæta. Eftir að hafa reynt samsteypustjórn með hinu stóra stjórnmálaaflinu á Gaza (Fatah) þá tók Hamas árið 2007 sér öll völd á Gaza með vopnavaldi og vígamenn samtakanna stráfelldu þingmenn og stuðningsfólk Fatah. Síðan 2007 hefur Hamas ráðið lögum og lofum á Gaza og hafa allan þann tíma eldað grátt silfur við Ísrael í stað þess að leita friðar, enda er það yfirlýst stefna Hamas að drepa alla Gyðinga og þurrka Ísrael af yfirborði jarðar - samtökin hafa aldrei farið í neinar grafgötur með það. Ýmis mannréttindasamtök hafa einnig lýst áhyggjum yfir mannréttindabrotum Hamas gagnvart eigin borgurum. Hamas eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af t.d. Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Kanada, Ísrael og fleirum. Ekki hefur náðst samstaða meðal Sameinuðu Þjóðanna um þessa skilgreiningu þar sem Rússland og Kína hafa jafnan beitt neitunarvaldi. Það er svo kunnara en þörf sé frá að segja að þessi nýjasta hrina átakanna á Gaza hófst þegar Hamas gerðu fyrirvaralausa hryðjuverkaárás á Ísrael í október árið 2023. Þetta var mannskæðasta árás gegn Gyðingum síðan í helför Nasista um miðja síðustu öld. Um það bil 1.200 manns voru drepnir, þar á meðal börn og aldraðir. Stór hluti fórnarlambanna (364) voru ungt fólk á tónlistarhátið. Um það bil 240 gíslar voru teknir, þar á meðal börn allt niður í 9 mánaða gamalt kornabarn. Skelfileg meðferð Hamas á þessum gíslum, s.s. barsmíðar og aðrar pyndingar, svelti, kynferðislegt ofbeldi o.fl. hefur verið staðfest af mörgum fjölmiðlum og stofnunum á borð við Sameinuðu Þjóðirnar. Þessi hryðjuverkaárás, sem Hamas hefur viðurkennt að beindist aðallega gegn óvopnuðum og óbreyttum borgurum frekar en Ísraelska hernum, varð til þess að Ísrael greip til varna, sem aftur hratt af stað því sem nú er kallað "stríðið á Gaza". Mannfall meðal óbreyttra En hví hið mikla mannfall meðal óbreyttra borgara á Gaza? Nokkur atriði sem RÚV minnist aldrei á eru t.d.: - Hamas notar óbreytta borgara sem "skjöld" og lítur á mannfall meðal þeirra sem sigur í áróðursstríði sínu gegn Ísrael. Hamas geymir vísvitandi skotfæri, eldflaugar og vopn m.a. í kjöllurum skóla, sjúkrahúsa og á öðrum stöðum þar sem almenningur safnast saman. Samtökin hafa grafið umfangsmikið net af neðanjarðargöngum á Gaza til að skýla hermönnum sínum og stjórnstöðvum. Þessar stjórnstöðvar eru svo oftar en ekki grafnar undir skólum og spítölum. Staðsetning vopnabúra og stjórnstöðva Hamas er því viljandi slík að óumflýjanlegar árásir Ísraelsmanna hafa í för með sér meira mannfall meðal óbreyttra borgara en ella. Þarna er Hamas af mikilli grimmd að nota saklausan almenning sem peð í áróðursstríðinu. - Ísraelsher sendir oft frá sér viðvaranir áður en árásir eru gerðar, og tilkynnir þannig berum orðum á hvaða staði verði ráðist með stórskotaliði eða loftárásum. Þessar aðvaranir, sem er komið á framfæri til íbúa Gaza, eru hugsaðar til þess að óbreyttir borgarar geti forðað sér í tíma og að árásir Ísraelshers geti þannig af fullum þunga beinst að hernaðarmannvirkjum og vopnabúrum Hamas án þess að valda óþarfa mannfalli. Amnesty International, Human Rights Watch, Sameinuðu Þjóðirnar og Rauði Krossinn hafa t.d. staðfest þessar viðvaranir Ísraelshers til íbúa Gaza. - Þetta ber þó oft takmarkaðan árangur, því fjölmargar heimildir (t.d. New York Times, BBC, Deutsche Welle, Reuters, AP og sjálfstæðir fréttamenn frá Palestínu) hafa staðfest að Hamas meinar óbreyttum borgurum