Átök í Ísrael og Palestínu Hélt ræðu gráti nær Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni. Innlent 24.9.2025 16:31 Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum. Fótbolti 24.9.2025 13:00 Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. Erlent 23.9.2025 16:03 Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. Erlent 23.9.2025 07:03 Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Lífið 22.9.2025 16:59 Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. Fótbolti 22.9.2025 08:36 Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. Erlent 21.9.2025 13:19 Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Erlent 21.9.2025 08:37 Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Erlent 20.9.2025 22:00 Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. Innlent 20.9.2025 13:46 Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Danmörk ætlar að vera með í Eurovision í Austurríki næsta vor. Hins vegar gera Danir þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðar beinlínis þátttöku Ísraels í keppninni. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. Lífið 19.9.2025 11:13 Þjóðarmorð Palestínu Hugtakið þjóðarmorð (genocide) var fyrst sett fram á fjórða áratug síðustu aldar af Raphael Lemkin, lögfræðingi af gyðingaættum sem hafði flúið ofsóknir nasista. Hugtakið þjóðarmorð var lykilhugtak í Nürnberger réttarhöldunum 1945-1949 og lagt til grundvallar við gerð Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir þjóðarmorð. Skoðun 19.9.2025 09:32 Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. Erlent 18.9.2025 23:45 Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Írski metsöluhöfundurinn Sally Rooney getur ekki ferðast til Bretlands vegna ótta við að hún yrði handtekin. Rooney hefur stutt fjárhagslega við bakið á samtökum sem styðja Palestínu en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bretlandi. Lífið 18.9.2025 22:03 Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. Erlent 17.9.2025 08:39 „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Erlent 16.9.2025 19:22 „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. Innlent 16.9.2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. Innlent 16.9.2025 12:08 Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. Lífið 16.9.2025 11:24 Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Erlent 16.9.2025 08:20 Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Ísraelsher gerði látlausar sprengjuárásir á Gasa borg í nótt og óstaðfestar fregnir herma að innrás á jörðu niðri sé nú hafin og að til standi að hernema alla borgina. Erlent 16.9.2025 07:06 Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu. Erlent 15.9.2025 22:28 Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Sársauki er ekki hverful tilfinning heldur vera sem býr innra með þér. Hún hefur vígtennur og fingur, þrýstir á hjartað, þyngir bringuna og andardrátturinn hikar eins og loftið sé ótryggt. Það er augnablik, bara eitt augnablik, þegar allir innri veggirnir sem við höfum reynt að byggja, molna og við náum því sem kalla má þröskuld sársaukans. Skoðun 15.9.2025 14:03 Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn,Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Skoðun 14.9.2025 11:30 Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki. Erlent 12.9.2025 19:14 Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12.9.2025 15:19 Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. Sport 11.9.2025 14:00 Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt Ríkisútvarp Írlands hefur greint frá því að Írland muni ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fái Ísrael að vera með í keppninni. Tónlist 11.9.2025 13:28 „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag. Innlent 11.9.2025 10:38 Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al-Thani, forsætisráðherra Katar, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Erlent 11.9.2025 07:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 58 ›
Hélt ræðu gráti nær Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni. Innlent 24.9.2025 16:31
Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum biðla til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að vísa fótboltaliðum Ísraels tafarlaust úr keppni á þeirra vegum. Það sé nauðsynlegt viðbragð við þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum. Fótbolti 24.9.2025 13:00
Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. Erlent 23.9.2025 16:03
Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Frakkland hefur bæst í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæðri Palestínu. Áður höfðu Bretland, Kanada og Ástralía gert slíkt hið sama. Erlent 23.9.2025 07:03
Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Lífið 22.9.2025 16:59
Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Forkólfar ísraelska knattspyrnusambandsins eru sagðir vinna að því hörðum höndum að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu framkvæmdastjórnar UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á morgun um að banna ísraelsk fótboltalið frá keppnum á vegum UEFA. Fótbolti 22.9.2025 08:36
Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Forsætisráðherrar Kanada, Bretlands og Ástralíu hafa formlega viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ekki er um að ræða óvæntar fregnir en höfðu þeir allir sagst ætla viðurkenna sjálfstæðið í september. Þeir tala allir gegn Hamas og krefjast þess að gíslar þeirra verði látnir lausir. Erlent 21.9.2025 13:19
Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Búist er við því að Bretland viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag í kjölfar þess að Ísrael hefur ekki mætt þeim skilyrðum sem þeim voru sett í júlí um vopnahlé og frið á Gasa. Í frétt á vef BBC segir að búist sé við því að Keir Starmer, forsætisráðherra landsins, tilkynni um það síðar í dag. Erlent 21.9.2025 08:37
Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Erlent 20.9.2025 22:00
Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael. Innlent 20.9.2025 13:46
Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Danmörk ætlar að vera með í Eurovision í Austurríki næsta vor. Hins vegar gera Danir þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðar beinlínis þátttöku Ísraels í keppninni. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. Lífið 19.9.2025 11:13
Þjóðarmorð Palestínu Hugtakið þjóðarmorð (genocide) var fyrst sett fram á fjórða áratug síðustu aldar af Raphael Lemkin, lögfræðingi af gyðingaættum sem hafði flúið ofsóknir nasista. Hugtakið þjóðarmorð var lykilhugtak í Nürnberger réttarhöldunum 1945-1949 og lagt til grundvallar við gerð Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir þjóðarmorð. Skoðun 19.9.2025 09:32
Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. Erlent 18.9.2025 23:45
Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Írski metsöluhöfundurinn Sally Rooney getur ekki ferðast til Bretlands vegna ótta við að hún yrði handtekin. Rooney hefur stutt fjárhagslega við bakið á samtökum sem styðja Palestínu en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bretlandi. Lífið 18.9.2025 22:03
Opna tímabundna flóttaleið Ísraelsher tilkynnti í morgun að opnað yrði tímabundið fyrir leið frá Gasa-borg til að gefa íbúum kost á því að flýja það ástand sem skapast hefur í borginni eftir innrás hersins. Erlent 17.9.2025 08:39
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Erlent 16.9.2025 19:22
„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. Innlent 16.9.2025 15:56
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. Innlent 16.9.2025 12:08
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. Lífið 16.9.2025 11:24
Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Erlent 16.9.2025 08:20
Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Ísraelsher gerði látlausar sprengjuárásir á Gasa borg í nótt og óstaðfestar fregnir herma að innrás á jörðu niðri sé nú hafin og að til standi að hernema alla borgina. Erlent 16.9.2025 07:06
Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu. Erlent 15.9.2025 22:28
Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Sársauki er ekki hverful tilfinning heldur vera sem býr innra með þér. Hún hefur vígtennur og fingur, þrýstir á hjartað, þyngir bringuna og andardrátturinn hikar eins og loftið sé ótryggt. Það er augnablik, bara eitt augnablik, þegar allir innri veggirnir sem við höfum reynt að byggja, molna og við náum því sem kalla má þröskuld sársaukans. Skoðun 15.9.2025 14:03
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn,Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Skoðun 14.9.2025 11:30
Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti með yfirburðum ályktun sem er ætlað að blása nýju lífi í tveggja ríkja lausn í Palestínu og Ísrael. Ísland greiddi atkvæði með ályktuninni sem var samþykkt innan við sólarhring frá því að haft var eftir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að það yrði aldrei palestínskt ríki. Erlent 12.9.2025 19:14
Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12.9.2025 15:19
Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. Sport 11.9.2025 14:00
Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt Ríkisútvarp Írlands hefur greint frá því að Írland muni ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári fái Ísrael að vera með í keppninni. Tónlist 11.9.2025 13:28
„Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag. Innlent 11.9.2025 10:38
Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim al-Thani, forsætisráðherra Katar, segir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Erlent 11.9.2025 07:18