að yfirgefa hverfi og byggingar sem vitað er að Ísraelsher hyggst ráðast á. Dæmi er um að vígamenn Hamas hafi hótað að skjóta óbreytta borgara sem hafa reynt að flýja yfirvofandi árásir. Þetta er auðvitað því Hamas lítur svo á að aukið mannfall óbreyttra borgara gagnist þeim í áróðursstríðinu og því er almenning viljandi haldið föstum á stöðum þar sem vitað er af yfirvofandi árás Ísraelshers. Stöðvun neyðargagna RÚV segir oft fréttir af því að Ísraelsher hafi stöðvað flutning matvæla og hjálpargagna til Gaza. Þetta hefur verið staðfest af mörgum alþjóðlegum stofnunum og lýsir mikilli grimmd. Hinsvegar hefur RÚV látið undir höfuð leggjast að segja frá því að jafnvel þótt Ísrael stöðvi ekki þessar sendingar þá sé alls ekki sjálfgefið að þær berist þangað sem neyðin er mest, því fjölmörg dæmi eru um að vígamenn Hamas hafi rænt matvælum, lyfjum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum, og ýmist ráðstafað þeim einhliða til hermanna Hamas eða þá selt. Þetta hefur verið staðfest af t.d. Evrópusambandinu, Bandaríkjastjórn, Sameinuðu Þjóðunum og fjölmiðlum á borð við Washington Post og Al Jazeera, þótt deilt sé um umfang þessara gripdeilda. Tilgangur Hamas er væntanlega sá að auka enn hörmungar íbúa Gaza (enn og aftur sem þátt í áróðursstríðinu), auka baráttuþrek hermanna sinna og einnig má leiða líkur að því að féð sem fæst fyrir sölu á þessum neyðarsendingum sé notað til að fjármagna kaup á eldflaugum og öðrum vopnum, sem er síðan beint gegn Ísrael. Tilgangur Ísraels er því væntanlega fyrst og fremst sá að stöðva fjármögnun hryðjuverkasamtaka sem hafa þá yfirlýstu stefnu að þurrka Ísraelsríki af yfirborði Jarðar frekar en að aðgerðirnar beinist sérstaklega gegn óbreyttum borgurum. Móttaka flóttafólks Ekkert af hinum fjölmörgu Arabaríkjum í Mið-Austurlöndum hefur opnað landamæri sín fyrir flóttafólki frá Palestínu. Egyptaland, Jórdanía, Líbanon, Sádi Arabía, Kuwait, Sýrland, Líbía, Alsír og fleiri Arabaríki aftaka með öllu að létta á þjáningum Palestínumanna með því að hleypa stríðshrjáðum borgurum í öruggt skjól hjá sér. Þetta vekur undrun. Þarna er um að ræða þjóðir með sömu eða í það minnsta náskylda menningu, sögu, arfleifð, tungumál og trú. Þetta er svipað og ef t.d. Rússar réðust inn í Noreg og Íslendingar neituðu að veita Norskum fjölskyldum skjól frá stríðsátökum. Hvað veldur því að aðrar Arabaþjóðir vilja ekki opna landamæri sín fyrir flóttafólki frá Palestínu? Sumar þessara þjóða, t.d. Jórdanía og Líbanon, hafa áður opnað landamæri sín fyrir Palestínumönnun og séð eftir því. Flóttamenn frá Palestínu reyndu t.d. að steypa ríkisstjórn Jórdaníu með vopnavaldi árið 1971, eftir að Jórdanía tók á móti hundruðum þúsundum flóttamanna frá Palestínu. Hugsanlega veldur það því að Jórdanía treystir enn þann dag í dag ekki Palestínumönnum, svipað og með Líbanon, en þangað streymdu á svipuðum tíma hundruðir þúsunda flóttamanna frá Palestínu, sem héldu svo áfram árásum sínum á Ísrael en nú frá Líbanon, sem átti stóran hlut í að í Líbanon braust úr mannskæð borgarastyrjöld sem geisaði þar á árunum 1975-1990 og lagði Líbanon nánast í rúst. Enn þann dag í dag mega Palestínumenn ekki fá ríkisborgararétt í Líbanon, mega ekki eiga þar eignir og er meinað að starfa í mörgum geirum. Það eru örugglega fleiri ástæður fyrir því að Arabaþjóðirnar allar - undantekningarlaust - vilja ekki taka á móti flóttafólki frá Palestínu til að létta á neyðinni. Ástæðan getur ekki verið sú að Ísrael "leyfi" það ekki - ef vilji væri fyrir hendi þá væri einfalt fyrir Egyptaland að opna landamærin að Gaza og hleypa flóttafólki í gegn og til þeirra ríkja sem vilja taka við þeim. Öflugir fréttamiðlar hefðu hugsanlega áhuga á að varpa ljósi á þetta. Það er þó ljóst að RÚV finnst þetta ekki skipta máli í umræðunni. Og hvar liggur þá ábyrgðin? Hvar liggur ábyrgðin á þessu hryllilega mannfalli og þjáningum óbreyttra borgara á Gaza? Liggur hún hjá Ísrael, sem telur sig eiga í baráttu upp á líf og dauða fyrir eigin tilveru með því að reyna að uppræta hryðjuverkasamtök sem vinna leynt og ljóst að eyðingu Ísraels? Liggur hún hjá ríkjunum í kring sem neita að rétta hjálparhönd og taka á móti fólki í neyð? Eða liggur ábyrgðin hjá hryðjuverkasamtökunum Hamas sem hófu þetta stríð og nota óbreytta borgara, jafnt börn sem aldraða, markvisst sem skjöld fyrir vopnabúr sín og vígamenn, rænir almenning nauðþurftum og neyðaraðstoð og meinar honum að flýja átakasvæði í þeim tilgangi að hámarka mannfall meðal óvopnaðs almennings til þess að vinna áróðursstríðið á Vesturlöndum? Það virðist augljóst að enginn einn ber ábyrgð á ástandinu og hryllingurinn er mörgum að kenna. En óneitanlega saknar maður þess að hin ríkisrekna fréttastofa RÚV skuli ekki gera ögn meiri kröfur til eigin fréttaflutnings og varpa betra ljósi á átökin í stað þess að láta sér nægja dag eftir dag að endurtaka athugasemdalaust einhæfan og áróðurskenndan málflutning eins aðilans í átökunum. Svona kranablaðamennska mun seint teljast merkileg né metnaðarfull. Það er svo önnur saga hversu sorglegt er að sjá suma Íslenska stjórnmálamenn stökkva á vagn lýðskrums og tala fjálglega um ábyrgð Ísraels, enn og aftur án þess að þora að ræða málin á breiðari grundvelli. Ísland er komið á ískyggilegan stað þegar utanríkisráðherra þjóðarinnar talar eins og hún sé á mála hjá áróðursdeild Hamas. Höfundur er fréttafíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur nú fyrsta frétt í kvöldfréttum RÚV oftar en ekki fjallað um mannfall meðal óbreyttra borgara í stríðinu á Gaza. Alvörugefinn þulurinn hefur samviskusamlega komið með nýjustu tölur um hversu marga Ísraelsher drap þann daginn (öfugt við önnur stríð: þar „fellur“ fólk, „bíður bana“ eða „missir lífið“ en einungis á Gaza er það „drepið“). Fréttin þar á eftir hefur svo oftar en ekki snúist um að Ísraelsher hafi svo enn einn daginn stöðvað flutning matar og annarrar neyðaraðstoðar til hinna stríðshrjáðu íbúa Gaza. Síðan er áhorfandinn skilinn eftir dapur og sleginn, með sorg í hjarta og fullur andstyggðar á öllu því sem frá Ísrael kemur. Eftir nokkra mánuði af þessum fréttaflutningi þá fór ég þó æ oftar að velta einum hlut fyrir mér. Af hverju? Þar á ég ekki við átökin sem slík í sögulegu samhengi heldur af hverju þetta mikla mannfall meðal almennra borgara? Af hverju öll þessi neyð hjá saklausu fólki? Ekki er Ísrael í stríði við börn og fjölskyldufólk, er það? Er Ísrael kannski eitthvað keppikefli að svelta og myrða aldraða? Fá þjóðarbrot í sögunni hafa þurft að þola jafn grimmilegar ofsóknir og fjöldarmorð og Gyðingar - hvernig stendur á því að herinn þeirra einbeitir sér þá svo grímulaust að óvopnuðum og bjargarlausum borgurum? Eftir því sem vikurnar og mánuðirnir liðu, og RÚV hélt áfram að magna upp andstyggð á Ísrael og öllum sem þar búa, þá fór ég að sakna þess að sjá ekki vandaðri fréttaflutning af ástandinu á Gaza. Almenn skynsemi segir að það hlýtur að búa eitthvað meira að baki hryllingnum en bara blóðþorsti og grimmd Ísraelsmanna. RÚV hefur þó aldrei sýnt neina viðleitni í því að kafa dýpra, greina ástæðurnar, skoða málin frá fleiri hliðum eða reyna að varpa ljósi á hví ástandið er komið í þennan hnút. RÚV hefur látið sér duga að endurtaka daglega möntruna um hve marga Ísraelsher drap þann daginn og í hve marga daga Ísraelsher hafi nú stöðvað flutning hjálpargagna. Að lokum kom að mér fannst þetta ekki nóg: það hlaut að vera eitthvað meira sem RÚV var ekki að segja áhorfendum. Sem betur fer eru úti í heimi fjölmiðlar og stofnanir sem hægt er að leita til ef vilji er til staðar til að kynna sér málin. Hér að neðan koma nokkrir stuttir punktar sem auðvelt er að lesa sér til um og fá staðfesta. Ef til vill á eitthvað hér eftir að koma einhverjum á óvart enda er er lítið sem ekkert minnst á þessi atriði í ríkisfréttunum, þó svo að sumt þarna varpi óneitanlega aðeins öðru ljósi á átökin heldur en sú skýring sem birtist í kvöldfréttum RÚV. Um Hamas og upphaf stríðsins Ísraelsríki yfirgaf Gaza árið 2005 og flutti alla landnema sína og hermenn yfir landamærin og til baka til Ísrael. Stjórnvöld gengu meira að segja svo langt að grafa upp kirkjugarða Gyðinga á Gaza og flytja líkamsleifarnar til Ísrael til að jarða þar aftur, svo alger var viðskilnaðurinn. Við þetta öðlaðist Gaza vissa sjálfstjórn og í kosningum árið 2006 fékk stjórnmálaaflið Hamas svo meirihluta þingsæta. Eftir að hafa reynt samsteypustjórn með hinu stóra stjórnmálaaflinu á Gaza (Fatah) þá tók Hamas árið 2007 sér öll völd á Gaza með vopnavaldi og vígamenn samtakanna stráfelldu þingmenn og stuðningsfólk Fatah. Síðan 2007 hefur Hamas ráðið lögum og lofum á Gaza og hafa allan þann tíma eldað grátt silfur við Ísrael í stað þess að leita friðar, enda er það yfirlýst stefna Hamas að drepa alla Gyðinga og þurrka Ísrael af yfirborði jarðar - samtökin hafa aldrei farið í neinar grafgötur með það. Ýmis mannréttindasamtök hafa einnig lýst áhyggjum yfir mannréttindabrotum Hamas gagnvart eigin borgurum. Hamas eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af t.d. Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Kanada, Ísrael og fleirum. Ekki hefur náðst samstaða meðal Sameinuðu Þjóðanna um þessa skilgreiningu þar sem Rússland og Kína hafa jafnan beitt neitunarvaldi. Það er svo kunnara en þörf sé frá að segja að þessi nýjasta hrina átakanna á Gaza hófst þegar Hamas gerðu fyrirvaralausa hryðjuverkaárás á Ísrael í október árið 2023. Þetta var mannskæðasta árás gegn Gyðingum síðan í helför Nasista um miðja síðustu öld. Um það bil 1.200 manns voru drepnir, þar á meðal börn og aldraðir. Stór hluti fórnarlambanna (364) voru ungt fólk á tónlistarhátið. Um það bil 240 gíslar voru teknir, þar á meðal börn allt niður í 9 mánaða gamalt kornabarn. Skelfileg meðferð Hamas á þessum gíslum, s.s. barsmíðar og aðrar pyndingar, svelti, kynferðislegt ofbeldi o.fl. hefur verið staðfest af mörgum fjölmiðlum og stofnunum á borð við Sameinuðu Þjóðirnar. Þessi hryðjuverkaárás, sem Hamas hefur viðurkennt að beindist aðallega gegn óvopnuðum og óbreyttum borgurum frekar en Ísraelska hernum, varð til þess að Ísrael greip til varna, sem aftur hratt af stað því sem nú er kallað "stríðið á Gaza". Mannfall meðal óbreyttra En hví hið mikla mannfall meðal óbreyttra borgara á Gaza? Nokkur atriði sem RÚV minnist aldrei á eru t.d.: - Hamas notar óbreytta borgara sem "skjöld" og lítur á mannfall meðal þeirra sem sigur í áróðursstríði sínu gegn Ísrael. Hamas geymir vísvitandi skotfæri, eldflaugar og vopn m.a. í kjöllurum skóla, sjúkrahúsa og á öðrum stöðum þar sem almenningur safnast saman. Samtökin hafa grafið umfangsmikið net af neðanjarðargöngum á Gaza til að skýla hermönnum sínum og stjórnstöðvum. Þessar stjórnstöðvar eru svo oftar en ekki grafnar undir skólum og spítölum. Staðsetning vopnabúra og stjórnstöðva Hamas er því viljandi slík að óumflýjanlegar árásir Ísraelsmanna hafa í för með sér meira mannfall meðal óbreyttra borgara en ella. Þarna er Hamas af mikilli grimmd að nota saklausan almenning sem peð í áróðursstríðinu. - Ísraelsher sendir oft frá sér viðvaranir áður en árásir eru gerðar, og tilkynnir þannig berum orðum á hvaða staði verði ráðist með stórskotaliði eða loftárásum. Þessar aðvaranir, sem er komið á framfæri til íbúa Gaza, eru hugsaðar til þess að óbreyttir borgarar geti forðað sér í tíma og að árásir Ísraelshers geti þannig af fullum þunga beinst að hernaðarmannvirkjum og vopnabúrum Hamas án þess að valda óþarfa mannfalli. Amnesty International, Human Rights Watch, Sameinuðu Þjóðirnar og Rauði Krossinn hafa t.d. staðfest þessar viðvaranir Ísraelshers til íbúa Gaza. - Þetta ber þó oft takmarkaðan árangur, því fjölmargar heimildir (t.d. New York Times, BBC, Deutsche Welle, Reuters, AP og sjálfstæðir fréttamenn frá Palestínu) hafa staðfest að Hamas meinar óbreyttum borgurum að yfirgefa hverfi og byggingar sem vitað er að Ísraelsher hyggst ráðast á. Dæmi er um að vígamenn Hamas hafi hótað að skjóta óbreytta borgara sem hafa reynt að flýja yfirvofandi árásir. Þetta er auðvitað því Hamas lítur svo á að aukið mannfall óbreyttra borgara gagnist þeim í áróðursstríðinu og því er almenning viljandi haldið föstum á stöðum þar sem vitað er af yfirvofandi árás Ísraelshers. Stöðvun neyðargagna RÚV segir oft fréttir af því að Ísraelsher hafi stöðvað flutning matvæla og hjálpargagna til Gaza. Þetta hefur verið staðfest af mörgum alþjóðlegum stofnunum og lýsir mikilli grimmd. Hinsvegar hefur RÚV látið undir höfuð leggjast að segja frá því að jafnvel þótt Ísrael stöðvi ekki þessar sendingar þá sé alls ekki sjálfgefið að þær berist þangað sem neyðin er mest, því fjölmörg dæmi eru um að vígamenn Hamas hafi rænt matvælum, lyfjum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum, og ýmist ráðstafað þeim einhliða til hermanna Hamas eða þá selt. Þetta hefur verið staðfest af t.d. Evrópusambandinu, Bandaríkjastjórn, Sameinuðu Þjóðunum og fjölmiðlum á borð við Washington Post og Al Jazeera, þótt deilt sé um umfang þessara gripdeilda. Tilgangur Hamas er væntanlega sá að auka enn hörmungar íbúa Gaza (enn og aftur sem þátt í áróðursstríðinu), auka baráttuþrek hermanna sinna og einnig má leiða líkur að því að féð sem fæst fyrir sölu á þessum neyðarsendingum sé notað til að fjármagna kaup á eldflaugum og öðrum vopnum, sem er síðan beint gegn Ísrael. Tilgangur Ísraels er því væntanlega fyrst og fremst sá að stöðva fjármögnun hryðjuverkasamtaka sem hafa þá yfirlýstu stefnu að þurrka Ísraelsríki af yfirborði Jarðar frekar en að aðgerðirnar beinist sérstaklega gegn óbreyttum borgurum. Móttaka flóttafólks Ekkert af hinum fjölmörgu Arabaríkjum í Mið-Austurlöndum hefur opnað landamæri sín fyrir flóttafólki frá Palestínu. Egyptaland, Jórdanía, Líbanon, Sádi Arabía, Kuwait, Sýrland, Líbía, Alsír og fleiri Arabaríki aftaka með öllu að létta á þjáningum Palestínumanna með því að hleypa stríðshrjáðum borgurum í öruggt skjól hjá sér. Þetta vekur undrun. Þarna er um að ræða þjóðir með sömu eða í það minnsta náskylda menningu, sögu, arfleifð, tungumál og trú. Þetta er svipað og ef t.d. Rússar réðust inn í Noreg og Íslendingar neituðu að veita Norskum fjölskyldum skjól frá stríðsátökum. Hvað veldur því að aðrar Arabaþjóðir vilja ekki opna landamæri sín fyrir flóttafólki frá Palestínu? Sumar þessara þjóða, t.d. Jórdanía og Líbanon, hafa áður opnað landamæri sín fyrir Palestínumönnun og séð eftir því. Flóttamenn frá Palestínu reyndu t.d. að steypa ríkisstjórn Jórdaníu með vopnavaldi árið 1971, eftir að Jórdanía tók á móti hundruðum þúsundum flóttamanna frá Palestínu. Hugsanlega veldur það því að Jórdanía treystir enn þann dag í dag ekki Palestínumönnum, svipað og með Líbanon, en þangað streymdu á svipuðum tíma hundruðir þúsunda flóttamanna frá Palestínu, sem héldu svo áfram árásum sínum á Ísrael en nú frá Líbanon, sem átti stóran hlut í að í Líbanon braust úr mannskæð borgarastyrjöld sem geisaði þar á árunum 1975-1990 og lagði Líbanon nánast í rúst. Enn þann dag í dag mega Palestínumenn ekki fá ríkisborgararétt í Líbanon, mega ekki eiga þar eignir og er meinað að starfa í mörgum geirum. Það eru örugglega fleiri ástæður fyrir því að Arabaþjóðirnar allar - undantekningarlaust - vilja ekki taka á móti flóttafólki frá Palestínu til að létta á neyðinni. Ástæðan getur ekki verið sú að Ísrael "leyfi" það ekki - ef vilji væri fyrir hendi þá væri einfalt fyrir Egyptaland að opna landamærin að Gaza og hleypa flóttafólki í gegn og til þeirra ríkja sem vilja taka við þeim. Öflugir fréttamiðlar hefðu hugsanlega áhuga á að varpa ljósi á þetta. Það er þó ljóst að RÚV finnst þetta ekki skipta máli í umræðunni. Og hvar liggur þá ábyrgðin? Hvar liggur ábyrgðin á þessu hryllilega mannfalli og þjáningum óbreyttra borgara á Gaza? Liggur hún hjá Ísrael, sem telur sig eiga í baráttu upp á líf og dauða fyrir eigin tilveru með því að reyna að uppræta hryðjuverkasamtök sem vinna leynt og ljóst að eyðingu Ísraels? Liggur hún hjá ríkjunum í kring sem neita að rétta hjálparhönd og taka á móti fólki í neyð? Eða liggur ábyrgðin hjá hryðjuverkasamtökunum Hamas sem hófu þetta stríð og nota óbreytta borgara, jafnt börn sem aldraða, markvisst sem skjöld fyrir vopnabúr sín og vígamenn, rænir almenning nauðþurftum og neyðaraðstoð og meinar honum að flýja átakasvæði í þeim tilgangi að hámarka mannfall meðal óvopnaðs almennings til þess að vinna áróðursstríðið á Vesturlöndum? Það virðist augljóst að enginn einn ber ábyrgð á ástandinu og hryllingurinn er mörgum að kenna. En óneitanlega saknar maður þess að hin ríkisrekna fréttastofa RÚV skuli ekki gera ögn meiri kröfur til eigin fréttaflutnings og varpa betra ljósi á átökin í stað þess að láta sér nægja dag eftir dag að endurtaka athugasemdalaust einhæfan og áróðurskenndan málflutning eins aðilans í átökunum. Svona kranablaðamennska mun seint teljast merkileg né metnaðarfull. Það er svo önnur saga hversu sorglegt er að sjá suma Íslenska stjórnmálamenn stökkva á vagn lýðskrums og tala fjálglega um ábyrgð Ísraels, enn og aftur án þess að þora að ræða málin á breiðari grundvelli. Ísland er komið á ískyggilegan stað þegar utanríkisráðherra þjóðarinnar talar eins og hún sé á mála hjá áróðursdeild Hamas. Höfundur er fréttafíkill.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun